Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Page 2

Víkurfréttir - 08.12.1983, Page 2
2 Fimmtudagur 8. desember 1983 VÍKUR-fréttir ÍÞRÓTTATÖSKUR frá Adidas og Puma í miklu úrvali. EUROCARD TILVALIN JOLAGJOF ..,y,rtir . SnMttvá iþrottamannmn. 0 *><*»»» \ Sími Hringbraut 92 - Keflavik i>eo inn i verslunma Olduna Kvótinn hefði minnkað - ef Sjávarborgin hefði fengið loðnuleyfi Snorri Gestsson, skip- stjóri á Jöfri KE, óskaöi eftir að eftirfarandi athugasemd yröi komið á framfæri varö- andi úthlutun á loönuveiði- leyfi til Sjávarborgar GK 60. Ef Sjávarborgin fengi leyfi kæmi það niður á öðrum loðnuskipum, því kvót' þeirra myndi minnka og jafnframt kæmu fleiri skip á eftir og fengju einnig leyfi. Myndi það því ein- ungis rýra hlut þeirra skipa, sem fengið hafa leyfi. Torfi Jónsson segir upp sem forstöðumaður Stapa Á fundi bæjarráðs Njarð- víkur 1. des. sl. skýröi bæj- arstjóri frá því, að Torfi Jónsson, forst.m. Stapa, óski ekki eftir framleng- ingu á ráðningarsamningi. Eins og sést á auglýsingu annars staðar í blaðinu hef- ur starfið nú verið auglýst laust til umsóknar. - epj. SANDGERÐI: Mikið vöruval hjá Öldunni - m.a. fatnaður á alla fjölskylduna Eins og flestir Suður- nesjabúar vita nú orðið, er við Tjarnargötu í Sandgerði rekin glæsileg verslun sem ber nafnið ALDAN og er opin alla daga vikunnar til kl. 23.30. Verslun þessi býður upp á mikið vöruval s.s. leikföng, gjafavöru, fatnað, sjóföt, myndavélar, öl, sælgæti o.m.fl., þ.á.m. snyrtivörur fyrir dömur og herra. Eigendur eru tvenn hjón, Gunnþórunn Gunnarsdótt- ir og Óli B..Bjarnason, og Lydia Egilsdóttir og Björn Maronsson, en auk verslun- arinnar við Tjarnargötu reka þau útibú við Strand- götu, en þar er selt bensín, olíur, öl, sælgæti og annað því um líkt. Fyrir um ári síðan var verslunin við Tjarnargötu opnuð í nýju og glæsilegu húsnæði, en verslunina hafa þau rekið nú í 12 ár. Af þessu tilefni tókum við þær Gunnþórunni og Lydiu tali sl. mánudag. Sögðu þærað mikil aukn- ing heföi orðið á fjölda við- skiptavina síðan nýja hús- næðið var tekið í notkun. Væru þær komnar með stóran hóp fastra viðskipta- vina, sem kæmu alls staðar af Suðurnesjum, enda byði verslunin nú upp á mikið fataúrval á mjög hagstæðu verði og væri raunar hægt að fata upp alla fjölskyld- una, ef frá eru talin klæð- Gunnþórunn (t.v.) og Lydia i öldunni skerasaumuð spariföt. Mætti því fá allan algengan fatnað í öldunni í Sand- gerði, og þá sérstaklega býður hún upp á mikið úrval af barnafatnaði. ,,Það fer vaxandi að sama fólkið kemur aftur og aftur og verslar við okkur," sögðu þær Gunnþórunn og Lydía, ,,og mikið af þessu fólki er búsett víða um Suðurnesja- svæðið, má segja að 80% af viöskiptavinum búi utan Sandgerðis. Sama másegja um Sandgerðinga, þeir versla mikið hér og eru í hópi fastra viðskiptavina. Hér áður fyrr snerist versl- unin frekar í kringum frysti- húsin i nágrenninu og höfn- ina, en nú hefur þetta breyst mikið, fólk fer meira heim í kaffi og staldrar þá sjaldnar í sjoppum". Um jólatraffíkina sögðu þær að verslunin myndi bjóða upp á mikið úrval af alls kyns fatnaði fyrir börn- in, s.s. samfestinga o.m.fl., og því væri orðinn óþarfi fyrir Suðurnesjamenn að leita eftir fatnaði til höfuð- borgarsvæðisins eða jafnvel lengra, nær væri að koma við i Öldunni við Tjarnargötu, því þar væri úrvalið og vöruverð hag- kvæmt. Auk þess gæfi hinn langi afgreiðslutími fólki kost á að nota tímann til að skreppa í verslunarferð út í Sandgerði, en þangað er aðeins 10 mínútna akstur frá Keflavík. - epj. vimn Útgefandl: VlKUR-fréttir hf. Rltstjórar og ábyrgóarmenn: Emil Páll Jónsson, simi 2677 og Páll Ketilsson. sími 3707 Atgrelóala, rltatjóm og augl.: Hafnargötu 32, II. haeö Simi 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGAS HF , Keflavík Arðmiðaskil Félagsmenn! góðfúslega skilið arðmiðun- um sem fyrst. Móttaka í Samkaupum og á skrifstofu Kaupfélags Suðurnesja frá 10. des. - Vinsamlegast: Þið sem hafið að- stöðu, leggið þá saman til að flýta fyrir afgreiðslu. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA LITTU INN! Strásykur, 2 kg ..... kr. 31,00 Hveiti, 5 ibs........ kr. 48,10 Smjörlíki ........... kr. 27,90 Púöursykur .......... kr. 10,10 og margt fleira. Þú nærð endum saman í Brekkubúð- inni. - Opið á laugardögum. BREKKUBÚÐIN Tjarnargötu 31, Keflavík, sími 2150

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.