Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 24. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Elnbýlishús og raöhút: Raöhús viö Mávabraut m/bilskúr, í góöu ástandi 1.900.000 Glæsilegt einbýlishús vifi Háaleiti mefi bílskúr 2.750.000 Raðhús viö Heifiarbraut meö bilskúr, aö mestu fullgert ..................................... 1.900.000 Eldra einbýlishús vifi Sufiurgötu ásamt bílskúr 1.150.000 Raðhús viö Mávabraut með bílskúr. Skipti áein- býlishúsi kemur til greina. Góð milligjöf ......1.900.000 Ibúðlr: 4ra herb. jaröhæð ásamt bílskúr við Austurbraut, sér inngangur .............................. 1.600.000 6 herb. ibúð við Hólabraut m/bílsk. (ný miðstöð) 1.600.000 5 herb. í'i.'o við Hringbraut ásamt nýjum bílskúr 1.550.000 4ra tierb. íbúð við Hafnargötu ásamt bílskúr .. 1.050.000 2ja herb. íbúð við Hringbraut i nýlegu húsi ... 850.000 3ja herb. íbúð við Mávabraut í góðu ástandi, sér inngangur .................................. 1.050.000 Fastelgnlr i smlöum i Keflavfk: Úrval af raðhúsum ísmíðum við Heiðarholt, skil- að fullfrágengnum að utan með standsettri lóð. Glæsileg hús meö góöum greisðluskil- málum .............................. 1.220-1.270.000 Parhús við Norðurvelli i smíöum, 157 m2 ..... 1.500.000 Glæsilegt einbýlishús viö Heiðarból í smiðum Tilboð NJARDVÍK: 5 herb. e.h. við Hólagötu, ný standsett, laus nú þegar ............................... 1.475.000 2ja herb. íbúð við Fífumóa, tilb. undir tréverk . 700.000 3ja herb. íbúðir við Fífumóa og Hjallaveg ..... 950.000 Greniteigur 29, Kefiavik: Vandað raðhús. Á efri hæð 3 herb. og bað. Á neðri hæð stofa, herb., eldhús, snyrt- ing, ásamt bilskúr og geymslu. - 2.200.000. Hafnargata 6, Keflavik (Ungmennafólagshúsið) Hægt að nota til ýmis konar atvinnureksturs. Allar upp- lýsingar um verð og greiösluskilmála gefnar á skrifstofunni. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Kaupmenn Pantið tímanlega rúllutertubrauðin og hringtertubrauðin í frystiborðin fyrir jólin. RAGNARSÐAKARÍ Ódýrt - Ódýrt Barna- og unglingaföt á mjög góöu veröi, til sýnis og sölu að Grundarvegi 11,2. hæð, Njarðvík. Vínveitingahús í stað félagslegra framkvæmda Verður Bæjarsjóður Keflavíkur meirihluta eignaraðili að neðri hæð vínveitingahúss? Á forsíðu síðustu Víkur- frétta var skýrt frá því að á síðasta bæjarstjórnarfundi í Keflavík hefði verið sam- þykkt að Keflavíkurbær mundi ganga til samstarfs við Karlakórinn um að Ijúka byggingu karlakórshúss- ins, og þannig yrði bærinn rúmlega 50% eigandi að neðri hæð hússins. Þurfa þeir ekki aö vita hvaö hlutimir kosta? Það sem vekur hvað mesta athygli manns við lestur þessarar fréttar er, að þar kemur skýrt fram að ekki hefur verið gerð ná- kvæm kostnaðaráætlun um þann hluta sem bærinn er þarna að fara að fram- kvæma. Þó er þess getið að talan 5 milljónir hafi heyrst. Sú bæjarstjórn sem ráð- stafar framkvæmdafé bæj- arinsá þann háttsem hérer gert, hlýtur að vera veik og hafa veikum starfsmönnum á aö skipa. Ef hún getur ekki látið athuga hvað þeir hlutir kosta sem hún er að láta framkvæma, þá hlýtur ástandið að vera aumt, og ef þetta er vísbending um það hvernig tekjum bæjarins er variö, skal mann ekki undra þó eitthvað fari úrskeiðis. Eignast þeir rúm 50% af neöri hæð? Ég vona að bæjarstjórn- armenn hér í Keflavik séu stoltir af því afreki sínu, að ætla aö eignast rúm 50% i neðri hæð þessa nýja vin- veitingahúss, og þeir hinir sömu hljóta að líta