Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 24.11.1983, Blaðsíða 18
Vll'XMinUii Fimmtudagur 24. nóvember 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. p m G 1 SALAT | ¦ hm ¦ SPARISJOÐURINN Keflavík Sími 2800 Njarövík Sími 3800 Garöl Sími 7ioo Keflavíkurverktakar gáfu Fjöl- brautaskölanum kennslutæki Fjölbrautaskóla Suöur- nesja barst nú nýveriö mikil gjöf, en það er ,>ennslutæki í kælitækni aö verðmæti kr. 320.000. Gefendur eru Keflavíkurverktakar. Tæki þetta er hið full- komnasta sinnar tegundar sem til er í skólum landsins, en það mun veröa notaðvið kennslu á vélstjórnarbraut. Framkvæmdastjóri Kefla- vikurverktaka, Ingvar Jó- hannsson, afhenti skólan- um gjöfina og á meðfylgj- andi mynd má sjá Ingvar ásamt fulltrúum skólans, þeim Gunnari Sveinssyni formanni skólanefndar, Ingólfi Halldórssyniaðstoð- arskólameistara, og Jóni Ingvar Jóhannsson, Gunnar Sveinsson, Ingólfur Halldórsson og Jón Böðvarsson standa þarna til hliðar við hið nýja tæki sem Keflavíkurverktakar gáfu skólanum. Böövarssyni skólameistara. önnur stórgjöf til skól- ans hefur verið boðuð, en það er stýritölva, sem Raf- magnsverktakar hyggjast gefa skólanum og mun það koma sér afar vel á rafiðna- braut skólans. Sú braut er í mestum og örustum vexti í skólanum, en sl. haust var tekið í notkun 200 ferm. hús við Iðavelli, sem er sérstak- lega ætlað fyrir rafiðna- braut. Húsið er í eigu Raf- magnsverktaka en var áður vörulager Dropans. í því er hægt að starf rækja eins f ull- komna rafiðnadeild og krafist er, og aðstaða því öll mjög góð. Eins og áður kemur fram verður kennslutækið í kæli- tækni aðallega notað í kennslu á vélstjórnarbraut en auk þess getur það komið fleirum að gagni, t.d. vélgæslumönnum í frysti- húsum. Það er ætlun skól- ans að efna til almennra námskeiða á komandi vor- önn og gefst þá gott tæki- f æri fyrir starfsmenn í f rysti- húsum hér á Suðurnesjum að auka kunnáttu sína í fag- inu. - pket. „Öll ristabrauð verða seld á hálfvirði á mánudag" - segir Ragnar Eövaldsson í Ragnarsbakaríi tíma og ég var að taka í notkun nýtt hveiti. Ég fékk nýjan vigtara undir eins og hélt framleiðslu síðan áfram með nýju hveiti. Síöan þá hafa brauðin ekki verið eins og venjulega, þau urðu gul- ari, grófari og aðeins lægri. Þegar þetta uppgötvaðist fékk ég til mín sænskan brauðasérfræðing sem kom Framh. á 13. síöu ,,Ég vil biðja Suðurnesja- menn um að sýna mér þol- inmæði, þar sem brauðin frá okkur hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. Mál þetta skýrist í þessari viku þannig að „eðlileg" brauð verða komin frá mér á markaðinn í næstu viku." Svo mælir einn kunnasti brauðaframleiðandi á land- inu, Ragnar Eðvaldsson í Ragnarsbakaríi, í samtali við blaðið á miðvikudag í síðustu viku. ,,Það hefur verið kapps- mál mitt að framleiða góð brauð og mun verða áfram. Aftur á móti kom það óhapp fyrir, að vigtarinn, mjög við- kvæmur hlutur í vélasam- stæðunni, brotnaði á sama Netabátar í kallfæri Frekar óvanalega sjón hefur mátt sjá hér utan við Keflavík síðustu daga. Hefur mikill fjöldi netabáta verið að veiðum hér upp í landsteinum stutt út af Vatnsnesi og inn undir Vogastapa og jafnvel með allri strandlengjunni inn að Kúageröi. Virðist svo sem bátar víða að hafi komið hingað á svæðið þegar fréttir bárust af góðum ýsuafla tvo daga í röð fyrir stuttu. Hafa bátar því svo til verið í kallfæri úr landi og um alla bugtina og út í Garðsjó. Hafa bátar t.d. frá Grindavík, Þorlákshöfn og Eyrarbakka veriö þarna að veiðum og lagt upp afl- ann í Keflavík, sem síöan hefur verið ekið með bílum til viökomandi útgerðar- staöa. Þó mikill fjöldi báta hafi verið þarna að veiðum, hafa aflabrögðin verið frekar upp og ofan, eða suma daga frá 9 tonnum og niður i það, eins og einn sjómaður- inn sagði, að bera mætti aflann heim í plastpokum. Þó skar einn bátur sig úr og fékk um 80 tonn á hálfum mánuöi, var það Stafnes KE. Happasæll var næstur með 45 tonn og nokkrir með 20-40 tonn, en meiri hlut- inn aöeins nokkur tonn. Meirihluti af þeim afla sem fæst er ýsa, og eitthvað hefur einnig verið af þorski í aflanum. - epj. Sænski brauóasérfræóingurinn skoóar brauóin, ásamt þeim Ragnari og Sigurjóni. Fjögur nýsmíðaverk- efni í gangi Nú eru í smíðum 4 ný fiskiskip hér á Suðurnesj- um. í síðasta tölublaði var sagt frá tveimur þeirra, sem Hörður hf. er með. Þar var um að ræða 20 metra stál- skip sem er smíöað frá grunni fyrir Þorstein hf. á ísafirði, og lítinn álbát um 7 metra langan. Nú á næstunni mun verða hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöð Njarðvík- ur 290 lesta stálskipi fyrir Einar Guðfinnsson hf. í Bol- ungarvík, en skrokkur þess skips var smíðaður í Noregi og kom til landsins í janúar sl.,ensamastöðhefureinn- ig verið með 9 metra bát úr trefjaplasti í smíðum. Þá eru a.m.k. 4 fiskiskip í umtalsverðum endurbótum Við bryggju í Njarðvík er Hörður hf. að vinna við Þór- kötlu II eins og fram kom í síðasta blaði. Við bryggju í Sandgerði standa yfir miklar endurbætur á Víði II. inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíkur er verið að end- urbyggja Jón Ágúst, og loks er unnið að yfirbygg- ingu o.fl. á Jóni á Hofi ÁR, hjá Skipasmíðastöð Njarð- víkur. - epj. Spurningin: Ertu hlynnt(ur) fleiri vínveitinga- ' stööum á Suöurnesjum? því. Skúll Björnsson: ,Já, ég er mjög hlynntur Ingunn Yngvadóttir: ,,Já, ég er það." Júlíus Árnason: „Séu þeir í hófi, er ég ekkert á móti því". Elrikur Hjartarson: „Vínveitingahús? Það er aldrei of mikiö af þeim".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.