Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 7 Heimir Stígsson, ljósmyndari, Ljósmyndastofu Suðurnesja: Snyrtistofan ANNETTA auglýsir: Við eigum jólagjöfina fyrir dömuna og herrann. Gjörið svo vel að lita inn. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Húfutreflarnir komnir aftur, allir litir. ANNETTA Vikurbæjarhusinu - Simi 3311 Skemmtileg atvik, - minnis- stæð, eru þau ekki alltaf að ske? „Vissulega koma oft sérstæð atvik fyrir, og þá sér- staklega i myndatöku. Vilja þau oft á tíðum koma þegar börn eru annars vegar. Stund- um skapast hálfgert vandræða ástand þegar tilsvör þeirra koma óvænt. Persónulega finnst mér mjög gaman að því að mynda börn, það er ein- hver sérstök stemmmng sem því fylgir. Eitt atvik er þó ofar- lega í huga mér. I einni barna- myndatökunni fyrir nokkrum árum var ljósmyndarinn sjálf- urflutturáspítala. Ahugi hans á myndatökunni var slíkur, að í öllum látunum gekk hann á hillu og fékk gat á höfuðið, svo slæmt, að sauma varð 6 spor. Ég er alveg viss um að móðir Heimir að mynda brúðhjón Meira en bara að smella af ,, Vinsamlegast horfa hingað, takk fyrir“ „Já, það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að vera vel menntaður í sínu fagi. Nú, og það er fleira sem spilar þar inn í, ljósmyndari þarf að hafa sköpunargáfu, ef svo má að orði komast. Það er auðvitað hægt að þjálfa allt upp, en það getur tekið lengri tíma, ef verð- andi ljósmyndari hefur þetta ekki í sér.“ tökur af svo til hverju sem er. Fólk lætur mynda ólíklegustu hluti, víð ýmsar aðstæður, sem vilja vera mjög erfiðar. En starfið er nú einu sinni þann- ig, að það felst í alls konar ljós- myndun, tækifærismyndatök- um og eftirtökum. I stuttu máli sagt, allt frá frímerkjum upp í 100 manna hópmynda- tökur“. „Hann þarf að hafa áhuga á fólki. Ljósmyndarinn er að þjóna persónulegum óskum fólks og þarf því að líka vel við fólk,“ segir Heimir Stígsson, en hann hefur rekið ljós- myndastofu Suðurnesja sl. 22 ár og löngum kunnur fyrir störf sín. En það hlýtur að vera fleira en að kunna vel við fólk, til að geta verið góður ljósmyndari. Gefum Heimi orðið: barnsins sem var í myndatök- unni gelymir þessu atviki aldrei og ekki ég heldur." Hvernig er starfi Ijósmynd- ara háttað? „Ég veit aldrei hvað dagur- inn ber í skauti sér. Það geta verið myndatökur úti og inni á stofu, nú, þar sem ég hef séð um fréttamyndir fyrir sjón- varpið, þá kemur það oft óvænt upp á. Það er margt sem drífur á daga manns, mynda- Hvað er erfiðast? Nú er oft sagt að Ijósmvndarar geti gert ailt? „Ljósmyndun er meira heldur en bara að smella af. Oft á tíðum þarf að kynna sér málið rækilega áður en farið er út í myndatöku. Ljósmyndar- ar þurfa að vera vel að sér í flestu, því óskir hvers og eins eru mjög misjafnar. Síðan er það ljósmyndarans að upp- fylla óskirnar, og gera það vel.“ Hafa ekki orðið miklar tæknibreytingar í þessu fagi á undanförnum árum? „Bylting varð í Ijósmyndun á Islandi þegar litmyndir komu til sögunnar i kringum 1970, og í dagereinungis tekið í lit. Þetta varð til þess að Ijós- myndarar þurftu að fara að endurmennta sig, því einungis hafði verið unnið í svart-hvítu. Síðan er náttúrlega mikilvægt að fylgjast með og má þá nefna að ég hef farið á námskeið til Danmerkur, Noregs, Bret- lands og Bandaríkjanna. Ég hef fengist við kennslu á Kefla- víkurflugvelli og í Iðnskólan- um í Reykjavík. En mesta bylt- ingin á seinni árum eru án efa skyndimyndirnar. Kosturinn við þær er sá, að biðtími er mjög lítill, þær eru tilbúnar samstundis. En annað vanda- mál sem af þeim hefur skap- ast er það, að þetta er ekki tekið á filmu, sem áður tíðkað- ist þegar tekið var í svart- hvítu. Þvi kemur oft sú staða upp ef einhver fellur frá ogcin- ungis er til passamynd af við- komandi, að þá þarf að taka eftir henni, sem getur verið í mjög misjöfnu ástandi. Frá stofnun fyrirtækisins hafa allar myndatökur verið settar í geymslu og skráðar, og fjöldi þeirra er í dag um 40 þúsund. Hefur það komið fyrir að til mín hefur verið leitað um heimildir vissra atburða sem hvergi fundust en vitað var að fest var á filmu. Það má því segja að ljósmyndari sé nauð- synlegur í hverju byggðarlagi, þar sem hann getur átt stóran þátt i því að halda sögu þess við,“ sagði Heimir að lokum. _______________________pket. HAGKAUP pr. kg Hangiframpartur ............ kr. 85,00 Hangilæri ................. kr. 133,90 Úrbeinað hangilæri ........ kr. 212,00 Lambahamborgarlæri ........ kr. 134,00 Hamborgarhryggur .......... kr. 128,00 London lamb - frampartur ... kr. 154,00 HAGKAUP Viltu breyta til? Dömu-, herra- og barnakiippingar Permanant - Stripur- Blástur Glansskol - Djúpnæringar Pantið tímanlega fyrir jól i sima 3707. Verið velkomin. ÁSDÍS PÁLMADÓTTIR HÁRSNYR TIR Sunnubraut 8 - Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.