Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. nóvember 1983 13 Slæmur að- búnaður vagnstjóraSBK „Vegna ítrekaðra kvart- ana vagnstjóra SBK á aðbúnaði þeirra á Bifreiða- stöð íslands (Umferðarmið- stöðinni, Reykjavík), krefst stjórn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur", að því er fram kemur í fundargerð stjórn- arinnar, ,,að aðbúnaður verði bættur í samræmi við það sem lög um vinnuvernd og hollustuhætti á vinnu- stöðum segjatil um." - epj. 28. ÁRSÞING ÍBK Framh. af forsföu mynda um 500 þús. króna tekjuafgangi, sem þó fer að miklu leyti upp í skuld frá fyrra ári. Tilnefning aðildarfélaga í bandalaginu í ráð ku ekki vera lokið, en þó er vitað að stjórn knattspyrnuráðs er fædd, en þar eru Kristján Ingi Helgason formaður, en með honum í stjórn eru þeir Ólafur Júlíusson, Karl Her- mannsson, Þórir Sigfússon og Eiríkur Hjartarson. Aðildarfélög í (þrótta- bandalagi Keflavíkur eru nú 4, Badmintonfélagið, (þróttafélag Keflavíkur ((K), KFK og UMFK, og samtals er meðlimafjöldi í ÍBK 2320. Er það um 40% allra bæjar- búa í Keflavík. - pket. BRAUÐIN HJÁ RAGGA Framh. af baksíöu að aka þessari skreið að mestu til Hafnarfjarðar, en meö sameiginlegu átaki tókst að fá þvíframgengtað Njarövíkurhöfn var notuð fyrir þá skreið sem hér var, en ekki Hafnarfjarðarhöfn. Þá verður Landshafnar- stjórn að gera allt sem hún getur til að fá fjármagn og Ijúka framkvæmdum við Njarðvíkurhöfn. Ef það tekst ekki ættu bæjaryfir- völd að skerast í málið, m.a. með því að flýta því að þau yfirtaki hafnirnar og Lands- höfnin verði þar með lögð niður sem slík, því aðstöðu- leysi farskipa gæti varla versnað frá því sem nú er. __________________epj. HAFNARFJARÐARHÖFN Framh. af forsíöu til landsins um leið, til að leysa þetta mál. Ætti þetta að vera komið á hreint þegar blaðið kemur út á fimmtudaginn (í dag) og „eðlileg" brauð þá komin í umferð. Um leið og ég vil þakka þeim fjölmörgu við- skiptavinum mínum sem hringdu og létu vita að fram- leiðslan væri ekki í lagi, vil ég biðja þá um að dæma ekki framleiðslu okkar al- mennt vegna þessa óhapps. Til að koma til móts við viðskiptavini mína hef ég því ákveðið að öll Rista- brauð verða seld á hálfvirði n.k. mánudag, 28. nóvem- ber," sagði Ragnar að lok- um. - pket. „Alveg glatað" Fyrir síðustu helgi setti Vegageröin upp akreina- merkingar við öll helstu gatnamót er mæta Reykja- nesbraut þar sem hún ligg- ur um Njarðvík. Merkingar þessar eru ekki málaðar í yfirborð gatnanna heldur eru settar upp þunglama- legir stöplar meö akreina- merkjum á. Eitthvað virðast þeir aöil- ar sem settu viðkomandi merkingar upp, ekki hafa gert sér grein fyrir þeim vandkvæðum sem þeir sköpuðu með þessu, þvi á sumum gatnamótunum s.s. þar sem Sjávargata og Bola- fótur tengjast Reykjanes- braut, þurfa oft þunga- vinnutæki s.s. „trailerar", aö aka um, en nú er það úti- lokað, eöa eins og einn þungavinnuvélastjórinn orðaöi þaö, „alveg glataö að aka þarna um", og því þurfa þeir að nota Borgar- veginn i staðinn og aka þar með um íbúðahverfi í stað þess að áöur notuðu þeir Sjávargötuna eöa Bolafót- inn. - epj. S" .jfJm^^oM \ • / I 1 ^íStuS^^. 1 .....——jz^m&^* BB^v. • .^1.