Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 24. nóvember 1983 VIKUR-fréttir Skákáhugamenn Aðalfundur Skákfélags Keflavíkur verður haldinn i kvöld, fimmtudagskvöld 24. nóv., kl. 20.30 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin Litla leikfélagið, Garði: SPANSKFLUGAN Heimsókn Farið verður í heimsókn í boði Foreldrafé- lags blindra og sjónskertra í Blindraheim- ilið að Hamrahlíð 17, Reykjavík, laugardag- inn 3. desember n.k. kl. 2. Farið verður með rútu, ef næg þátttaka fæst. Félagsmenn tilkynni þátttöku fyrir 1. des. n.k. Stjórnin Það var mikið hlegið í Samkomuhúsinu í Garði á föstudagskvöldið, þegar Litla leikfélagið frumsýndi gamanleikritiö Spanskflug- una, eftir Arnold & Bach. Spanskflugan er ekta farsi, sem gerist á heimili Klinke, sinnepsverksmiðjueiganda í kringum 1930 í Þýska- landi. Þarna koma fram ýmsar skrítnar og skemmti- legar persónur, rómantíkin blómstrar, gamlar syndir koma upp á yfirborðið eftir langan tíma, og úr þessu verður einn meiri háttar misskilningur. Þegar Spanskflugan var sett á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir um það bil tíu árum síðan, var bætt inn í leikritið ýmsum söngvum frá þeim tíma sem leikritið gerist á, og gerði Böðvar Guðmundsson texta við lögin. Það verður að segj- ast eins og er, að mikið bætir það leikritið og lyftir honum upp. Það var nú annað sem Litla leikfélagiö fékk frá Leikfélagi Reykjavíkur, nefnilega leikstjórann, Guðrúnu Ásmundsdóttur. Guörún hefur með þessari frábæru uppsetningu unnið stórvirki, líf og fjör er svo mikið á litla sviðinu í Garð- inum, svo mikiö að manni finnst það bara stækka um helming. Keyrsla og kraftur með hreinasamvisku. Bragi gerði þessum karakter ein- staklega skemmtileg skil. Ingimundur Magnússon lék Hinrik hægláta. Þetta er kannski erfiðasta hlutverk- ið í leiknum. Ingimundur lét þaö ekki á sig fá og skilaoi því af sér af einstakri snilld. Unnsteinn Kristinsson lék hinn sjálfumglaða Gerlach málflutningsmann og skil- aði því vel frá sér að vanda, - fjölhæfur leikari. Sigur- björg Ragnarsdóttir lék vinnukonunaáheimilinuog skilaði litlu hlutverki vel bæði í leik og söng. Hólm- berg Magnússon og Ragn- heiöur Guömundsdóttir léku Meisel-hjónin og gerðu litlum hlutverkum en merkilegum góð skil. Sigur- óli Geirsson lék viö hvern sinn fingur á píanó og stjórnaði söng af mikilli reisn, og verður hans tillag Áður Sól Saloon SÓLBAÐSSTOFA Háteig 13 - Keflavfk Vorum að fá sterku perurnar. Opið frá: mánud. - föstud. 7-23 laugardaga ___ 10-20 sunnudaga .....13-20 Sími 3680 Eftir AUGLYSINGASIMINN ER 1717 Okkar sérgrein er - teppin þín Nú bjóðum við upp á nýjar mjög öflugar vélar sem við leigjum út. Þú getur hreinsað tepp- in, sófasettið, bílinn o.fl. Eftir sem áður hreinsum við teppin með okkar rómaða árangri. TEPPAHREINSUN SUÐURNESJA SiMI 3952 leikaranna er það mikil að undrun sætir. Já, hún Guðrún kann greinilega sitt fag sem leikstjóri, það sannar hún ennþá einu sinni hér. Leikendurnir eru okkur flestir kunnir, því þeir hafa allir leikið meira og minna hjá Litla leikfélaginu. Þetta er allt fólk, sem kann að vinna saman, fólk sem verið hefur kjölfestan hjá L.L. í gegnum árin. Sigfús Dýr- fjörð leikur herra Klinke og er í einu oröi sagt frábær, svo lýtalaus og skemmtileg persónusköpun hefur ekki sést hér suður frá lengi. Kol- brún Sigur&ardóttir leikur konu hans, Emmu, formann siðgæöisfélagsins, og kemur henni vel til skila. Dóttur þeirra, Paulu, og vin- konu hennar, Wallý, dóttur Burvíg þingmanns, leíka Guðriður Guðjónsdóttlr og Guðríður Júlfusdóttir, og náðu vel að sýna þann ung- meyjagalsa sem fylgir stúlk- um á þessum aldri. Gaman þótti mér að heyra þær syngja saman. Gömlu mennirnir Jóhann Jóns- son og Ólafur Sigurðsson léku þá Tidmayer og Burvig þingmann. Þeir voru skemmtilegar týpur og sýndufram áaðekkierleik- listin bara fyrir ungdóminn. Bragi Einarsson lék herra Wimmer, siðgæðisfulltrú- ann, sem er nú ekki alveg sjálfsagt lengi í minnum haft í Garðinum. Þá má að lokum geta þess að vel er til vandað, bæði í sviðsmynd og búningum. Það var sko virkilega gaman í Garðínum á föstu- dagskvöldið, húsiðvarþétt- setið og leikendum og leik- stjóra klappað lof í lófa, oft hafa þær verið góðar leik- sýningarnar í Garðinum, en þessi er ein af þeim betri sem sést hafa. Þetta eru stór orð, en hvernig væri að skella sér í Garðinn og sannfærast? Þú getur alla vega hlegið í leiðinni. Ein- hvers staðar stendur að hláturinn lengi lífið, lengdu þitt og farðu að sjá Spansk- fluguna. Takk fyrir góða sýningu, Litla leikfélagið. ^ .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.