Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 18
SPARISJÓÐURINN Keflavík Sími2800 NJarövík Síml 3800 Garöl Sími 7100 Böðvarssyni skólameistara. önnur stórgjöf til skól- ans hefur verið boðuð, en það er stýritölva, sem Raf- magnsverktakar hyggjast gefa skólanum og mun það koma sér afar vel á rafiðna- braut skólans. Sú braut er í mestum og örustum vexti í skólanum, en sl. haust var tekið í notkun 200 ferm. hús við Iðavelli, sem er sérstak- lega ætlað fyrir rafiðna- braut. Húsið er í eigu Raf- magnsverktaka en var áður vörulager Dropans. ( því er hægt að starfrækjaeinsfull- komna rafiðnadeild og krafist er, og aðstaða því öll mjög góð. Eins og áður kemur fram verður kennslutækiö í kæli- tækni aðallega notað í kennslu á vélstjórnarbraut en auk þess getur það komið fleirum að gagni, t.d. vélgæslumönnum í frysti- húsum. Það er ætlun skól- ans að efna til almennra námskeiða á komandi vor- önn og gefst þá gott tæki- færi fyrir starfsmenn í frysti- húsum hér á Suðurnesjum að auka kunnáttu sína í fag- inu. - pket. Spurningin: Ertu hlynnt(ur) fleiri vínveitinga- stööum á Suðurnesjum? Skúli Björnsson: „Já, ég er mjög hlynntur því." „Öll ristabrauð verða seld á hálfvirði ,íí á mánudag' - segir Ragnar Eðvaldsson í Ragnarsbakaríi ,,Ég vil biðja Suðurnesja- menn um að sýna mér þol- inmæði, þar sem brauðin frá okkur hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. Mál þetta skýrist í þessari viku þannig að „eðlileg" brauð verða komin frá mér á markaðinn í næstu viku." Svo mælir einn kunnasti brauðaframleiðandi á land- inu, Ragnar Eðvaldsson í Ragnarsbakaríi, í samtali við blaðið á miðvikudag í síðustu viku. „Það hefur verið kapps- mál mitt að framleiða góð brauð og mun verða áfram. Aftur á móti kom það óhapp fyrir, að vigtarinn, mjög við- kvæmur hlutur í vélasam- stæðunni, brotnaði á sama Netabátar í kallfæri Frekar óvanalega sjón hefur mátt sjá hér utan við Keflavík síðustu daga. Hefur mikill fjöldi netabáta verið að veiðum hér upp í landsteinum stutt út af Vatnsnesi og inn undir Vogastapa og jafnvel með allri strandlengjunni inn aö Kúagerði. Virðist svo sem bátarvíða að hafi komið hingað á svæðið þegar fréttir bárust af góðum ýsuafla tvo daga í röð fyrir stúttu. Hafa bátar því svo til verið í kallfæri úr landi og um alla bugtina og út í Garðsjó. Hafa bátar t.d. frá Grindavik, Þorlákshöfn og Eyrarbakka verið þarna að veiðum og lagt upp afl- ann í Keflavík, sem síðan hefur verið ekið með bílum til viðkomandi útgerðar- staða. Þó mikill fjöldi báta hafi verið þarna að veiðum, hafa aflabrögðin verið frekar uþþ og ofan, eða suma daga frá 9 tonnum og niður i það, eins og einn sjómaður- inn sagði, að bera mætti aflann heim i plastpokum. Þó skar einn bátur sig úr og fékk um 80 tonn á hálfum mánuði, var það Stafnes KE. Happasæll var næstur með 45 tonn og nokkrir með 20-40 tonn, en meiri hlut- inn aðeins nokkur tonn. Meirihluti af þeim afla sem fæst er ýsa, og eitthvað hefur einnig verið af þorski í aflanum. - epj. Keflavíkurverktakar gáfu Fjöl- brautaskólanum kennslutæki Fjólbrautaskóla Suður- nesja barst nú nýverið mikil gjöf, en það er „ennslutæki í kælitækni að verðmæti kr. 320.000. Gefendur eru Keflavíkurverktakar. Tæki þetta er hið full- komnasta sinnar tegundar sem til er í skólum landsins, en það mun verða notað við kennslu á vélstjórnarbraut. Framkvæmdastjóri Kefla- vikurverktaka, Ingvar Jó- hannsson, afhenti skólan- um gjöfina og á meðfylgj- andi mynd má sjá Ingvar ásamt fulltrúum skólans, þeim Gunnari Sveinssyni formanni skólanefndar, Ingólfi Halldórssyni aðstoð- arskólameistara, og Jóni Ingvar Jóhannsson, Gunnar Sveinsson, Ingóllur Halldórsson og Jón Böövarsson standa þarna til hliðar viö hið nýja tæki sem Keflavikurverktakar gáfu skólanum. Sænski brauöasérfræöingurinn skoöar brauöin, Ragnari og Sigurjóni. ásamt þeim Fjögur nýsmíðaverk- efni í gangi Nú eru í smíðum 4 ný fiskiskip hér á Suðurnesj- um. ( síðasta tölublaöi var sagt frá tveimur þeirra, sem Hörður hf. er með. Þar var um að ræða 20 metra stál- skip sem er smiðað frá arunni fyrir Þorstein hf. á ísafirði, og lítinn álbát um 7 metra langan. Nú á næstunni mun verða hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöð Njarðvík- ur 290 lesta stálskipi fyrir Einar Guðfinnsson hf. í Bol- ungarvík, en skrokkur þess skips var smíðaður í Noregi og kom til landsins í janúar sl., en samastöðhefureinn- ig verið með 9 metra bát úr trefjaplasti í smíðum. Þá eru a.m.k. 4 fiskiskip í umtalsverðum endurbótum. Við bryggju í Njarðvík er Hörður hf. að vinna við Þór- kötlu II eins og fram kom í síðasta blaði. Við bryggju í Sandgerði standa yfir miklar endurbætur á Víði II. inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíkur er verið að end- urbyggja Jón Ágúst, og loks er unnið að yfirbygg- ingu o.fl. á Jóni á Hofi ÁR, hjá Skipasmíðastöð Njarð- víkur. - epj. Ingunn Yngvadóttir: „Já, ég er það." Július Árnason: „Séu þeir í hófi, er ég ekkert á móti þvi". Eirlkur Hjartarson: „Vínveitingahús? Það er aldrei of mikið af þeim". tíma og ég var að taka i notkun nýtt hveiti. Ég fékk nýjan vigtara undir eins og hélt framleiðslu síðan áfram með nýju hveiti. Síðan þá hafa brauðin ekki verið eins og venjulega, þau urðu gul- ari, grófari og aðeins lægri. Þegar þetta uppgötvaðist fékk ég til mín sænskan brauðasérfræðing sem kom vimn Fimmtudagur 24. nóvember 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.