Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 9
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 24. nóvember 1983 Björn Vifill Þorleifsson (t.v.) og Ragnar örn Pétursson, iaðalsalefri hæðarKarlakórshúss- ins, sem þeir munu opna 10. des. n.k. þá út saman eða í sitt hvoru lagi, þar sem mjög auðvelt er aö aöskilja þá. Veröur hægt að leigja salina út þá daga sem kórinn er ekki meö til sinna nota. Eldhúsið verður tekið í notkun í des- ember og við munum selja út mat í veislur þann mán- uð, en í janúar verður eld- húsið svo komið í fullan gang. í húsinu verður ekki um opna matsölu að ræða eins og á Glóðinni, heldur einungis til mannfagnaða og slíks." Hvernig verður rekstri á neðri hæðinni háttað? „Hún mun að mestu leyti verða opin um helgar. Höf- um viö hug á því aö bjóöa upp á eitthvað nýtt þegar hann verður opnaöur, s.s. rokk-kvöld, kabarett-kvöld og ýmislegt fleira. Lifandi músík verður allsráðandi en auk þess verður hægt að hafa eitthvað annað á efri hæðinni á sama tíma, hvort heldur gömlu dansana eöa diskótek. Hægt verður að hafa opið í gegn eða lokað. Staður og stund mun þó fyrst og fremst ráða í þessu, þ.e. hvernig skipulagi verður háttað, en margir möguleikar eru fyrir hendi í húsinu. Neðri hæðin mun taka 350 manns í sæti, en með renneríi verður þetta 800-1000 manna salur." Hvað mun svo staöurlnn helta? „Hlutafélagið þar sem við erum aðalhluthafar, heitir Veisla hf., en nafnið á efri hæðinni verður „Veitinga- salir KK". Nafn á neðri hæð- ina hefur ekki veríð ákveðið ennþá, sem mun verða hið eiginlega nafn hússins, en allar abendingar og hug- myndir frá fólki eru vel þegnar í því sambandi." Að lokum, gerið þið ykkur vonir um að Suðurnesja- menn munl minnka ferðir sinar til borgarinnar með til- komu staðarins? „Fólk mun nú geta hætt að hugsa um Reykjavík, þar sem tveir vínveitingastaðir munu nú verða fyrir í Kefla- vík. Því gerum við okkur vonir um að Reykjavíkurráp muni minnka og að Suður- nesjamenn muni fara að sækja sína eigin staöi," sögðu þeir Björn Vífill og Ragnar örn að lokum. pket. Jólabasar í Garðinum Hinn árlegi jólabasar Kvenfólagsins Gefn i Garói, veróur haldinn i Dagheimilinu þar n.k. laugardag kl. 14. Margt góöra muna verða þarna á kjaraveröi, s.s. barnaföt, dúkku- föt og ýmsar jólavórur, og að sjálfsógðu kökur, en ágóðinn rennur til liknarmála. Ættu velunnarar fólagsins og aðrir Suðurnesjamenn að lita við og sjá hvort ekki megi fá þarna eitthvað, en konurnar ifélaginu hafa sjálfar unnið alla mun- ina og bakað kökurnar, og hefur vinna viö munina staðið frá siðustu jólum. - epj. ffi@n * A2 )Ö Húsgagna- og Vatnsnesvegi 12 - Keflavfk - Simi 3377 gólfteppasýning sunnudaginn 27. nóvember kl 14-18 Við sýnum m.a. nýju línuna í Happy-húsgögn- um, eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, parket og húsgögn í allar vistarverur. Sjón er sögu ríkari. - Verið velkomin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.