Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 8. desember 1983 VÍKUR-fréttir GAMANLEIKRITIÐ Spanskflugan i Samkomuhúsinu, Garði Fimmtudaginn 8. des. kl. 20.30. Sunnudaginn 11. des. kl. 20.30. Forsala aögöngumiöa í HLJÓMVAL. og við innganginn báða sýningardagana frá kl. 18. ATH: Ekki sýnt annars staðar á Suðurnesjum. L. L. Áttu góða grein í jólablaðið? Hafðu þá samband sem fyrst í sima 1717. Nú er sól í Keflavík Höfum opnað eina best útbúnu sólbaðs- stofu á Suðurnesjum, að Tjarnargötu 41, Keflavík. höfum á boðstólum m.a. Internat- ional sólarbekki, sem eru þeir fullkomn- ustu sem völ er á hér á landi. Dömur og herrar velkomin. Góð baðaðstaða. Snyrtiaðstaða jafnt fyrir dömur sem herra. SLENDERTONE vöðvaþjálfunartækið, til grenníngar, vöðvastyrkingar og við vöðva- bólgu. Tæki þessi hafa reynst vel við staðbundinni fitu. Notaleg setustofa og alltaf heitt á könnunni Á meðan mamma og pabbi sóla sig, baða og snyrta, dunda börnin sér í vel búnu barnaherbergi. Viljir þú verða brún(n) um jólin eða grennri og betur á þig komin(n) til þess að gæða þér á jólasteikinni , líttu þá við hjá SÓLINNI, sólbaðsstofu, Tjarnargötu 41, niðri, sími 3327. Opið sem hér segir: Mánudaga til föstudaga frá kl. 7-23 Laugardaga frá kl. 7-20 Sunnudaga frá kl. 13-20 Gestir á almæli bókasafnsins, f.v. i fremstu rö6: Áki Granz, Karvel Ögmundsson, Sigurbjórn Ketils- son og kona hans, og loks Guólaug Karvelsdóttir. 40 ára afmæli Bókasafns Njarðvíkur: Bókakostur um 9 þúsund bindi Bókasafnsnefnd Njarð- víkurbaejar hélt uppá40ára afmæli bókasafnsins sl. laugardag, með bók- menntakynningu, auk ýmiss annars fróðlegs efnis í dagskrá. Var hún öll samin og flutt af Njarðvíkingum. Dagskráin hófst á því að Guðlaug Karvelsdóttir bauð gesti velkomna og var jafnframt kynnir. "LiMClI ,„U44jyii miM uu-v t BiJJ - 'liu Í Jón Böövarsson las úr eigin Ijóöabók. Mum . ..jl. ... . - ,-, f _ .*' i Rebekka Guófinnsdóttir, núverandi bókavöröur safnsins. Fyrsta atriðið var um stofnun bókasafnsins, sem var erindi flutt af Sigurbirni Ketilssyni, en hann er fyrr- verandi skólastjóri, og auk þess var hann bókavörður i 26 ár. Því næst flutti Re- bekka Guðfinnsdóttir bóka- vörður, erindi um bókasafn- ið og kom m.a. f ram að á sl. ári voru lánaðar úr safninu 17.409 bækur, en það sam- svarar 8-9 bókum á hvern ibúa bæjarins. Bókakostur almenningssafnsins er hátt á níunda þúsund bindi og sagoi Rebekka að húsakost urværi orðinn mjög þröng- ur þar sem afnot skólans af safninu hefði aukist til muna. Guðjón Sigurbjörns- son flutti næst fróðleik um Njarðvík, en hann var sam- inn af Guðmundi Finnboga- syni, sem ekki sásérfærtað mæta á afmælishátíðina. Magnús Einarsson, ungtog upprennandi Ijóðaskáld, flutti frumort Ijóð, og áður en hlé var gert á kynning- unni las Karvel ögmunds- son smá þætti úr óútkom- inni bók sinni. I hléi var boðið upp á kaffi og smurt brauð. Eftir kaffihlé flutti Aðal- steinn Ingólfsson erindi sem hann kallaði „Játning- ar um bóklestur". Jón Böðv- arsson kom því næst og las úr Ijóðabók sinni ,,Hnoðr- ar". Skólameistarinn er greinilega ekki allur þar sem hann er séður. Albert K. Sanders, bæjarstjóri, las síðan úr bók Karvels ög- mundssonar, „Sjómanns- ævi", og síðasta atriðið á dagskránni var frumsamin tónlisteftirMagnúsÞórSig- mundsson. Á kynningunni voru auk þess sýnd mál- verk og var safninu gefið eitt verk, en það var Áki Granz sem það gerði. Þótti kynning þessi tak- ast mjög vel, en nana sóttu meðal annars forsvars- menn bókasafna á Suður- nesjum auk fleira fólks. pket. 3500 eintök vikulega.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.