Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Page 1

Víkurfréttir - 24.11.1983, Page 1
Verður Hafnarfjarðar- höfn útskipunarhöfn Suðurnesjamanna? Það er kannski vilji Landshafnar- stjórnar og ýmissa annarra? Oft að undanförnu hefur verið rætt um það hér á síð- um þessa blaðs hve slæm þróun er orðin í útskipun á afurðum okkarSuðurnesja- manna, svo og uppskipun t.d. varnarliðsvara. G.H. skrifaði í síðasta blaði Efni m.a.: Striö hjá Hagkaup og Samkaup Viðtal við „Miðla“ Vinveitingahús i stað félagslegra framkvæmda Hagsmunir i (sam)viskunni merkilega grein um málið, svo og um atvinnumál al- mennt. En hvað er að ske í þess- um málum? Kannski kemur svarið fram í viðtali sem Morgunblaðið birti 13. nóv- ember sl. við Hörð Sigur- gestsson, forstjóra Eim- skips, en grein þessi er m.a. um úthlutun á42.400 m2 lóð í Suðurhöfninni í Hafnar- firði til Eimskips, og ber greinin yfirskriftina: ,,Flutn- ingar um Hafnarfjarðarhöfn fara stöðugt vaxandi". Síðan segir m.a.: „Hörður sagði stóran hluta af þeim flutningi, sem færi í gegn- um Hafnarfjörð, vera út- flutning á íslenskum iðnað- arvörum, útflutning á áli, skreið, og frystum sjávaraf- urðum, svo eitthvað væri nefnt. „Við reiknum fast- lega með að stórflutningar fari í vaxandi mæli í gegn- um Hafnarfjörð, enda ligg- ur staðurinn vel við öllum Suðurnesjum ... “ Á þessu sést að eina leið- in til að snúa óheillaþróun- inni við er að útflytjendur neiti að nota Reykjanes- braut sem útflutningsleið og noti þess í stað þær hafnir sem fyrir eru á svæð- inu. Hinu má ekki gleyma að Landshafnarstjórn á þarna hlut að máli og þeir aðilar sem skammta henni fjármagn. Þau eru orðin mörg árin síðan Eimskip sagðist myndi flytja varnarliðsvör- una í gegnum Landshöfn- ina, ef planið í Njarðvíkum yrði malbikað, til að hægt yrði að ferma og afferma gámaskipin þar. Varla er hægt að ætlast til þess að Eimskip eða önnur skipafé- lög bíði endlaust eftir fram- kvæmdum. Hagsmunaaðilar, stöðv- ið þessa óheillaþróun áður en það er oröið of seint. Með sameiginlegu átaki má snúa þessu við. Það sann- aðist best varöandi útskip- un í m.s. Hvalvík um sl. helgi, en sú útskipun er ein stærsta skreiðarútskipun sem farið hefur fram hér um hafnir. Ákveðið haföi verið Framh. á 13. siðu 28. ársþing ÍBK: Ragnar Marinósson kosinn formaður Garðari Oddgeirssyni veitt gullmerki ÍBK Ársþingi (þróttabanda- lags Keflavíkur lauk þriðju- daginn 15. nóvemberog var það haldið i húsi Verslunar- mannafélagsins. Ragnar Marinósson var kosinn formaður banda- lagsins, en Garðar Odd- geirsson lét af formennsku eftir 5ára starf. Garðari voru þökkuð frábær störf í ára- raðir og honum afhent gull- merki ÍBK. Má geta þess að séu þau ártekin saman sem Garðar hefur starfað í hinum ýmsu nefndum, þá gerir þaðsamtals um 100 ár. Stjórn (BK er annars skipuð þessum mönnum: Ragnar Marinósson, for- maður; Arnar Arngrímsson, Hermann Sigurðsson, Hörður Ragnarsson, Gunn- ar Þór Jónsson, Hólmgeir Hólmgeirsson og Sigurður Valgeirsson. ,,£g hlakka til aö taka til starfa, þetta er mjög góður mannskapur og því engu að kvíða," sagði Ragnar. Á ársþinginu kom fram, að fjárhagur deildanna er yfirleitt góður og mun betri en undanfarin ár. Knatt- spyrnuráð skilaöi til að Framh. á 13. síöu Ragnar Marinósson nælir gullmerki ÍBK i barm Garóars Oddgeirssonar og þakkar honum um leiö fyrirfrábærstörf. Úrklippa úr Mbl., 13. nóv. sl. SPEGLUN Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.