Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. nóvember 1983 3 Atli Eðvalds í Keflavík Atli Eðvaldsson, knatt- gerði eins og kunnugt er spyrnumaðurinn snjalli, samning við Puma, sem felst í þvi að hann leiki í bún- ingum og skóm frá fyrirtæk- inu. ( síöustu viku kom hann til landsins með sölu- stjóra Puma í Evrópu, þar sem sýndir voru skór og búningar sem verða með nafni Atla á. Þeir félagar heimsóttu Keflvíkinga, þar sem þeir ræddu við knatt- spyrnuráð um hugsanlega notkun 1. deildar liös IBK á skóm og búningum frá Puma og þá með Atla nafni. Auk þess voru viðstaddir umboðsmaður Puma á (s- landi, Ingólfur Óskarsson og Rúnar Helgason, eig- andi verslunarinnar Sport- vík í Keflavík. Meðfylgjandi mynd sýnir Rúnar, Atla, og Altmann, umboðsmann Puma. - pket. - ANNETTA - Snyrtistofa - Verslun Verið velkomin á snyrtistofuna. Andlitsböð - Húöhreinsun - Föróun Litun - Vax - Hand- og fótsnyrting Mikið úrval af jólagjöfum fyrir dömur og herra. Opið alla daga, einnig laugardaga. - ANNETTA - Hafnargötu 23 - Simi 3311 Fyrsta bílaþvottaplanið í Garði: ~ Ný bensínstöð á 5 ára afmælinu Sl. föstudag var opnuð ný bensínafgreiðslustöð í Garði, en þann dag voru einmitt 5 ár liðin síðan fyrsta sjálfstæða bensín- stöðin var opnuð í Garði. Nýja bensínstöðin er eins og sú fyrri í húsnæði sem Olíufélagið á, en rekin af Ingibjörgu Sólmundardótt- ur. En áður en hún tók við afgreiðslu var engin sjálf- stæð bensínafgreiðsla i Garði, heldur aðeins af- greitt eins og til sveita frá dælu. Hið nýja húsnæði er þrisvar sinnum stærra en á gamla staðnum, sem nú hefur lokað og verður senn fjarlægt. Á nýja staðnum er nú í fyrstaskiptiðboðiðupp á þvottaaðstöðu fyrir bíla. Þá er í fyrsta skipti einnig sjálfstæð bensínsala þar sem afgreiðslumaður sér um að fylla á tankinn og einnig eru þarna á boðstól- um allar þær vörur sem Olíufélagið (ESSO) hefur á slíkum stöðum. Þá rekur Ingibjörg verslun í sama húsi þar sem boðið er upp á ýmsa þjónustu eins og vará gamla staðnum, en þá í þrengra húsnæði. - epj. Eigendaskipti að leik- tækjasal Tomma Hákon Aðalsteinsson frá Húsavík hefur fest kaup á Hamborgara- og leiktækja- sal Tomma að Hafnargötu 54 í Keflavík, og hefur hann þegar tekið við staðnum, en ekki er enn ákveðið hvort gerðar verða einhverjar breytingar á honum eða undir hvaða nafni staðurinn verði rekinn. Eins og fram kemur ann- ars staðar i blaðinu eru nú liöin 2 ár síðan þessi staður var opnaður í Keflavík og á þeim tima hafa um 150 þús- und hamborgarar verið seldir í Keflavík og inni á Fitjum, en sá staður er eins og kunnugt er í eigu Jó- hannesar Sigurðssonar. Vegna þessara tímamóta var sl. laugardag útdeilt á sérstöku kjaraverði um 800 hamborgurum hjá Tomma, Fitjum. - epj. Efri salur - FOSTUDAGUR 25. NOVEMBER: „HVAÐA KVENMAÐUR ER ÞETTA . . . ?“ kl. 20.30. Matur framreiddur frá kl. 19.30. DANSLEIKUR HEFST KL. 23.00. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER: LOKAÐ VEGNA EINKASAMKVÆMIS Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Símar 1700, 3868 Akurbraut 6, Njarfivfk: Gott 138 rrPeinbýlishúsásamt nýleg- um 40 m2 bílskúr. - 1.950.000. KEFLAVÍK: Góð 95 m2 neðri hæð við Vesturgötu, ásamt bílskúr. - 1.150.000. Góð 3ja herb. íbúð við Mávabraut. - 950.000. Góð 4ra herb. efri hæð við Miðtún. - 1.300.000. SUMARBÚSTAÐUR í Grímsnesi, um 45 m2, fullgerður. Birkitelgur 11, Kefiavfk: Gott steinsteypt einbýlishús á tveim- ur hæðum, ásamt nýlegum bílskúr. Mikið endurnýjaö, m.a. nýir gluggar og gler, nýtt eldhús o.fl. - 2.200.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM frá kl. 10 - 15. VERIÐ VELKOMIN.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.