- ¦j&s(r ¦ ¦r ' ^t Hór orðið of þröngt fyrir þungavinnutæki og þvi veróa þau að aka i staðinn um Borgarveg, sem varla þolir þunga umferö. TENGILL - upplýsingarit Grunnskóla Njarðvíkur 10. nóvember sl. var for- eldradagur hjá Grunnskóla Njarðvíkur, og að sögn Gylfa Guðmundssonar skólastjóra, var dagurinn mjög vel sóttur. Á þessum degi var ýtt úr vör nýju blaði sem nefnist Tengill og á eins og nafniö bendir til að vera tengiliður milli heimila og skólans. í fyrsta tölublaði er skýrt frá ýmsu úr starfsemi skól- ans, t.d. hverjir séu helsta starfsfólk hans, hverjir hafa umsjón meö bekkjum, um fjölda nemenda í hverjum bekk, um prófdaga, félags- líf og ýmsa þá þjónustu sem skólinn veitir o.fl., sem for- ráðamenn barna þurfa að vita varðandi starf Grunn- skóla Njarðvíkur. - epj. Nýir munir í Ytri- Njarðvíkurkirkju Við guösþjónustu í Ytri- Njarðvíkurkirkju á sunnu- daginn kemur, Lsunnudag i aðventu, verður tekið í notkun nýtt altari, altaris- munir og nýr skírnarfontur, og steindur gluggi sem er yfir altarinu. Glugginn, sem er hann- aður af Leifi Breiðfjörö, glerlistarmanní, en unninn í Þýskalandi, er samsettur úr sjö rúðum sem tákna sköp- un heimsins. Systrafélag kirkjunnar gefur gluggann, en Ingvi Þorgeirsson og fjölskylda gefa skírnarfont- inn. Hann er unninn eins og altarið úr íslensku blágrýti hjá Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar i Kópavogi, eftir teikningum arkitekta kirkjunnar, Ormars Þórs Guðmundssonar og örn- ólfs Hall. Þá hefur Leifur Breiðfjörð einnig hannað altarismuni, steinkross, kertastjaka og blómavasa úr sama efni. Endurhæfing hjá Þroskahjálp I f rásögn í síöasta blaði af rausnarlegu boði Tomma- borgara, Fitjum, til handa þroskaheftum, kom ekki nægjanlega skýrt fram, aö boð þetta var fyrir þau börn sem eru í endurhæfingu í húsi Þroskahjálpar á Suö- urnesjum við Suðurvelli í Keflavík, og voru því hér á ferðinni 13 börn þaðan ásamt starfsliði ÞS og nokkrum mæðrum. - epj. Af þessu tilefni mun kirkjukórinn flytja kantöt- una „Jesu meine Freude" eftir barokktónskáldið Dietrich Buxtehude. Flytj- endur auk kórs Ytri-Njarð- víkurkirkju eru fiðluleikar- arnir Kristín Th. Gunnars- dóttir og Kjartan Már Kjart- ansson, Gesine Grund- mann, sellóleikari, Gróa Hreinsdóttir sem leikur á orgel kirkjunnar, og ein- söngvararnir Ragnheiður Guðmundsdóttir og Steinn Erlingsson. Stjórnandi kór- verksins og organisti kirkj- unnar er Helgi Bragason. Eftir messuna, sem hefst kl. 14, verður kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Stapanum, en frjáls fram- lög til kirkjunnar eru vel þegin. Sóknarprestur er sr. Þor- valdur Karl Helgason. Barnakór stofnaður í Njarðvík í október sl. var stofnað- ur kór við Grunnskóla Njarðvíkur. Reyndar eru kórar þessir tveir, þ.e. kór fyrir yngir nemendur og svo annar fyrir hina eldri. Kór- stjóri er Helgi Bragason. Hefur kórinn hlotið nafn- ið Barnakór Grunnskóla Njarðvíkur og hefur þegar komið fram opinberlega. Var það viö guðsþjónustu í Innri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 6. nóv. sl. epj. Myndval gefur Sjúkrahúsinu Sl. þriðjudag varSjúkrahúsi Keflavikurlæknishéraðs færð gjöf frá myndbandaleigunni Myndval, en það eru fri afnot af 100 myndböndum. Verðmæti gjafar- innar er 8000 kr. Á myndinni er Eyjólfur Sverrisson að afhenda Ernu Bergmann, sem tók við gjófinni fyrir hönd Sjúkrahússins, fyrstu myndina af 100, en með þeim á myndinni er Hermann Ólason. - pket. PAROU fr-r^v/^vnirv i m ÖS? Nú hafa |suðurnesjabúar sína eigin Arnarflugsskrifstofu Nú geta allir feröalangar á j^ Suðurnesjum sparaö sér sporin og fengið ferða- upplýsingar og flugþjónustu á eigin skrifstofu á Keflavík- urflugvelli. Þar Pókum við flugfarseðla til allra heims- horna með ótal flugfél- ögum, seljum pakkaferðir Arnarflugs á hagstæðu heildarverði, og önnumst alla aðra almenna fyrir- greiðslu. Við erum Corda- lH tengd við umheiminn og ™ tryggjum þannig fyrsta «<§=. flokks þjónustu á auga- þragði. H? Amsterdam Verö frá kr. 10.908. Kanaríeyjar Verö frá kr. 22.572. -J«SJ^> Flugfélag með ferskan blæ ^ARNARFLUG IwL Flugstöðinni ¦ herbergi 21, slmi 92-2700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.