Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Side 2

Víkurfréttir - 24.11.1983, Side 2
2 Fimmtudagur 24. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir r MlKUn Útgefandi: VÍKUR-fréttir hf. Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, sími 2693 Afgreiðsla, rltstjóm og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Simi 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavik Setning og prentun: GRAGAS HF., Keflavík Hjá okkur færðu h:!inn réttan, blettaðan og almál- aðart. - önnumst einnig framrúðuskipti. Reyniö viðskiptin. BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarövfk - Síml 1227 Við bjóðum bökunarvörur á sérstaklega góðu verði Ims SYKUR, 1 kg .......... 14,50 HVEITI, 5 Ibs......... 48,50 SMJÖRLÍKI 1 stk....... 24,70 PÚÐURSYKUR, Ijós, 1/2 kg . 13,45 FLÓRSYKUR, 1 kg ...... 26,20 SÝRÓP GOLD, 500 gr.... 54,90 Verslunin Nonni & Bubbi Körfubolti - Úrvalsdeild UMFN - ÍBK 60:61 Þriðji 61 stigs leikur Keflvíkinga - nægði gegn Njarðvíkingum Eitthvaö viröist talan 61 loða viö liö Keflvikinga í körfuknattleiknum, því að á föstudagskvöldið gerðu þeir 61 stig i þriðja skiptið á leikárinu, hin tvö skiptin voru á móti KR-ingum.,,Allt •RmI F Valur Ingimundar var aö venju stigahæstur Njarövik- inga og gerði 25 stig. Fasteignaþjónusta Suðurnesja KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: EINBÝLISHÚS - EINKASALA 140 m2 einbýlishús við Fagragarö. Góð elgn á góðum stað, meö bílskúr og ræktaöri lóð. Frekari upplýsingar fást á skrifstofunni. Viðlagasjóðshús viö Bjarnarvelli. Góður staður . 1.650.000 Raðhús við Greniteig meö bílskúr .................. 2.000.000 136 m' endaraðhús viö Faxabraut i góöu ástandi, meö bilskúr 1.900.000 155 rrF gott einbýlishús viö Háaleiti meö bílskúr . 2.800.000 120 m' einbýlishús viö Hrauntún'meö bílskúr. Góð eign á góöum stað ........................................... 2.400.000 Gott einbýlishús viö Borgarveg í Njarövik, með bílskúr. Glæsileg 3ja herb. nýleg ibúö við Hjallaveg . 1.080.000 3ja herb. nýleg íbúð viö Hjallaveg, ekki fullfrágengin, laus fljótl. 960.000 2ja herb. rúmgóð neðri hæð við Ásabraut, laus i desember, gott verð. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavík - Simi 3722 er þegar þrennt er“ segir líka einhvers staðar og nægðu þessi stig til að sigra Njarðvíkinga í „Ijónagryfj- unni", en leik þeirra lauk með eins stigs sigri Keflvík- inga, 61:60. Eins og sjá má var lítið skorað og var staðan í hálfleik aðeins 28:26, Njarðvíkingum í vil. Strax í upphafi varð það Ijóst að þessi leikur yrði tvísýnn, því aldrei varð munurinn á liðunum meiri en 6 stig. Vörn Njarðvíkinga var sterk fyrir og strax á annarri mínútu fengu Kefl- víkingar dæmdar á sig 30 sek., og voru margarsóknir þeirra eftir á alveg fram á síöustu sekúndur. Njarðvík- ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum og náðu þeir mest 6 stiga forskoti þegar rúmlega 5 mínútur voru til leikhlés, 21:15. Kefl- víkingar hleyptu þeim ekki lengra fram úr og voru þeir aðeins tveimur stigum und- ir í hálfleik, 26:28, en litlu munaði þó að Jóni Kr. tæk- ist að jafna á síðustu sek- úndunni er hann grýtti