Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. desember 1983 3 Umsjónarmenn getrauna í Keflavík: „Gulu seðlarnir eru vinsælastir“ - segja þeir Gunnar, Sveinn og Oddgeir ,,Getraunavitringarnir“ saman komnir. Frá vinstri: Gunnar, Sveinn og Oddgeir. Hér kemur heildarspá þeirra: Arsenal - W.B.A.......... 1 Aston Villa - West Ham ... 2 Liverpool - Birmingham .. 1 Luton - Coventry ........ X Man. Utd. - Everton ..... 1 Norwich - Tottenham Sunderland - Ipswich Wolves - Watford ... Charlton - Middlesbro Chelsea - Man. City . Derby - Newcastle ....... 1 Swansea - Crystal Palace X pket. ANNETTA Keflavik, auglýsir: Snyrtivörukynning á morgun, föstudaginn 2, des. frá kl. 13-18. - Inga Erlendsdóttir, snyrtifræðingur, kynnir og leiöbeinir um val á snyrtivörum frá MARGARET ASTOR. Gjörið svo vel að lita inn. Opið alla laugardaga allan daginn. Snyrtistofan ANNETTA Vikurbæjarhúsinu, II. hæð, simi 3311 „Bestu kaupin eru í rauðu seðlunum, en þeir gulu eru vinsælastir, séu menn aftur á móti pennaglaðir þá mæl- um við með hvitu seðlun- um“. Svo mæla 3 ungir pilt- ar, en þeir heita Gunnar Valdimarsson, Sveinn Valdimarsson og Oddgeir Garðarsson. Þessir drengir eru hinir raunverulegu ,,getraunavitringar" og kannski ekki nema von, því þeir sjá um að getrauna- seðlar komist rétta leið frá öllum spámönnum í Kefla- vik og Keflavíkurflugvelli. ,,Það seldust um 18.000 raðir i þessari leikviku (14) og það eru þá í kringum 1.150 seðlar. Þetta er ósköp svipað og í fyrra, kannski smá aukning," sagði Gunn- ar, yfirritari tríósins. Hvernig sækið þið svo seðlana? ,,Við byrjum um hálf þrjú- leytið að smala, tökum rúnt á flugvöllinn og förum svo stóran hring um Keflavík, niður Hafnargötu, út Hring- braut, svo er hitt happa og glappa-aðferðin." Hvað eruð þið búnir að vera lengi i þessu? ,,Ég hef verið viðloðinn þetta síðan ég var 9-10 ára, en þá var þetta í Ungó", sagði Gunnar. „Aðalgjald- kerastaðan heillaði mig, og henni hef ég haft umsjón með frá því ég byrjaði í þessu fyrir 2 árum," sagði Oddgeir. „Þetta er þriðja árið mitt hér, en ég var að- eins byrjaður þegar þetta var niðri í Ungó," sagði Sveinn, en hann er bróðir Gunnars. ,,Hann var aðal- lega í því að hlaupa út í sjoppu fyrir okkur hina," bætti Gunnar við (smá stopp vegna mikils hláturs viðstaddra). Nú eru UMFK og KFK með getraunirnar sameig- inlega, af hverju? „Þetta var orðinn barn- ingur um sömu staðina og komið út í vitleysu þegar það var kapphlaup hver væri fyrstur, og því var þetta sett allt i einn pott, og sjá fé- lögin nú sameiginlega um þetta. Hefur það gefist miklu betur. Félögin fá svo 25% af upphæð hvers miða og þykir okkur það frekar lág prósenta, þar sem vinn- an í kringum þetta er ansi mikil," sögðu þessir eld- hressu strákar. Úr þvi sem komið var, var ekki annað eftir en að láta hina eiginlegu „getrauna- vitringa" fylla út einn seðil í sameiningu. Það skal tekið fram, að það er algerlega utan við hina vikulegu spá sem fram fer í blaðinu. En hvað um það, sjáum hvað „vitringarnir" gera. Útlit, hönnun og gæði í hæsta gæðaflokki WHAT VIDEO OKT. 83 slSyO'SSSSSSSSSSSSSSS fStt ttSt ttttti HH liUUH SONY C-30 Frábært milliliðalaust verð á lúxus myndsegulböndum Kr. 39.500 staðgr. Hafnargötu 38 - Keflavík - Sími 3883 ^ 'W’ 'w ^ 'w yr 'W' 'W’ 'w 'w ^ 'W’ ^ ^ ▼ 'w Hafnargötu 38 - Keflavík - Simi 3883 Einkaumboð á Suðurnesjum FRUMS ÝNING á stór- myndum frá ro X m X m

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.