Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 8. desember 1983 VÍKUR-fréttir IftNH^^ji^Sj^SjfgsjA^J^^tK^NjHNjrgv^^^ yfimn juUii SANDGERÐI: Útgefandl: V(KUR-fréttir hf. Rltstjórar og abyrgöarrnenn: Emil Páll Jónsson, simi 2677 og Páll Ketilsson, simi 3707 Afgrelöala, rlUt|órn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Simi 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavik Ssining og prentun: GRAGAS HF.. Keflavik n^SJ?t?vcgtx<>w*^SjrCSj^XxVSjrg^ Mikið vöruval hjá Öldunni - m.a. fatnaður á alla fjölskylduna J Arðmiðaskil Félagsmenn! góðfúslega skiliö arðmiðun- um sem fyrst. Móttaka í Samkaupum og á skrifstofu Kaupfélags Suðurnesja frá 10. des. - Vinsamlegast: Þið sem hafið að- stöðu, leggið þá saman til að flýta fyrir afgreiðslu. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA LITTU INN! Strásykur, 2 kg ........... kr. 31,00 Hveiti, 5 Ibs............... kr. 48,10 Smjörlíki ................. kr. 27,90 Púöursykur ............... kr. 10,10 og margt fleira. Þú nærð endum saman í Brekkubúð- inni. - Opið á laugardögum. BREKKUBÚÐIN Tjamargötu 31, Keflavík, simi 2150 Eins og flestir Suður- nesjabúar vita nú orðið, er við Tjarnargötu i Sandgerði rekin glæsileg verslun sem ber nafnið ALDAN og er opin alla daga vikunnar til kl. 23.30. Verslun þessi býður upp á mikið vöruval s.s. leikföng, gjafavöru, fatnað, sjóföt, myndavélar, öl, sælgæti o.m.fl., þ.á.m. snyrtivörur fyrir dömur og herra. Eigendur eru tvenn hjón, Gunnþórunn Gunnarsdótt- ir og Óli B..Bjarnason, og Lydia Egilsdóttir og Björn Maronsson, en auk verslun- arinnar við Tjarnargötu reka þau útibú við Strand- götu, en þar er selt bensín, olíur, öl, sælgæti og annaö þvi um líkt. Fyrir um ári síðan var verslunin við Tjarnargötu opnuð í nýju og glæsilegu húsnæði, en verslunina hafa þau rekið nú í 12 ár. Af þessu tilefni tókum við þær Gunnþórunni og Lydiu tali sl. mánudag. Sögðu þærað mikil aukn- ing hefði orðið á fjölda við- skiptavina síðan nýja hús- næðið var tekið í notkun. Væru þær komnar með stóran hóp fastra viðskipta- vina, sem kæmu alls staðar af Suðurnesjum, enda byði verslunin nú upp á mikið fataúrval á mjög hagstæðu verði og væri raunar hægt að fata upp alla fjölskyld- una, ef frá eru talin klæð- ÍÞRÓTTATÖSKUR Adidas og Puma í miklu úrvali. TILVALIN JOLAGJOF iþrottamanninn. á «-i.»06 \ 1 w Hringbraut 92 - Keflavik Gunnþórunn (t.v.) og Lydia i Öldunni skerasaumuö spariföt. Mætti því fá allan algengan fatnaö í öldunni i Sand- geröi, og þá sérstaklega býður hún upp á mikið úrval af barnafatnaði. ,,Það fer vaxandi að sama fólkið kemur aftur og aftur og verslarviðokkur,"sögðu þær Gunnþórunn og Lydía, ,,og mikið af þessu fólki er búsett viða um Suðurnesja- svæðið, má segja að 80% af viðskiptavinum búi utan Sandgerðis. Sama másegja um Sandgerðinga, þeir versla mikið hér og eru í hópi fastra viöskiptavina. Hér áður fyrr snerist versl- unin frekar i kringum frysti- húsin í nágrenninu og höfn- ina, en nú hefur þetta breyst mikið, fólk fer meira heim í kaffi og staldrar þá sjaldnar í sjoþpum". Um jólatraffíkina sögðu þær að verslunin myndi bjóða upp á mikið úrval af ails kyns fatnaði fyrir börn- in, s.s. samfestinga o.m.fl., og því væri orðinn óþarfi fyrir Suðurnesjamenn að leita eftir fatnaði til höfuð- borgarsvæðisins eða jafnvel lengra, nær væri að koma við i öldunni við Tjarnargötu, þvi þar væri úrvalið og vöruverð hag- kvæmt. Auk þess gæfi hinn langi afgreiðslutími fólki kost á að nota tímann til að skreppa í verslunarferð út í Sandgerði, en þangað er aðeins 10 mínútna akstur frá Keflavik. - epj. Séó inn i verslunina Ölduna Kvótinn hefði minnkað - ef Sjávarborgin hefði fengið loðnuleyfi Snorri Gestsson, skip- stjóri á Jöfri KE, óskaði eftir að eftirfarandi athugasemd yrði komið á framfæri varð- andi úthlutun á loðnuveiði- leyfi til Sjávarborgar GK 60. Ef Sjávarborgin fengi leyfi kæmi það niður á öðrum loðnuskipum, því kvót' þeirra myndi minnka og jafnframt kæmu fleiri skiþ á eftir og fengju einnig leyfi. Myndi það því ein- ungis rýra hlut þeirra skipa, sem fengið hafa leyfi. Torfi Jónsson segir upp sem forstöðumaður Stapa Á fundi bæjarráðs Njarð- víkur 1, des. sl. skýrði bæj- arstjóri frá þvi, að Torfi Jónsson, forst.m. Stapa, óski ekki eftir framleng- ingu á ráðningarsamningi. Eins og sést á auglýsingu annars staðar í blaðinu hef- ur starfið nú verið auglýst laust til umsóknar. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.