bolt- anum yfir endilangan völl- inn og small boltinn í körfu- hringinn og út af. ( seinni hálfleik skoruðu liðin á víxl fyrstu mínútun- um, en eftir 4 mín. var staðan 38:33 fyrir Njarðvík. Næstu 10 mín. tóku Keflvík- ingar leikinn i sínar hendur og skoruðu 21 stig á meðan Njarðvikingar gerðu aðeins 5. Á þessum mínútum var ansi heitt í kolunum hjá Njarðvíkingum og létu þeir dómarana fara full mikið i skaþið á sér. Gunnar fékk þá sína 4. villu og Valur nældi sér í eitt af sínum frægu tæknivítum fyrir kjaftbrúk. Voru nú Keflvík- ingar komnir með 11 stiga forskot, 54:43, og tóku því Njarðvíkingar á það ráð að taka leikhlé til aö „kæla" mannskapinn og ráða geröum sínum þær 6 mín. sem eftir voru. Ekki er hægt að segja annað en að þessi „kæling" hafi haft góð áhrif á þá, því nú snerist dæmið algerlega við og með mikilli elju og baráttu tókst þeim að jafna þegar aðeins 7 sek. voru til leiksloka. Skoraði Sturla þá jöfnunarstigið en fékk dæmdan á sig ruðning um leið, og nýtti Steini Bjarna sér annað vitaskotið sem Keflvíkingar fengu. Njarð- víkingar náðu samt að skjóta á þessum örfáu sek. sem eftir voru, en það geig- aöi og lokatölurnar því 61:60 og Keflvíkingar stigu villtan stríðsdans, jafnt á leikvellinum sem á áhorf- endapöllunum. Það er auðsjáanlegt að Miley hefur heldur betur tekíð strákana sína í gegn eftir tvo stórtapsleiki í röð, enda var allt annað að sjá leik liðsins nú en fyrir viku síðan. Leikur þess var nú skipulagðari og notuðu þeir breidd vallarins miklu bet- ur, fyrir utan það hversu liöið veikist nú mun síður þó svo að lykilmennirnir fari út af. Ungu mennirnir komu nú mun betur inn í leikinn og hefur leikreynsla þeirra úr síðustu leikjum haft mikið að segja. Einnig er nú Miley loksins farinn að láta heyra í sér á bekknum og stjórnaði hann leik liðsins þaðan af miklum móð. Best- ur Keflvíkinganna var Jón Kr„ og Þorsteinn sýndi sitt gamla góða form, einkum í síðari hálfleik. Njarðvíkingar hafa senni- lega ekki búist við Keflvík- ingum jafn sterkum og þeir voru í þessum leik, og voru þeir hreinlega slegnir út af laginu af þessu „nýja“ liði. Virkuðu þeir ansi oft kæru- leysislegir, enda voru send- ingar margar hverjar ónákvæmar og vítahittnin afar slök. Sturla var bestur Njarðvíkinganna í þessum leik og Valur gerði sinn vanalega stigafjölda, en mætti þó fara að stilla skap sitt í það horf sem hann hafði í fyrstu leikjunum. Stlg ÍBK: Þorsteinn 14, Jón Kr. 14, Óskar 13, Björn V. 6, Hafþór 6, Guðjón 4, Sigurður 4. Stlg UMFN: Valur 25, Sturla 14, Gunnar 11, Ástþór 6, Júlíus 2, Ingimar 2. Þennan stórskemmtilega leik dæmdu þeir Jón Otti og Gunnar Guðmundsson og tókst þeim það bærilega miðað við aðstæður! Áhorf- endur troðfylltu húsið eins og venjan er þegar þessi lið mætast, og var svo sannar- lega fjör á áhorfendapöll- unum. Hefur hávaðinn frá áhorfendum án efa komist upp undir 100 dB, enda Suöurnesjamenn þekktir fyrir annað en að hafa hljótt um sig á kappleikjum sem þessum. - val. nvia . 3amv, uiu mimuiilfciH..- li KAUPFELAGIÐ^Trl^bSf Þorsteinn Bjarnason gerði sigurkörlu Ketlvikinga úr viti.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.