Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Síða 9

Víkurfréttir - 08.12.1983, Síða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 9 Föndurdagur í Garði Sl. laugardag gekkst For- eldra- og kennarafélag Grunnskóla Gerðahrepps fyrir sameiginlegum fönd- urdegi foreldra og nem- enda, í Grunnskólanum í Garöi. Umsjón með degin- um hafði Margrét Jóhanns- dóttir, en hún hafði áður sótt námskeið á vegum Æskulýðsráðs Gerða- hrepps um föndur barna. Félag þetta var stofnað vorið 1982 og hefur þegar Skipst á skoöunum i föndurvinnunni Meiri sói í Keflavík: Sólbaðsstofan Sólin Ekki þurfa Suðurnesja- menn að kvarta yfir „sólar- leysi" í skammdeginu. í vikunni opnaöi Sólbaðs- stofan Sólin að Tjarnargötu 41 í Keflavík. Er þar öll að- staða sem til þarf, tveir sól- arlamparog auk þess nudd- tækið „Slendertone", og þegar búið er að sóla sig eða nudda, þá er hægt að drífa sig í bað á eftir. Eigendur eru þær Sigrún Helgadóttir og Anna María Eyjólfsdóttir. - pket. Hitaveitan hefur brugðist „Það er ekki hægt að líða það lengur að við fáum ekki þann hita inn til okkar sem við borgum fyrir. Á sama tima sér maður að upp úr húsum á Keflavíkurflugvelli stigur gufa, því þeir fá alla orkuna, en við ekki neitt. Ég er að verða brjáluð á þessu." Þetta mælti kona sem hringdi í blaðið og bar fram kvartanir vegna þess aö Hitaveitan hafi brugðist skyldu sinni, að hennar sögn. „Ég borga 2.500 kr. á mánuöi, samt er kaldara hjá mér en áður en hitaveitan kom til, siðan leigi ég hluta af húsinu með hita, sem ekki kemur. Það er marg búið að kanna hvort eitt- hvað sé að hjá mér, en ekk- ert finnst, ég fæ bara ekki nægilega mikinn þrýsting inn í húsið. Maður verðurað hafa rafmagnseldavél í gangi til að fá nægjanlegan hita, og þannig veit ég að er hjá fjöldanum öllum af fólki, Slitnaði upp í Njarðvík Ekki er lögreglunni kunn- ugt um tjón af völdum veð- urs, en all mikil vindhæð var aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Að vísu slitn- aði m.b. Þórkatla II. frá öðrum megin í Njarðvíkur- höfn, en tjón varð ekki telj- andi. - epj. sem er að vonum óánægt með þetta." Vegna þessa höfðum við samband við Ingólf Aðal- steinsson hjá Hitaveitu Suð- urnesja, og spurðum hann hvort Hitaveitan stæði ekki í stykkinu eða ástand væri slæmt hjá þeim núna. „Ég kannast ekki við það,“ sagði Ingólfur, „þetta hlýtur að vera undantekn- ing. Okkur er a.m.k. ekki kunnugt um neina bilun eða hitaskort, hvergi ásvæðinu. Það hefurverið mjög lítið að gera hjá þeim mönnum sem sinna bilunum hjá okkur." epj- Mokar Brekku brautina Vegna skrifa i siðasta tbl. um vinnuvélar sem ollu óþægindum við Brekku- brautina í Keflavík, hafði kvenmaður samband við blaðið og vildi koma því á framfæri, að undanfarin ár hafi viökomandi vinnuvéla- eigandi séð um að ryðja Brekkubrautina og moka snjó út úr innkeyrslum við götuna, endurgjaldslaust, án þess að íbúar hafi tekið það fram. - epj. haldið eitt diskótek auk þessa föndurdags, og er með sameiginlegt feröalag á stefnuskrá að vori. Vildi Margrét koma fram sérstökum þökkum til þeirra kvenna sem höfðu aðstoðað hana við skipu- lagningu þessa jólafönd- urs, sem var nokkuð vel sótt, en hún er formaður fé- lagsins og hefur verið það þetta árið. - epj. Foreldrar tóku virkan þátt i föndurdeginum. TÁ tá Suðurnesjamenn Konur - Karlar § Enn aukum við úrvalið \ af snyrtivörunum. \ Nú getum við boðið § hinar heimsþekktu \ vörur frá \ guerlain j rA rÁ Berta Guðjónsdóttir \ snyrtifræðingur, \ aðstoðar og leiðbeinir \ á laugardögum. \ VERIÐ VELKOMIN í APÓTEKIÐ. \ Apótek Keflavíkur \ í r\ / V Vatnsnesvegi 14, Keflavík, Sími 3377 VEGGHÚSGÖGN Verð kr. 8.400 R^Kft II ii : 1

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.