Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 5 2. deild - Handbolti Þorbergur átti ekkert í Ólaf Skoraði aðeins 2 mörk er Þór vann Reyni Þorbergur Aðalsteinsson átti ekki sjö dagana sæla i leik Þórs og Reynis í 2. deildinni í handbolta sl. föstudag. Hinn mikli marka- skorari var tekinn úr um- ferð og skoraði aðeins 2 mörk, því þegar hann losn- aði úr gæslunni þá mætti hann ofjarli sínum í marki Reynis, sem var Ólafur Ró- bertsson, sem varði meira að segja víti frá stórskytt- unni ásamt fjölda skota. En það dugði skammt. Reynis- menn töpuðu leiknum með 23 mörkum gegn 15, en staðan í hálfleik var 13:9 fyrir Þór. Afmælishátíð hjá Karlakórnum ( tilefni af 30 ára afmæli Karlakórs Keflavíkur, sem var 1. des. sl., heldur kórinn afmæliskonsert n.k. laugar- dag kl. 16 í Félagsbíói. Tónleikarnir verða mjög fjölbreyttir. Auk kórsins koma fram 5 einsöngvarar, sem eru úr röðum kórsins, þeir Jón Kristinsson, Sævar Helgason, Haukur Þórðar- son, Sverrir Guðmundsson og Steinn Erlingsson. Kefla- víkurkvartettinn syngur nokkur lög. Ingvar Hall- grímsson syngur nú í kvart- ettinum í stað Ólafs heitins Guðmundssonar, sem söng í honum áður fyrr. Hinn ungi og efnilegi Keflvíkingur, Steinar Guö- mundsson, stjórnar nú kórnum ífyrstasinn. Kórfé- lagar eru 54 og hafa aldrei verið jafn margir. Afmælishátíð verður svo i Stapa kl. 20 um kvöldið, húsið verður opnað kl. 19. Nokkrir aðgöngumiðar eru óseldir, og verða eldri fé- lagar kórsins og styrktarfé- lagar látnir ganga fyrir á meðan miðar endast. -J.L. Nú vantar bara herslumuninn hjá Hauk . .. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með. Reynir komst 2:3 og þegar 5 mín. voru til hálfleiks var staðan 9:8 fyrir Þór. Þá kom slæmur kafli hjá Reyni og Þór náði góöri forystu í leikhléi. Fyrstu 15 mín. i seinni hálfleik skor- Gangbrautar- vörður ráðinn Fyrir stuttu auglýsti bæj- arstjórinn í Keflavík laust starf gangbrautarvaróar, sem staðsettur verður á Hafnargötunni við Skóla- veg. Tvær umsóknir bárust, og var samþykkt að ráða Kristínu Ingimarsdóttur, enda er hún atvinnulaus, segir í bókun bæjarráðs frá 17. nóv. sl. - epj. uðu heimamenn aðeins 2 mörk á fyrstu 15 mín. á meðan Þórsarar hlóðu upp mörkum og komust í 20:11. Lokatölur urðu síðan 23:15. Þórsarar léku þennan leik ekki stórkostlega, enda fengu þeir ekki mótspyrnu nema fyrstu 25 minútur leiksins. Gylfi Birgisson var langbesti maður Þórs með 11 mörk, ásamt markverð- inum Sigmari Þresti. Ólafur Róbertsson, markvörður Reynis, átti mjög góðan leik og einnig átti Arinbjörn mjög góða byrjun og átti 3 fyrstu mörk Reynis, en dal- aði þegar á leikinn leið. Mörk Reynis: Daniel 5, Arinbjörn 3, Jón Kr. 3, Páll 2 Kristinn og Freyr 1 hvor. pket. Daniel skorar hér i leik gegn HK, hann varmeö 5 mörk gegn Þór og var langt frá sinu besta. Siml1540 LEIKFÖNG - GJAFAVÖRUR - ÚTVÖRP BÚSÁHÖLD - RAFMAGNSTÆKI FATNAÐUR - MATVÖRUR OG OKKAR GLÆSILEGA KJÖTBORÐ. Allt á einu gólfi. VÖRUKYNNING: Marabou konfekt á morgun frá kl. 15. - Kynningarafsláttur. Sími 1540 SAMKAUP Sími 1540 Föstudagur 9. des. DANSLEIKUR Matur framreiddur frá kl. 20. MÆTUM ÖLL í STUÐI. PANTANIR í síma 1777 fimmtudag og föstudag. Laugardagur 10. des.: DANSLEIKUR Matur framreiddur frá kl. 20. MÆTUM ÖLL í STUÐl. SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR - ALDURSTAKMARK 20 AR ****************************Neðri salur **************************** NÝR MATSEÐILL Komið inn úr kuldanum og bragðið á jólaglögginu hjá okkur. Við erum komin í jólaskap.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.