Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 17. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Ódýrt - Ódýrt SAMKAUP 1 árs - Rætt viö Kristján Hansson, verslunarstjóra Barna- og unglingaföt á mjög góöu veröi, til sýnis og sölu að Grundarvegi 11,2. hæö, Njarðvík. Karlaraddir Kirkjukór Útskálakirkju óskar eftir karla- röddum sem allra fyrst. Vinsamlegast hafið samband við söngstjórann, Jónínu Guð- mundsdóttur, í síma 7242, eða í kirkjunni á þriðjudagskvöldum frá kl. 20-22. Hæð og ris í Vestmannaeyjum til sölu í mjög góðu ástandi. Góð kjör í boði, einnig koma til greina skipti á húseign á Suðurnesjum. Uppl. í síma 3507, Njarðvík. Ungmennasamkoma Hvar? Safnaðarheimili Sjöunda Dags Að- ventista, Blikabraut 2, Keflavík. Hvenær? Föstudaginn 18. nóv. kl. 20.00. Mikill söngur. Allir velkomnir. Með kveðju. Sjöunda Dags Aðventistar á Suðurnesjum Á morgun, föstudaginn 18. nóvember, er eitt ár liöiö frá opnun Samkaupa og af því tilefni hittum við versl- unarstjórann, Kristján Hansson, aö máli og spurðum hann fyrst hvort þeir myndu minnast þess- ara tímamóta. Kristján sagði að þeir myndu gera það með ýmsu móti. I fyrsta lagi yrðu þeir með kaffi og kökurfyrirvið- skiptavini eftir kl. 14 á morgun. Verður Ragnars- bakarí með vörukynningu þarna og þvi koma frá hon- um allar kökurnar sem á boðstólum veröa. „Einnig verður sælgætis- kynning á Marabou súkku- laði, þá verðum við einnig með sérstakt afmælistilboö á London-lambi á mjög hagstæðu verði," sagði Kristján. „Ekki má gleyma því að við höfum fengið tvo unga Keflvikinga til að leika fyrir okkur á hljóðfæri í versluninni frá kl. 15.30 til 18.30, en þetta eru þeir Steinar Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson, en hann kemur úr einni mestu tónlistarfjölskyldu sem fram hefur komið í Keflavík, svo sjá má að ým- islegt verður á döfinni hjá okkur.“ Hvað er þér nú efst í huga á þessum timamótum? „Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka. Það hafa skipst á skin og skúrir, eins og gengur, og minnisstætt er mér hve veturinn reynd- ist okkur erfiður, en hér var Opnum á morgun óvenju snjóþungt og var oft erfitt að komast að búðinni hjá okkur vegna snjó- þyngsla, þar sem ekki var nema ein aðkomuleið að versluninni. Þá er sam- keppnin orðin geysihörð, þar sem ný stórverslun var opnuð hérá miöju sumri og var hrein viðbót á fullmett- aðan markað, en ég verð að segja að þetta eru mjög svo verðugir keppinautar og drengilegir í alla staði." En eitthvaö hefur nú glatt hugann Ifka? „Já, mikil ósköp, það er margt sem hefur glatt og vil ég fyrst nefna þau vinsam- legu samskipti sem við höfum átt við viðskiptavini okkar, sem hafa sýnt okkur mikið umburðarlyndi í ýms- um byrjunarörðugleikum, og eins ef við höfum getað leyst úr vandræðum ein- hvers sem til okkar hefur leitað. Þá langar mig til að minnast á tískusýningu sem við héldum hér í búðinni í vor, en þetta er sennilega fyrsta tískusýningin sem haldin er i verslun á Suður- nesjum. Hitann og þungann af þessari sýningu bar inn- kaupastjórinn í fatadeild- inni, Ester Ólafsdóttir, en nýja bensínafgreiðslu og af því tilefni bjóðum við öllum viðskiptavinum þann dag ís. Höfum til sölu fyrir bíla allar bensín- og olíuvörur frá ESSO og ýmislegt annað. Komið og reyniö viðskiptin. BENSÍNSTÖÐIN, GARÐI Athugasemd við frétt um neyðarþjónustu ( úrdrætti blaðsins af til- lögum neyðarþjónustu- nefndarinnar féll niður seinni málsgrein, en hún er á þessa leið: ..Varðandi úttekt á Grindavík, er rétt að það yrði gert af heimamönnum og tillögur þar um lagðar fyrir stjórn SSS ef ástæða þykir til. Ritari hún naut góðrar aðstoðar Sigrúnar Sigvaldadóttur og Sólveigar Þorsteinsdóttur við að þjálfa upp krakkana sem sýndu og stóðu sig eins og hetjur. Einnig má minnast þess að við höfum áður verið með uppákomu, þ.e. lifandi tónlist, hérí búð- inni.“ Eitthvaö aö lokum? „Já, einu sinni var sagt: „Oss ber að þakka", og myndi ég vilja þakka yfir- mönnum mínum og sam- starfsfólki fyrir mjög ánægjuleg ár og mikla þol- inmæði í minn garð.“ - epj. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Framh. af 9. síöu heyrir á þessari upptaln- ingu þá stendurekki á hlut- verkum fyrir þetta pláss og því betra að það komi upp sem fyrst. Við salina yrði einnig settar stórar út- göngudyr svo koma megi stórum hlutum inn í húsið, það er til dæmis mjög erfitt að koma flygli hér inn þegar hér eru tónleikar, og annað í þeim dúr.“ Áhorfendastæöiö, stóö ekki til aö setja sæti þar? „Jú, þetta er sennilega það atriði sem verður tekið fyrir næst, og má því búast við að það verði snemma á næsta ári, jafnvel í janúar. Það hefur þó ekki verið ákveðið ennþá hvort taka eigi 500 sæti og með því færi vel um 500 manns í húsinu, eða þá að taka 250 manns i sæti og gera ráð fyrir 500 í stæði. En ákvörð- un verður tekin mjög fljót- lega hvort verður gert, en þó liklegra að ákvörðun um 500 í sæti verði ofan á.“ Aö lokum, Jón, er al- menningur nógu virkur i íþróttum, þ.e. hvaö varöar þátttöku hins almenna borgara? „Ef ég á að segja eins og er, þá er ég ekki ánægður með þátttöku almennings. Það er nú svo með marga, að ef þeir eiga fri t.d. frá vinnu, þó ekki sé nema klukkutíma eða svo, þá segja margir: „Ég þarf að fara að þvo bílinn", og láta það svo ganga fyrir frekar en að fá sér smá hreyfingu sjálfur. Með tilkomu sal- anna þegar viðbótarbygg- ingarnar koma, þá verða tækifæri almennings miklu fleiri og ég vona því ein- dregið að það verði notað," sagði Jón að lokum. - pket. NÝR OG GLÆSILEGUR SÓLBEKKUR var tekinn í notkun um síðustu helgi. Fullkomin lengd og extra breiður, með nýjum andlitsljósum, sem loga allan tímann. Nýjar Bellarium perur, þær bestu á markaðnum. Sund - Heitir pottar - Vatnsnudd - Gufubað - Allt innifalið. Verð kr. 500 - 10 skipti. SUNDHÖLL KEFLAVÍKUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.