Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 24. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir i *s^\^v*y<<N»*a>»*&*g»*<^*g>>^^ yfimn jtiUit L Útgelandl: VÍKUR-fréttir hf. Rltst|órar og ábyrgöarmenn: Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, sími 2693 [jj Afgrelötla, rltitjórn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö i Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRAGAS HF., Keflavík Hjá okkur færðu h:'!inn réttan, blettaðan og almál- aðan. - önnumst einnig framrúðuskipti. Reynið viðskiptin. BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarðvík - Sími 1227 Við bjóðum bökunarvörur sérstaklega góðu verði s\ SYKUR, 1 kg ................... 14,50 HVEITI, 5 Ibs.................... 48,50 SMJÖRLÍKI 1 stk................ 24,70 PÚÐURSYKUR, Ijós, 1/2 kg ....... 13,45 FLÓRSYKUR, 1 kg .............. 26,20 SÝRÓP GOLD, 500 gr........... 54,90 Verslunin Nonni & Bubbi Körfubolti - Urvalsdeild UMFN - ÍBK 60:61 Þriðji 61 stigs leikur Keflvíkinga - nægði gegn Njarðvíkingum Eitthvaö virðist talan 61 loöa viö lið Keflvikinga í körfuknattleiknum, því að á föstudagskvöldið gerðu þeir 61 stig í þriöja skiptiö á ieikárinu, hin tvö skiptin voru á móti KR-ingum. „Allt w tfintJ p Valur Ingimundar var að venju stigahæstur Njarðvik- inga og geröi 25 stig. Fasteignaþjonusta Suðurnesja KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: EINBÝLISHÚS - EINKASALA 140 m2 einbýlishús við Fagragarð. Góö eign á góöum stað, með bílskúr og ræktaöri lóö. Frekari upplýsingar fást á skrifstofunni. Viðlagasjóöshús viö Bjarnarvelli. Góður staður ............. 1.650.000 Raðhús við Greniteig með bilskúr .......................... 2.000.000 136 m2 endaraöhús við Faxabraut i góöu ástandi, meö bílskúr 1.900.000 155 m2 gott einbýlishús við Háaleiti með bílskúr ............ 2.800.000 120 nr' einbýlishús viö Hrauntún'meö bílskúr. Góð eign á góðum staö ...................................................... 2.400.000 Gott einbýlishús við Borgarveg í Njarðvík, með bílskúr. Glæsileg 3ja herb. nýleg íbúð viö Hjallaveg ................. 1.080.000 3ja herb. nýleg ibúö viö Hjallaveg, ekki fullfrágengin, laus fljótl. 960.000 2ja herb. rúmgóð neöri hæö við Ásabraut, laus i desember, gott verð. . Fasteignaþjonusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavik - Simi 3722 er þegar þrennt er" segir líka einhvers staðar og nægöu þessi stig til að sigra Njarðvíkinga í „Ijónagryfj- unni", en leik þeirra lauk með eins stigs sigri Keflvík- inga, 61:60. Eins og sjá má var lítið skorað og var staðan í hálfleik aðeins 28:26, Njarövíkingum í vil. Strax í upphafi varð það Ijóst að þessi leikur yrði tvísýnn, því aldrei varð munurinn á liðunum meiri en 6 stig. Vörn Njarðvíkinga var sterk fyrir og strax á annarri mínútu fengu Kefl- víkingar dæmdar á sig 30 sek., og voru margarsóknir þeirra eftir á alveg fram á síðustu sekúndur. Njarðvík- ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum og náðu þeir mest 6 stiga forskoti þegar rúmlega 5 mínútur vorutilleikhlés, 21:15. Kefl- víkingar hleyptu þeim ekki lengra fram úr og voru þeir aðeins tveimur stigum und- ir i hálfleik, 26:28, en litlu munaði þó að Jóni