Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 1
Dökkt útlit í atvinnu- málum fiskvinnslufólks Slæmar horfureru nú í at- vinnumálum Keflavíkinga og Njarðvíkinga. Búiðerað segja upp um 200 manns í þremur frystihúsum og voru 56 komnir á atvinnu- leysisskrá í Keflavík sl. mánudag og 19 i Njarðvík. Voru konur í meirhluta, eða alls 61. Af þessum 75 sem á skrá voru í báðum byggðar- lögunum, en á næstu dög- um má búast við mikilli aukningu á skránni, eða um leið og uppsagnirnar taka gildi. í viðtali við blaðið sagði Karl Steinar Guðnason, for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis, að Heimir hf. væri þegar stopp, Hrað- frystihús Keflavíkur hf. líka, Bergvíkin komin i klössun, þó engin fyrirgreiðsla hafi fengist ennþá, og heyrst hefur að ætlunin sé að láta Aðalvíkina sigla, en vegna lélegra aflabragða hefur það ekki gerst ennþá. Hjá Sjöstjörnunni var öllum sagt upp, en einhverj- ir verða endurráðnir aftur. ..Útlitið er mjög dökkt," sagði Karl Steinar, ,,og menn eru frekar hræddir við þetta netaveiðibann, sem gilda á til 15. febrúar á næsta ári." Fram kom hjá Karli, að það væri hald manna viða, að hér væri nóg að gera vegna byggingarflugstöðv- ar og framkvæmda við Helguvík, en nú hefur komið í Ijós, að þetta hefur sáralítil áhrif á atvinnumál okkar. Aðeins eru 3-4 verkamenn sem hafa atvinnu við flugstöðina nú sem komið er, og útlitið er þannig að þessar fram- kvæmdir koma að vísu í veg fyrir uppsagnir hjá (slensk- um Aðalverktökum, en ann- að er það ekki, sagði Karl Steinar að lokum. Atvinnumálanefnd Kefla- víkur kom saman til fundar vegna þessa ástands, sl. mánudag og kom fram á fundinum að stórauka mætti verðmæti sjávaraf- urða með fullvinnslu hér heima. Síðan ver gerð svo- hljóðandi samþykkt: Fasteignaverð í Keflavík: Nálgast verð Reykja- víkurmarkaðarins Hefur ekki haffærisskírteini: Kemur Bergvík suður án klössunar Neitað um langtímalán ( Akureyrarblaðinu Degi, sem kom út 30. nóv. sl., er viðtal við Gunnar Ragnars, forstjóra Slippstöðvarinn- ar á Akureyri, og þar kemur fram að Slippstöðin hefur fengið neitun um að taka langtímalán erlendis vegna stórviðgerðar á togaranum Bergvík frá Keflavík. ,,Við vorum með lægsta tilboðið i þessa 12 ára klössun á Bergvíkinni, og togarinn er kominn hingað til Akureyrar. Hann hefur ekki haffærisskírteini, út- gerðin fékk aðeins leyfi til að sigla honum hingað, en sennilega fá þeir leyfi til að fara með hann suður aftur," sagði Gunnar Ragnars í við- tali við Dag. Þá segir einnig eftirfar- andi í Degi: ,,Að sögn Gunars Ragnars, þá lætur nærri að slík klössun sem Bergvík þarf að fara í, kosti um 10-15 milljónir krónaog því ómögulegt að ráðast í þessa framkvæmd, án þess að erlend lán komi til Leyfi til slíkrar lántöku liggur hins vegar ekki á lausu þessa dagana og útlitið væri því allt annað en bjart'. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Víkur-fréttir hafa komist yfir, er nú unnið á fullu að afia láns til að Slippstöðin geti tekið þá klössun á b.v. Bergvik sem þört er á. Mál þetta skiptir töluverðu bæði fyrir at- vinnumál hér syðra og eins hjá Akureyringum, og því eru þingmenn beggja staða meðal þeirra sem nú eru að vinna að málum. - epj. „Atvinnumálanefnd lýsir áhyggjum sinum yfir þvi ástandi sem nú ríkir á vinnu- markaðinum í Keflavík og þróun útgerðar og fiskiðn- aðar á þessu svæði. Tíma- bundið atvinnuleysi virðist árvisst og hætt við að það aukist með minnkandi afla. Nefndin telur að afleið- ingum minnkandi aflaverði helst mætt með frekari vinnslu hans hér heima. Það myndi auka útflutn- ingsverðmæti aflans og auka atvinnuna. Brýnasta hlutverk stjórnvalda hlýtur að vera að gera það kleift. Við þær aðstæður í at- vinnumálum sem nú ríkja hér, ítrekar atvinnumála- nefnd þær kröfur sínar, að heimamenn gangi fyrir vinnu á svæðinu". Slæmar horfur eru nú I atvinnumálum fiskvinnslufólks. Eins og sést á ofanrituðu er hér um alverlegt mál að ræöa fyrir þessi tvö byggð- arlög, þó atvinnuleysið hafi ekki enn náð tökum i Garði og Sandgerði, né hjá iðn- aðarmönnum. Engu að síð- ur verður nú að gera allt sem hægt er til að afstýra árvissu atvinnuleysi hjá fiskvinnslufólki þessara tveggja byggðarlaga. þvi það hefur ekki aðeins áhrif á þá sem missa atvinnu, heldur smitar það ut frá sér til þjónustugreina og ýmissa annarra - epj. Fasteignaverð í Keflavík er nú orðið mjög svipað verði fasteigna á höfuð- borgarsvæðinu. Þar sem -------------------\ Efni m.a.: Hvaða kostum þurfa Ijósmynd- arar að vera búnir? Heimir og Sólveig i viðtali Leiktækjasalir: Ekki viö eigendur að sakast ,,Þurfa þeir bara að svara á 4ra ára fresti?" ^.... ■-* framboð á íbúðum, þá sérstaklega 2-3ja her- bergja, er mjög lítið í Kefla- vík en eftirspurm ekki minnkað, hefur verð á þeim hækkað að undanförnu í samræmi við sams konar íbúðir í Reykjavík og ná- grenni. Þar er nú mjög mikið framboð af slíkum ibúðum en samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér hjá fast- eignasölum, þá er munur- inn á verði nú innan við 10% í mörgum tilfellum, en var áður 10-15%. Þó er útborg- un aðeins hærri á fasteign- um á höfuðborgarsvæðinu, eða 70-80% á meðan hún er 65-70% hér í Keflavík og ná- grenni. „Verðið er að nálgast að verða það sama í mörgum tilfellum. 2ja og 3ja her- bergja íbúðir við Heiðar- hvamm í Keflavík seljast til að mynda á svipað og sams Framh. á 13. siðu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.