Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. nóvember 1983 15 Ný danshljómsveit á Suðurnesjum: „Miðlum músík og fjöri" - segja „MIÐLARNIR" Ný hljómsveit hefur litiö dagsins Ijós i Keflavik. Hljómsveitin MIÐLARNIR. Þetta hefði kannski ekki þótt stórvióburður fyrir 15-20 árum siðan, þegar hljómsveitir spruttu upp eins og gorkúlur á timum bítla og bítlahárs. Nei, nú eru breyttir timar og undan- farin ár hafa hljómsveitir átt frekar erfitt uppdráttar og i' bitlabænum Keflavik eru i dag aðeins starfandi 2-3 ,,grúbbur" sem vitað er um. Kannski er þetta að breytast, fólk vill mikið til orðið lifandi músik, ekki alltaf þetta ,,diskóvæl", eins og sagt er. Nú, svo ég komi mér að efninu þá fæddist ný hljómsveit hér í Keflavík fyrir ca. 2 mánuðum siöan. Blaðamaður tók sig til og heimsótti þetta nýja afkvæmi á balli iStapa nýlega, og ræddi við meðlimi hennar. ,,Viö miðlum músík og fjöri af þeirri reynslu sem við höfum aflað okkur í gegnum árin," sögðu þeir félagar í kór. Jæja (blaöamaður hissa, en segir siðan): Jú, ég kannast nú viö 3 ykkar? „Viö erum 3 hérna sem lékum síðast í hljómsveit- inni Astral fyrir um þremur árum síðan," sagir Guð- brandur Einarsson, hljóm- borösleikari. ,,Það er ég, Guðmundur Hermannsson raddþeytari, og Sveinn Björgvinsson gítarleikari. Bubbi ,,miðill" einbeittur á svip Trymbillinn, Davíð Karls- son, lék síðast i Start, og bassaleikarinn, Kjartan Baldursson, hefur mest verið í árshátíðarbisness á Seltjarnarnesinu," segir hann. Rótari, er enginn Kiddi rótari eöa svoleiöis? ,,Nei, enginn svoleiðis, við sjáum um þá hliö allir saman." Hver eru tildrög hljóm- sveitarinnar? „Hér á Suðurnesjum hafa hljómsveitir af höfuðborg- arsvæðinu verið nánastalls ráðandi, og því vildum við nýta krafta okkar og skella okkur út í þetta á ný." Hvernig hafa móttökurn- ar svo verið? „Þær hafa verið mjög góðar það sem af er." Hvers konar músik flytjiö þið? „Þetta er eiginlega fjór- skipt hjá okkur, popp, gömlu dansarnir, standard- ar (Rabbabara-Rúna og fleiri slík lög), og auk þess dinner-músík. Við reynum fyrst og fremst aö gera öll- um til hæfis." Hvenær stofnuðuð þió grúbbuna? ,,Fyrir 2 mánuðum, höfum ekki nákvæmlega daginn, en fyrsta balliðokk- ar var á afmælisdaginn hans Bubba (Guðbrands), 29. október sl." Hvað æfið þið oft og hvað leikið þið oft, er þetta aðal- starf ykkar? „Við erum „semi-pros", sem þýöir aö viö leikum að- allega um helgar. Æfingar fara fram hér í Stapanum 1-2var í viku og auk þess ,,Miðlarnir" á sviði geymum við öll okkar hljóö- færi hér og viljum koma á framfæri þakklæti til Torfa hér i Stapanum, hann hefur verið okkur sérstaklega vel- viljaður." Danshljómsveit, segið þið, af hverju? „Það er stærri markaöur en almenningsdansleikja- markaðurinn, og þviákváð- um við að setja frekar stefn- una á það." Hvernig er að skemmta Suðurnesjamönnum? „Það er alveg prýðilegt. Blönduðu hóparnir eru erf- iðastir, þ.e. hvað varðar mikinn aldursmun á fólkinu, þá verður að spila allt frá poppi niður í gömlu dansana, stilla hátt og stilla lágt. Eldra fólkiö vill hafa lægra og tala meira, en yngra fólkið öfugt. Þetta hefur gengið mjög vel það sem af er og fólk yfirleitt verið ánægt, og við vonum að svo verði áfram." Eitthvað að lokum? „Já, umboðssímiokkarer hjá Bubba i sima 3675." „Strákar, fólkið er farið að ókyrrast, eruð þið ekki að koma?" sagði dyravörð- urinn, sem kom inn úr dyr- unum. Pásan var stutt þvi fólkið vildi meira fjör og þvi er þessu viðtali lokið. - pket. 'j kVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV" > rA 'A \ á í I I r 4 ¦2..VVW RAFBÚÐ: Heimilstæki Allt til raflagna Ljós og Ijóskastarar Rafhlutir í bíla SKIL-handverkfæri RAFVERKSTÆÐI: Nýlagnir Viðgerðir Teikningar Bílarafmagn VersllO vl6 fagmannlnn. Þar er þjónustan. R.Ó. Hafnargötu 44 - Keflavik Sfmi 3337 ..VVVVVVVVVVVVVVVVVVVV<^ <ít-ifrrff''',l^l['' .............. --------3 i rH^æi fo -..-. •1-4 r,-**' ^J*'•-.» jp*> ¦-:' *í> '¦+'*.' 1r"^'~>\ '¦A' . 'Pl. !'¦* "¦¦ Jfcr'^J-if';1,"ii-il ¦;P: M» ~2J - i YL'TZl ¦&.,;.i4 KEFLVÍKINGAR SUÐURNESJAMENN Höfum fengið til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir i þessu glæsilega sambýlishúsi við Heiðarholt í Keflavík. íbúðunum verður skilað tilbúnum undir tréverk, öll sameign fullfrágengin og húsið málað að utan. Einnig verður gengið frá lóð og bíla- stæðum. Beðið verðureftir Húsnæðismálastjórnarláni.- Upp- lýsingar um söluverð og greiðsluskilmála verða gefnar upp á skrifstofunni að Hafnargötu 27, Keflavík. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.