Kr. tæk- ist að jafna á síðustu sek- úndunni er hann grýtti bolt- anum yfir endilangan völl- inn og small boltinn í körfu- hringinn og út af. í seinni hálfleik skoruðu liðin á víxl fyrstu mínútun- um, en eftir 4 mín. var staðan 38:33 fyrir Njarðvík. Næstu 10 mín. tóku Keflvik- ingar leikinn í sínar hendur og skoruðu 21 stig á meðan Njarðvíkingar gerðu aðeins 5. Á þessum mínútum var ansi heitt í kolunum hjá Njarðvíkingum og létu þeir dómarana fara full mikið í skapið á sér. Gunnar fékk þá sína 4. villu og Valur nældi sér í eitt af sínum frægu tæknivítum fyrir kjaftbrúk. Voru nú Keflvík- ingar komnir með 11 stiga forskot, 54:43, og tóku því Njarðvíkingar á það ráð að taka leikhlé til aö „kæla" mannskapinn og ráða gerðum sínum þær 6 mín. sem eftir voru. Ekki er hægt að segja annað en að þessi „kæling" hafi haft góð áhrif á þá, því nú snerist dæmið algerlega við og með mikilli elju og baráttu tókst þeim aðjafna þegar aöeins 7 sek. voru til leiksloka. Skoraði Sturla þá jöfnunarstigið en fékk dæmdan á sig ruðning um leið, og nýtti Steini Bjarna sér annað vítaskotið sem Keflvíkingar fengu. Njarð- víkingar náðu samt aö skjóta á þessum örfáu sek. sem eftir voru, en það geig- aði og lokatölurnar þvi 61:60 og Keflvíkingar stigu villtan stríðsdans, jafnt á leikvellinum sem á áhorf- endapöllunum. Það er auösjáanlegt aö Miley hefur heldur betur tekið strákana sína í gegn eftir tvo stórtapsleiki í röð, enda var allt annað aö sjá leik liðsins nú en fyrir viku síöan. Leikur þess var nú skipulagðari og notuðu þeir breidd vallarins miklu bet- ur, fyrir utan þaö hversu liðið veikist nú mun síður þósvoaðlykilmennirnirfari út af. Ungu mennirnir komu nú mun betur inn í leikinn og hefur leikreynsla þeirra úr síðustu leikjum haft mikið aö segja. Einnig er nú Miley loksins farinn aö láta heyra í sér á bekknum og stjórnaði hann leik liðsins þaðan af miklum móð. Best- ur Keflvíkinganna var Jón Kr., og Þorsteinn sýndi sitt gamla góða form, einkum í síðari hálfleik. Njarðvíkingar hafa senni- lega ekki búist við Keflvík- ingum jafn sterkum og þeir voru í þessum leik, og voru þeir hreinlega slegnir út af laginu af þessu „nýja" liði. Virkuðu þeir ansi oft kæru- leysislegir, enda voru send- ingar margar hverjar ónákvæmar og vítahittnin afar slök. Sturla var bestur Njarðvíkinganna í þessum leik og Valur gerði sinn vanalega stigafjölda, en mætti þó fara aö stilla skap sitt í það horf sem hann hafði í fyrstu leikjunum. Stig ÍBK: Þorsteinn 14, Jón Kr. 14, Óskar 13, Björn V. 6, Hafþór 6, Guðjón 4, Sigurður 4. Stlg UMFN: Valur 25, Sturla 14, Gunnar 11, Ástþór 6, Júlíus 2, Ingimar 2. Þennan stórskemmtilega leikdæmdu þeir JónOttiog Gunnar Guðmundsson og tókst þeim það bærilega miðað við aðstæður! Áhorf- endur troðfylltu húsið eins og venjan er þegar þessi lið mætast, og var svo sannar- lega fjör á áhorfendapöll- unum. Hefur hávaðinn frá áhorfendum án efa komist upp undir 100 dB, enda Suöurnesjamenn þekktir fyrir annað en að hafa hljótt um sig á kappleikjum sem þessum. - val. rcwrr ¦-'uiiiv/inu W Ul'.PUIIIIglfcval Sportvörubúóin •f KAUPFEIAGID Þorsteinn Bjarnason geröi sigurkórfu Ketlvikinga úr viti.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.