Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. desember 1983 15 Eru fíkniefni útbreidd á Suðurnesjum? Mánudagskvöldið 31. okt. sl. var haldinn fræðslu- fundur í Gagnfræðaskólan- um í Keflavík, á vegum for- eldrafélaga skólanna hér í bæ. Gestur fundarins var Þórir Maronsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn. Erindi hans fjallaði um fíkniefni. Á fundinn komu þvi miður aðeins um 60 manns, en þess má geta að í Gagnfræðaskólanum eru um 500 nemendur og i Barnaskólanum um 700. Að dómi fundarmanna var fundurinn hinn fróðlegasti og kom þar margt fram, sem fólk hafði hreinlega ekki gert sér grein fyrir. Okkur langar því í framhaldi af þessu að varpa fram nokkr- um spurningum til foreldra og forráðamanna barna hér á Suðurnesjum. 1. Hafið þið gert ykkur grein fyrir hve fíkniefni eru orðin útbreidd hér á svæðinu, t.d. eru svo- kölluð hasspartý al- geng? 2. Vissuð þið að um ára- mótin '82-'83 voru á fjórða hundrað manns á skrá hjá lögreglunni vegna fíkniefnanotkun- ar, á aldrinum 14 ára og upp úr? 3. Vissuð þið að aðeins 1 lögreglumaður er starf- andi í fíkniefnadeild lög- reglunnar hér í bæ, en á svæði hennar búa um 14.000 manns? Skákþing Keflavíkur með helgarmótssniði Aðalfundur Skákfélags Keflavíkur var haldinn fyrir skömmu. í stjórn voru kjörnir: Páll Vilhjálmsson form., Sigurður J. Sigurðs- son, Helgi Jónatansson, Einar S. Guömundsson og Erlingur Arnarson. ísfjörö hf. Umboðs- og heildverslun 30. sept. sl. stofnuðu þau Hallgrímur Jóhannesson, Sigurbjörg Gísladóttir, Jó- hannes B. Bjarnason, Hjalt- lína Agnarsdóttir og Jó- hanna Jóhannesdóttir, öll i Keflavík, nýtt hlutafélag, sem ber nafniö (sfjörð hf. og hefur heimili og varnarþing í Hafnarfirði. Tilgangur þess er um- boðs- og heildverslun, inn- og útflutningur o.fl. - epj. Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar er Skákþing Kefla- víkur. Þingið, sem að þessu sinni verður haldið með helgarmótssniði, hefst föstudaginn 2. desemberkl. 20 i húsi Verslunarmanna- félags Suðurnesja að Hafn- argötu 28. Þá verðatefldar2 umferðir með 1 klst. um- hugsunartíma á keppanda. Laugardaginn 3. desember hefst keppni kl. 13og verða þá tefldar 3 umferðir. Sunnudaginn 4. desember hefst keppni kl. 13 og þá verða tefldar 2 síðustu um- ferðirnar. Skákæfingar í vetur verða á þriöjudögum og hefjast kl. 20 í húsi Verslunarmanna- félagsins að Hafnargötu 28. Allir Suðurnesjamenn eru velkomnir á mót og æf- ingar á vegum félagsins. sjs. Á netaveiðum við Óssker S/. fimmtudag var siðasti veiðidagurinn hór inni á Keflavik- inni hjá netabátunum, en fyrri partsiðustu viku voruþeirað veiðum hór alveg upp i landsteinum, inni i sjálfri Keflavik- inni. Á myndinni sóst einmitt Stafnesið við Óssker, sem staðsett er út af Básnum. - epj. 4. Vissuð þiðaðeittgramm af hassi kostar um 400 kr.? 5. Þekkið þið einkenni þau er koma fram við kana- bisneyslu? 6. Vissðu þið að innan lög- reglunnareru mennsem áætla aö hér á landi á þessu ári geti fíkniefna- notkunin numið nokkur hundruð kflóum? 7. Vissuð þið að miðað við reynslu annarra þjóða nást líklega um 3-5% af því sem smyglað er inn i landið? Svona mætti lengi telja upp. En nú er tími til kom- inn að vakna og spyrna við fótum. Á sl. árum hefur verið mikið verið unnið að áfeng- ismálum og ýmsum for- dómum rutt burt. Áfengi er vissulega fíkniefni, en þau eru fleiri. Við viljum skora á alla að kynna sér þessi mál vel, og reyna að gera sér grein fyrir þessum mikla vanda, sem hér er á ferð- inni. Það er samdóma álit lækna, að kannabisefnin eru mun hættulegri en fyrst var talið og að mikil eða stöðug notkun getur leitt til heilarýrnunar eða jafnvel geðveiki. Börnin eru okkar dýr- mætasta eign, þau eru framtíð þessa lands. Það er okkar ábyrgð að uppfræða þau og vernda gegn þessu. Foreldrar og kennarar á- samt heilbrigðisyfirvöld- um verða að taka höndum saman og hefja sókn gegn þessum óþverra. Nauðsyn er á aukinni fræðslu og áróðri í skólum. félagasam- tök ýmis geta þar líka gert mikið gagn. Loks viljum við skora á þingmenn okkar að kynna sér þessi mál rækilega, og berjast fyrir aukinni lög- gæslu og fræðslu, og sið- ast en ekki síst fyrir hertum viðurlögum gagnvart þeim er selja þessi efni með mikl- um hagnaði. Stjórnlr féiaganna GAMANLEIKRITIÐ Spanskflugan í Samkomuhúsinu, Garði Fimmtudaginn 1. des. kl. 20.30. Laugardaginn 3. des., miðnætursýning kl. 23.30 Miðapantanir fimmtudag frá kl. 18 og laug- ardag frá kl. 22 í síma 7133. Forsala aðgöngumiða á miðnætursýningu hefst í Hljómval, Keflavík, föstudag kl. 9-19, laugardag frá kl. 9-12. HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ. L.L. Stapafell - Keflavík Sindy - Barbie - Daisy dúkkur og fylgihlutir Stórar dúkkur - Vagnar - Kerrur Lundby og Hansa hús og húsgögn Big Jim - Action man dúkkur og fylgihlutir Star Wars karlar og geimskip Fótboltaspil - Efnafræðisett Tölvuspil, 35 gerðir - Töfl - Pússluspil Fisher Price - Kiddicraft - Playschool Þríhjól - Leikfangakassar - Snjóþotur STAPAFELL Sími 2300, 1730 Jólamarkaður Hafnargötu 20 - Keflavík - Sími 3926 Opnum á morgun, föstudaginn 2. des. Höfum mikið úrval af jólavörum, skraut- vörum, föndurvörum, leikföngum o.m.fl. Þar sem verslunin mun síðar opna sem náttúrulækningabúð, verðum við einnig með kynningu á náttúrulækningavörum. JÓLAMARKAÐURINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.