Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Page 17

Víkurfréttir - 24.11.1983, Page 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. nóvember 1983 17 Reyklaus Sunnudaginn 4. desem- ber hefst 5 daga námskeið til að hætta að reykja. Nám- skeiðið byrjar kl. 20á hverju kvöldi og stendur yfir í 5 daga samfleytt. Það eru Sjöunda dags aðventistar og Krabbameinsvörn Kefla- víkur og nágrennis sem standa að þessu námskeiði, en leiðbeinendur eru Jón Hjörl. Jónsson, Arnbjörn Ólafsson, Jón A. Jóhanns- son og Björn Guðmunds- son. Fer námskeiðið fram í Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Slíkt námskeið hefur ekki verið haldið hér á Suður- nesjum síðan í okt. 1979og hafa margir reykingamenn óskað eftir þessari aðstoð. Flestir reykingamenn hafa reynt að hætta ein- hvern tíma, en hafa svipaða reynslu og Mark Twain er sagði: ,,Það er létt að hætta að reykja - ég er búinn að gera það þúsund sinnum." Erfiöara er að byrja aldrei aftur. En tilgangur 5 daga námskeiðsins er einmitt að hjálpa fólki til að hætta al- veg að reykja, og eru þar bæði læknir og prestur með leiðbeiningar, fræðslu og uppörvun. Einnig er mjög mikinn styrk að fá frá hópn- um sem sækir námskeiðið, þau eru jú öll að glíma við sama vandamálið. Rétt notkun viljans er einn mikilvægasti liðurinn í alhliða árás á reykingavan- ann, en eftir fimm daga er maður kominn yfir það versta, líkamlega og sálar- lega séð, og nýjar reyklaus- ar venjur hafa verið mynd- aðar. Það er visindalega sannað, að hættan á mynd- un lungnakrabbameins minnkar þegar í stað, ef Flaðraði upp um formanninn f lok skýrslu fráfarandi formanns SSS, Leifs A. ísakssonar, á aðalfundi sambandsins í Vogum i lok síðasta mánaðar, ræddi hann aðeins um hundamál- in og til skýringar flutti hann fundarmönnum þessa vísu: Heyrist varla hundgá lengur hér á Suðurnesjum. Hart var barist, brast ei strengur breytt var lagapésum. Eftir skýrsluna og um- ræður um hana var gefið kaffihlé og gengu fundar- menn þá yfir i Glaðheima. Þegar þeir voru á leið á fundarstað aftur bar svo við að hundur varð á vegi fund- armanna og að sjálfsögðu tók hann stefnu á Leif og flaðraði upp um hann. Af því tilefni flutti Hjörtur Þór- arinsson frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurlandi eftirfarandi vísu: Fullyrðing brostin fram kom nú reiði formaður samt alls gáður. Hundurinn kom hér og heilsaði Leifi „Hefuröu séð mig hér áður?" epj. jól menn hætta reykingum. Þeir sem lengi hafa reykt hafa nú enga afsökun leng- ur fyrir því, að halda áfram. Ýmsir hafa notað þau rök, að þeir hafi reykt svo lengi, að of seint sé að hætta því, - en þessi rök, ef rök skyldi kalla, eru nú fallin um sjálf sig. Nú hafa vísindamenn sýnt fram á, að ef reykinga- menn bætaráðsittog hætta sígarettureykingum, þá minnka líkurnar jafnt og þétt á því að þeir verði lungnakrabbameini að bráð. Svo nú er gullið tæki- færi til að hætta og halda reyklaus jól, með því að sækja þetta 5 daga námskeiö. Þetta eru ein- ungis 5 dagar og er tíman- um miklu betur varið þar en rúmliggjandi síðar meir á einhverjum spítalanum. Innritun er í síma 1705 á skrifstofutíma og í sima 1232 kl. 19-22. En dragið ekki innritun, því þátttaka er takmörkuð og hver veit hvenær annað svona tæki- færi býðst. Þröstur Steinþórsson safnaðarformaður llla farið með gott hús Kona, sem ólst upp ihúsinu Tjarnargötu 16, óskaói eftirþvi að þeir sem eigi húsió, þ.e. Keflavíkurbær, sjái til þess að það verði ekki lengur þyrnir iaugum þeirra sem fram hjá þvi eiga leið. Búið er að brjóta allar rúður i þvi og er húsið þvi ömurlegt ásýndum, þó það hafi á sinum tima skilað velsinu ætlunarverki. - epj. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 1. DESEMBER Póst- og símamálastofn- unin í Keflavík auglýsir Þeir sem hafa pantað nýjan síma í Keflavík og Njarðvík, verða að staðfesta umsóknir sínar. Einnig þeir sem óska eftir breytingu í símaskrá veröa að vera búnir að því fyrir 1/12 1983, svo að ný nöfn og allar breyt- ingar komist inn í símaskrá 1984. Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast til almennra skrif- stofustarfa hálfan daginn á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps. Skriflegar upplýsingar er tilgreini mennt- un, aldur og fyrri störf, sendist undirrituð- um fyrir 15. desember n.k. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps Við sýnum fjölbreytt úrval af VIÐARKLÆÐNINGUM og INNIHURÐUM í sýningarsal okkar að Iðavöllum 6, Keflavík. - VERIÐ VELKOMIN. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar Iðavöllum 6 - Keflavík - Sími 3320

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.