Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. desember 1983 13 Sýnikennsla á tækjum til björgunar úr bílum Sl. föstudag fór fram í porti Sorpeyðingarstöðvar- innar við Hafnaveg, sýni- kennsla á HOLMATRO björgunartækjum á vegum fyrirtækisins Pálmason og Valsson hf. í Reykjavík. Við- staddir voru slökkviliðs- menn frá Brunavörnum Suðurnesja og starfsmenn við sjúkrabilinn í Keflavík. Hermann Valsson, sölu- maður Pálmason og Vals- son, sýndi meðferð slíkra tækja, en það voru hinar margumræddu klippur til að ná fólki út úr klesstum bílum. Þá voru sýndir sér- stakar glennur til að spenna upp bílhurðir og tjakkar til að tjakka i sundur bíla. Þessi tæki eru mjög hand- hæg í notkun og vel með- færanleg á allan máta. Þar sem við búum nú við þann enda Reykjanesbraut- arinnar sem mest er hætta á að nota þurfi slík tæki, ættu forráðamenn almanna- varnamála hér syðra að huga sem fyrstað kaupum á tækjum sem þessum, og skiptir þá í raun ekki aðal- máli hvort það er slökkvilið, sjúkralið eða lögreglan, sem hefur yfir þeim að ráða, heldur hitt, að þau séu til staðar. - epj. FÉKK EKKI VEIÐILEYFI FRAMH: AF FORSlÐU að því og verksmiðjunni í Sandgerði. Og meðan loðnan veiðist þar sem hún er nú, er þetta eina skipið sem hæft er til siglingar þessa leið í hvaða veðri sem er. Veitti ráðuneytið 51 skipi leyfi til loðnuveiða á yfir- standandi vertíð og var það gert í samráöi við Lands- samband ísl. útvegsmanna, Farmanna- og fiskimanna- samband (slands og Sjó- mannasamband (slands, og miðaðist fjöldi skipa við að laun þeirra sjómanna er á þessum skipum eru, gætu orðið viðunandi. 5 skip, þ.á.m. Sjávarborgin, urðu úti vegna þess að útgerðar- aðilar fylgdu málum ekki eftir og mynduðu því engan þrýsting fyrr en eftir að ráð- herra hafði tekiö ákvörðun, en þá voru málin orðin erf- iðari viðureignar en ella, ef rétt hefði verið staðið að málum. Atvinnumálanefnd Suð- urnesja hefur ekki getað tekið á málinu þar sem at- vinnumálanefnd Sandgerð- is hefur ekki gert neina formlega samþykkt í málinu. Hins vegar hefur formaður atvinnumála- nefndar Suðurnesja, Ing- ólfur Falsson, rætt viö ráö- herra um málið, gert allt sem hann getur sem slikur, þrátt fyrir aö samþykkt vanti frá atvinnumálanefnd Sand- gerðis. En sjávarútvegsráð- herra viröist vera ákveðinn i máli þessu, þó hann muni ef til vill hvika frá þeirri ákvörðun síöar. Þá hefur FFS( gert sam- þykkt þess efnis að þau skip sem byggð voru til ákveð- inna veiöa á síðustu árum, ættu rétt til aö fá viðkom- andi veiðileyfi. Og áfundu í sambandsstjórn SS( lagði Sigurbjörn Björnsson til að Sjómannasambandið tæki sömu afstöðu og Far- manna- og fiskimannasam- bandið í málinu, en þessar samþykktir voru gerðar eft- ir ákvörðun ráðherra og hafa eins og áður er komið fram ekki haft neinn árang- ur ennþá a.m.k. - epj. Laufabrauð og kökur í Kirkjulundi Systra- og bræðrafélag Keflavikurkirkju heldur basar 4. desember n.k. kl. 14 i Kirkjulundi. Að sögn Karitasar Finn- bogadóttur formanns félagsins, verður hér ekki um hefð- bundinn fatabasar að ræða, heldur verða þarna til sölu laufabrauð og kökur sem félagskonur hafa útbúió. Var myndin einmitt tekin er þær voru að vinna að laufabrauðs- gerðinni i Kirkjulundi sl. fimmtudag. Ættu þeir sem langar að smakka á laufabrauðinu og aðrir velunnarar félagsins, að mæta á basarinn, en ágóða af honum verður variö til liknarmála aldraðra. - epj. K-----------------------------------------------------7\ PANTIÐ TÍMANLEGA. KODAK HLJÓMVAL KEFLAVÍK Styrkið Heilsugæslu- stöð Suðurnesja Lionsklúbbur Sandgerðis efnir til sölu á jólapappír helgina 3. - 4. desember n.k. Ágóði af sölu þessari verður látinn rennatil tækjakaupa í Heilsugæslustöð Suður- nesja. Takið vel ámóti Lionsmönnum og styrkið gott málefni. Stjórnin Fóstrur Staða forstöðumanns við dagheimilið og leikskólann við Tjarnargötu í Keflavík er laus til umsóknar. Áskilið er að umsækjendur hafi fóstru- menntun. Staðan veitist frá 1. jan. 1984. Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá fé- lagsmálafulltrúa, Hafnargötu 32, sími 92- 1555, frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast félagsmálafull- trúa fyrir 12. des. n.k. Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast til almennra skrif- stofustarfa hálfan daginn á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps. Skriflegar upplýsingar er tilgreini mennt- un, aldur og fyrri störf, sendist undirrituð- um fyrir 15. desember n.k. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps KEFLAVÍK Auglýsing um tímabundna um- ferðartakmörkun í Keflavík Frá fimmtudegi 8. desembertil laugardags 31. desember 1983, að báðum dögum með- töldum, er vöruferming og afferming bönn- uð á Hafnargötu á almennum afgreiðslu- tíma verslana. Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- liggjandi götur, og annars staðar, sem þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnu- akstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keflavík, 1. desember 1983. Lögreglustjórinn I Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.