Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 24.11.1983, Qupperneq 8
GAUKSI 8 Fimmtudagur 24. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir kvenfada- versbn. KRÍSTÝ hafnargotu 21 Nýr veitingastaður, „VEITiNGASALIR KK“: „Opnum formlega á 30 ára afmæli Karlakórsins“ - segja eigendurnir, Björn Vífill og Ragnar Örn Eins og fram hefur komið i tveim siðustu tölublöðum mun i næsta mánuði nýr veitingastaður opna i húsi Karlakórsins við Vesturbraut. Þeirsem standa að opn- un þessa staðar eru þeir Björn Vifill Þorleifsson og Ragnar örn Pétursson. Eru þeir félagar báðir kunnir fyrir störf sin við barborðið og hafa hrist ófáan kokteil- inn. Eru þeir nú sem stendur i alþjóðlegri kokteilkeppni i Los.Angeles, ogþóttiþvi tilvalið að fá þá iviðtal áður en þeir héldu til „ell-ei", og spyrja þá nánar út iþetta mál, þ.e. opnun nýs vinveitingastaðar í Keflavik. „Þessi hugmynd, aö opna vínveitingastað í Karlakórshúsinu, kom fyrst upp í mér fyrst fyrir 4 árum síöan,“ segir Björn Vífill. ,,Þá bauöst mér að taka viö neöri hæðinni í því ástandi sem hún var þá. Eins og staðan var þá, var ekki nokkur grundvöllur fyrir mig aö fara út í þaö, þar sem þaö var mjög kostnaðar- samt, og má því segja aö slokknaö hafi á draumnum. ( ágúst sl. hófust síðan við- ræður milli mín og Karla- kórsins af alvöru, þar sem aö vilyrði var komið frá bænum um aö koma til móts viö kórinn um aö klára húsiö. Ragnar örn kom síðan inn ídæmiðmeömérí október sl. Hófust þá við- ræöur okkar við fulltrúa bæjarins um það leyti. Kórinn og bærinn hafa síöan gert meö sér samning eins og komið hefur fram, og mun Keflavíkurbær ganga frá neðri sal hússins tilbúnum undir tréverk, og munum við taka viö honum þannig. Mun þaðveröaein- hvern tíma á næsta ári og gerum viö okkur vonir um aö neöri salurinn veröi opn- aöur ekki seinna en í sept- ber. En eins og málin standa í dag er það ekki al- veg klárt ennþá." Hvenær munið þlð opna efri hæðlna undlr veltinga- rekstur? „1. des. tökum viö form- lega viö salnum og þann 10. des. verður formleg opnun staðarins meö dansleik. Þennan sama dag á Karla- kórinn 30 ára afmæli og má segja aö það hitti skemmti- lega á. Fyrir opnunina mun- um við opna aöalanddyri hússins á neöri hæðinni og eldhúsið sem einnig er á neðri hæöinni. Verður síðan efri hæðin leigö út fyrir veislur og árshátíöir, til funda og annarra mann- fagnaða. Auk þess verða að sjálfsögðu haldnir þarna dansleikir fyrir almenning. Það má alveg koma fram hér, að við höfum rætt við Axel á Glóðinni um sam- vinnu, sem hann tók mjög vel í, enda er slíkt nauðsyn- legt þegar aðeins eru tveir staðir fyrir i Keflavík. Efri hæöin hefur innan- borðs tvo sali, annan 150 manna, sem er aðalsalur, og svo hliöarsalur sem gæti rúmað um 40-50 manns. Mun veröa hægt að leigja Ragnar Örn (t.v.) og Björn Vifill Ráðstefna um sjávarútvegsmál Kl. 13 n.k. laugardag hefst í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík ráðstefna um sjáv- arútvegsmál, sem SUS-fé- lögin í Keflavík, Njarövík og Hafnarfirði standa fyrir. Verða á ráðstefnu þessari teknir fyrir fjórir málaflokk- ar og eru frummælendur fyrir hverjum málaflokki ásamt öðrum aðilum sem flytja álit um sama mála- flokk. 64 umferðar- óhöpp í október Skv. yfirliti umferðarráðs urðu 64 umferðaróhöpp í október hér í sýslunni og skiptast þau þannig, að 35 voru í Keflavík, 14 á Kefla- víkurflugvelli, 3 í Grindavík og 12 annars staðar i sýslunni. Slys uröu í tveimur tilfell- um og voru meiðsli meiri háttar í báöum tilfellum, annað tilfellið var í Keflavík, en hitt utan kaupstaöanna. epj. Frummælandi um op- inber afskipti í sjávarút- vegi er Ólafur G. Einarsson, en álit flytur Vilhjálmur Egilsson. Um sölumál fisk- afurða er frummælandi Guömundur H. Garðars- son, en álit flytur Einar Kristinsson. Gæðamál í sjávarútvegi hefur Jónas Bjarnason sem frummál- anda, en álitiðer flutt afSig- urði Garðarssyni. Skipa- smíðar, þarerfrummælandi Jónas Ketilsson, en Páll Axelsson flytur álit. Er ráðstefna þessi opin öllum þeim sem starfa í sjávarútvegsgreinum. - epj. Úrklippan: Þeir hljóta aö anda léttar hjá Playboy, víst engin verður samkeppnin. IKAUPUM EKKI I KANÍNUR I — segja Suðumesjaverktakar Eins og fram kom í fréttum DV sl. Fjölmargar fyrirspurnir um ■ miövikudag hefur verktakafyrirtæki kaninur hafa borist fyrirtækinu sím- I eittáSuöumesjumihyggjuaöhefja leiöis og starfsmenn þess veriö I kanínurækt i stórumstíl. I framhaldi stöövaöir á götum úti og spuröir I af birtingu kaninu- og verktakafrétt- kanínuspurninga. Hefur allt þetta I ar þessarar haföi forstjóri fyrir- kaninutal haft truflandi áhrif ástarf- ■ tækisins Suöumesjaverktakar sam- semi Suöurnesjaverktaka og skal I band við blaðiö og óskaöi eftir að þaö þvi ítrekaö hér aö fyrirtækiö hef- I komaþviá framfæri aöhér væri ekki ur aldrei og ætlar aldrei aö kaupa I um að ræöa fyrirtæki hans, Suöur- kanínur. nesjaverktaka. -EIR I

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.