Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 3
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 Körfuknattleikur - Úrvaisdeild ÍBK - Haukar 64:74 Haukar unnu slaka Keflvíkinga Fjögur töp ÍBK í síðustu fimm heimaleikjum Það voru heldur óhressir áhorfendursem gengu út úr Iþróttahúsinu á föstudag- inn, er leik Keflvíkinga og Hauka í úrvalsdeild lauk, enda sigruðu gestirnir 74:64. Það er ekki aðallega vegna þessa leiks, heldur og vegna þess að þetta er fjórði tapleikurinn í röð á heimavelli, en slíkt kom varla fyrir hér í fyrra. Fyrir utan þetta allt var fátt sem gladdi augað í þessum daufa leik, en sigur Hauka var þó fyllilega sanngjarn. Keflvíkingar komust yfir í fyrsta og eina skiptið í leiknum er þeir skoruðu fyrstu körfuna og sýndu ansi góða takta fyrstu 3 mín., en síðan datt allur botn úr leik þeirra og gengu Haukar á lagið með það. Komust þeir eftir 13 min. leik í 24:11, en staðan í hálf- leik var 37:27 fyrir Hauka. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, en þá skoruðu liðin á víxl og hélst 10 stiga munurinn fyrstu 5 mín. En það var einkum bráðlæti Keflvík- inga að jafna, að allt fór úr skorðum hjá þeim og áttu þeir einkanlega erfitt með að stilla skap sitt, enda skoruðu Haukar á næstu 5 mín. 18 stig meðan Keflvík- ingar gerðu aðeins 2, og varð munurinn þá mestur á liðunum, 61:35, 26 stiga forskot Hauka. Það sem eft- ir lifði náðu Keflvíkingarað- eins að rétta úr kútnum og minnkuðu muninn aftur niður i 10 stig i lokin og lokatölurnar urðu 74:64, sanngjarn Hafnfirskur sig- ur í botnbaráttunni. Þeir eru svo sannarlega misjafnir leikirnir sem Kefl- víkingar eiga þessa dagana og sást lítið til þeirrar spila- mennsku sem þeir sýndu gegn Njarðvíkingum ádög- unum, en þar sýndu þeir hvað í þeim bjó. Nú varallt annað uppi á teningnum og helst var það léleg skotanýt- ing og alla grimmd vantaði í fráköstin. Einnig voru þeir oft á tíðum ónákvæmir í sendingum, og síðast en ekki síst virtust þeirkeppast um hver gæti rifist og skammast mest í leiknum, þá einkanlega við dómar- ana. Slíkan „móral" verður að binda endi á, ef bæta á leikgleðina, sem alltof oft hefur vantað í leikjum þeirra í vetur. Jón Kr. skorar án þess aö Hauka- maöur komi vörnum viö. Ljósm.: Einar Falur Ingóllsson Stig IBK: Þorsteinn 18, Jón Kr. 16, Óskar og Sig- urður 9 hvor, Björn V. 7 og Guðjón 5. Án Pálmarsværu Haukar sennilega ekkert nema 1. deildar lið, og sást það best er hann þurfti að fara út af í 3 mín. Hrundi hreinlega leikur liðsins þann tíma, enda sér hann bæði um stjórnun á vellinum og skorið. Skoraði hann 32 stig í leiknum, þar af 22 í fyrri hálfleiknum, en næstur honum kom Reynir Kristj- ánsson með 17 stig. Aðall liðsins er þó sterk vörn. Leikinn dæmdu þeir Ingi Gunnarsson og Davið Sveinsson, og áhorfendur, sem fer nú óðum fækkandi, voru óvenju daufir, en létu þó vel í sér heyra ef um- deild atvik komu upp. - val. Hljóðfærastillingar Þeir sem þurfa að fá stillt hljóöfæri sín, panti tíma í síma 2838. Verð aöeins til staðar í desembermánuði. Haraldur Gunnar js - Garði Höfum fengið til sölumeðferðar glæsileg raðhús við Fríholt. Stærð húsanna er 110 ferm. auk bílskúrs. Húsunum verðurskilað fullbúnum að utan og fokheldum að innan. Verð: 1.030.000. Greiðslutilhögun: Verktaki bíður eftir húsnæðismálaláni ........... 600.000 Kaupandi greiðir á 12 mán. .. 430.000 A 1.030.000 EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA Hafnargötu 57 - Keflavik Símar 1700, 3868 BESTU KAUPIN VIEDO WORLD, DES. '83 s&ft^tfsssssss#ss#/-t$'$-t$ e$ $g$ íttíti&ti yi\i%\\\\\^\\\\\\\\\x*\*,y*.ys. SONY C-30 Frábært milliliðalaust verð á lúxus myndsegulböndum Kr. 39.500 staðgr. Hafnargötu 38 - Keflavík - Sími 3883 .A.A.A.A.^.^^.^.A.A.A.A.A.^.A.^.A.A.^.^.A.A.-A.^k.^k.A.A.^AA.^.^.A.. & KEFLAVÍK: Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavik - Símar 1700, 3868 Glæsileg 4ra herb. rúmgóð íbúð við Mávabraut. - 1.300-1.350.000. Góð 4ra herb. íbúð við Hringbraut ásamt bílskúr. - 1.250.000. Góð 4ra herb. íbúð við Miðtún. - 1.300.000. Góð 4ra-5 herb. íbúð við Hringbraut 136 ásamt bílskúr. - 1.500.000. 180 m2 einbýlishús á tveimur hæðum við Lyngholt, ásamt 40 m2 bílskúr. - 2.200.000. Gott einbýlshús á tveimur hæðum við Birkiteig, ásamt nýlegum bílskúr, mikið endurnýjaö. - 2.200.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM frá kl. 10 - 15. VERIÐ VELKOMIN.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.