Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 24. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir %/ r Auglysendur athugið! Jólablað Víkur-frétta kemur út 15. desember, stórt og fjölbreytt að vanda. Verið tímanlega með auglýsingarnar. Auglýsingasíminn er 1717 „Dinner"-músík Tökum að okkur að spila ,,dinner"-tónlist á árshátíðum og öðrum mannfögnuðum. Létt og vönduð tónlist. Kjartan Már Kjartansson, sími 1549 Steinar Guðmundsson, sími 1666 Bílasölu Brynleifs Vegna góðrar sölu að undanförnu vantar bifreiðar af öllum árgerðum, yngri sem eldri, á skrá og á sýningarsvæðið. Opið alla virka daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 10-16. BÍLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesvegi 29a - Keflavík Sími 1081 Gagngerar breytingar í STUDEO: „Aukin þjónusta og þægindi fyrir viðskiptavini" - segja þeir Björn Ólafsson og Gísli Guðfinnsson „Þetta er okkar framlag ihinni hörðu samkeppnisem hór er,"sögðu þeirBjörn Ólafsson og Gisli Guðfinnsson íSTUDEO. Eftir gagngerar breytingar opnaði fyrirtækið sl. fimmtu- dag eina glæsilegustu myndbandaleigu á landinu að Hafnargötu 38 i Keflavík. STUDEO flutti á Hafnargótuna fyrir rúmlega 1 '/> ári siðan og varþá einungis með hljómtækjasölu og myndbandaleigu á Skólavegi (sem þá hét Videobanki Suðurnesja) en síðar var sú starf- semi flutt á Hafnargótuna. Vegna þrengsla þótti ráðlegt að breyta húsnæðinu og stækka það til muna, sem siðan varráðist ífyrirstuttu. Blaðamaður Vikur-frétta heimsótti þá fólaga i nýja STUDEOIÐ og fékk þá i stutt spjall. „Það er mjög mikilvægt að hafa bjart og rúmgott húspláss fyrir svona rekstur. Fólk getur komiö hér og valiö sér spólu af 800 titlum sem viö höfum á boð- stólum og auk þess er hljómtækjadeildin nú alveg sér í versluninni og á sömu hæð", segja þeir Björn og Gísli. „Eftir að viö fluttum videoreksturinn í sama pláss og hljómtækjadeildin var í, þá höfum við ekki getaö einbeitt okkur aö hljómtækjunum að neinu ráöi þar sem að plássið í búðinni leyfði þaðekki. Það átti að nota kjallarann fyrir hljómtækin, en af einhverj- um ástæöum féll hann ekki í kramiö hjá fólki, en nú verð- urhannnotaðursemlager." Hefur enginn afturkippur komiö i „video-æðlö" sem Suðurnesjamenn heltóku fyrir tæplega 3 árum? „Á meöan við fáum ekki gervihnött þá munu Suður- nesjamenn halda áfram að hoiia á video. Annars hvað varðar þennan fjöldan all- an af myndbandaleigum þá Hljómlistar-og myndbandatœkin eru á sér stað i versluninni. er það komið út í hreinar öfgar. Það er alveg klárt rnál, að það er ekki enda- laus markaður fyrir leigur á þessu svæöi, enda hafa nokkrar þeirra gengiö kaupum og sölum, og sýnir það best ástandið. Þegar svona er í stakk búið er eina ráðið að hafa nógu mikiö úrval af myndefni og endur- nýja nógu oft. Fyrir stuttu fengum við 80 nýja tilta og þar af 30 frá MGM, og eru margar stórmyndir i þeim Breytingárnar eru til mikils bóta fyrir viðskiptavinina. SOLUD RADIAL VETRAR- DEKK b^lillLllLÖf Brekkustígur 37 Njarðvík. Sími 1399. hópi. Allt eru þetta spólur í Beta-kerfinu og munum viö einungis hafa þaö á boð- stólum, enda yfirgnæfandi meirihluti Suðurnesja- manna sem notar það. Þó má geta þess aö viö getum útvegað VHS-eigendum skipti á sambærilegum tækjum, notuðum, óski fólk þess." Þeffa er sem sagt harður bisness? „Já, þaö má segja það, þetta er 7 daga vinnuvika og við erum alltaf sjálfir til staöar, enda þýðir það ekkert annað, maður verð- ur aö leggja sig allan í þetta." Að lokum, strákar, eru svona breytingar á verslun- inni ekki kostnaðarsamar? „Þetta eru mjög kostnað- arsamar framkvæmdir og eru fyrst og fremst aukin þjónusta og þægindi fyrir viðskiptavini okkar. Hvað varðar þá breytingarnar, þá langar okkur aö geta þess, að arkitekt að þessu var Guðmundur Gunnlaugs- son og viljum við koma á framfæri þökkum tii hans og allra þeirra er störfuðu hér við breytingarnar, en það voru: Trésmiðja Ella Jóns, sem sá um innrétt- ingar, Hannes Einarsson og hans menn sáu um upp- setningu og frágang, Skarp- héðinn Skarphéðinsson sá um pípulögn, Dropinn um teppa- og dúkalagnir, auk fleiri sem gerðu þetta mögulegt á svo stuttum tíma, en viö þurftum aðeins að loka í 3 daga til að ganga frá breytingunum, þó við höfum að vísu verið búnir að undirbúa það. Þess má einnig geta, að Guðrún í blómabúðinni sá um allar blómaskreytingar sem prýöa búðina. Sem sagt: Nýtt og betra Studeo". pket. Tveir ölvaðir ökumenn ollu árekstrum Stungu af, en náöust Um næst síðustu helgi stungu 2 ölv. ökumenn af eftir aö hafa valdið árekstr- um, en hafa nú báðir verið handteknir og hafa játaö sök sína, að sögn Johns Hill hjá rannsóknarlögreglunni. ( öðru tilfellinu var ekið á brunahana í Njarövík, en á bíla á Hafnargötunni í hinu tilfellinu. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.