bæjar- mál hér sérstökum augum, ef þetta er sá hlutur sem þeim finnst mest þörf á hér i bænum. Takmörkuð fjárráð sveitarfélaga Sveitarstjórnarmönnum hefur verið tíðrætt um það á undanförnum árum, aö framkvæmdafé sveitarfé- laga sé af mjög svo skorn- um skammti, en af þessu að dæma þá virðist hlutunum ekki þannig komið hér í Keflavík, því hér virðast menn ekki þurfa aö vita hvað þeir hlutir kosta sem þeir eru að framkvæma. Kannski er bæjarsjóður Keflavíkur það vel fjáður, að þar þurfi menn ekki að velta fyrir sér smámunum, og ef svo er, þá er þetta án efa vís- bending til okkar bæjarbúa um að á komandi ári megum við búast við því að bærinn nýti sér ekki til fulls útsvarsálagninguna. Ekki ætlast bæjarstjórn- armenn til þess að bæjarfé- lag sem er á vonarvöl statt, fari út í það að byggja vín- veitingahús, nema kannski aö þetta sé ný tekjulind fyrir bæjarsjóö? Til hvers að Ijúka verkum? Sú aðferð sem karlakór- inn notar hér getur kannski komið sér vel fyrir ýmsa áhugahópa hér í bænum, er vilja koma sínum málum áfram, t.d. geta þeir fengið lóð fyrir lítið, já, og gatna- gerðargjöld niðurfelld, ef málstaðurinn er góöur (það hefur gerst áður). Þá geta menn hafisthandaviðfram- kvæmdir og svo þegar menn þreytast þá er ekki annað en að afhenda bænum gjafabréf, já, eða ef menn vilja vera hógværir þá geta menn boðið bæn- um eignaraðild, t.d. af því plássi sem hentar þeim ekki. Ný leið? Hér er kannski komin lausn fyrir þá sem vilja nýj- an leikskóla, hjúkrunar- heimili fyrir aldraða, bið- skýli fyrir börn í skólabíla, og svona mætti lengi telja. Það voru mörg forgangs- málin sem flokkarnir brydd- uðu upp á fyrir síðustu kosningar að koma þyrfti í gegn sem fyrst, og fyrir kosningar skorti ekki fé- lagshyggju og samkennd. Ekki minnist ég þess að nýtt vínveitingahús hafi verið ofarlega á lista yfir fé- lagslegar framkvæmdir, sem bæjarstjórnarmenn vildu fórna sér fyrir, en skjótt skipast veður í lofti. VÍKUR-fréttir í hverri viku. Einstakt afrek hjá Karlakórnum Ekki vil ég með þessum línum mínum kasta rýrð á það verk sem félagar í Karlakórnum hafa unnið. Félagsheimilisbygging þeirra er þeim til rnikils sóma og án efa er þetta einsdæmi, að svona fámennur hópur hafi afrek- að annað eins nú í seinni tíð, en það má heldur ekki gleyma þvi, aðánstuðnings bæjarbúa heföu þeir ekki getað afrekað þetta. Það er ekki laust við að sá grunur læðist að manni að þeir hafi tekið fullstóran bita upp i sig. Þó þar sé margt kokhraustra manna, þá virðast þeir ekki geta kyngt honum. Ekki bærinn í Keflavík er starfandi fjöldinn allur af klúbbum og félögum, og það væri nær að þeir kæmu sér saman um að Ijúka þessu verki. Bæjar- félagið hefur í mörg horn að líta og í okkar þjóðfélagi eru sífellt fleiri kröfur sem lagðar eru á bæjarfélög, og ég held að það séu margir þeirrar skoðunar að bærinn eigi að láta samkomuhúsa- og vínveitingarekstur eiga sig. Hvaðan eiga peningarnir að koma? Það væri gaman ef bæjar- stjórnarmenn vildu svara þeirri spurningu, hvar þeir ætli að fá fé í þetta, og hvað það er sem þeir ætla að láta sitja á hakanum á meðan þeir Ijúka þessu verki. Með von um skjót svör. Kveðja. Sigutjón Q. QAfcatsson Auglýslngasiminn er 1717 Prjónakonur athugið Lopavörumóttaka okkar er að Iðavöllum 14b. Kaupum hnepptar peysur íöllum stærðum. Móttakan verður opin sem hér segir: Frá kl. 9-12 miðvikudagana 7. og 14. des. n.k. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.