Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 8. desember 1983 VÍKUR-fréttir Teppahreinsun Tek aö mér teppa- og húsgagnahreinsun. Hef mjög góða vél. - ATH: Enginn bíkostn- aöur - enginn aukakostnaður. - Upplýs- ingar í síma 3646 eftir kl. 19. Iðnaðarmannatal Suð- urnesja komið út Ut er komið á vegum bókaforlagsins Iðunnar Iðnaöarmannatal Suður- nesja, mikið rit sem Guðni Magnússon hefur tekið saman. Iðnaðarmannafé- lag Suðurnesja stóð fyrir því að láta skrá rit þetta og SÓLSALOON Sólbaðsstofa - Háteig 13 - Keflavík Sími 3680 ÁÐUR „Honum finnst mest spennandi að hafa alla dökk-svarta“. EFTIR 3fclfc]fEI[3|cl[c]f3fclf3f3|clfE]f3f3fElf3f3rc]fc][3fc][3f3í3|dlct ÓDÝRU UNGLINGASKRIFBORÐIN eru komin. Rimla barnarúmin fyrirliggjandi. Höfum opið alla sunnudaga til jóla frá kl. 13 - 17. DUUS HÚSGÖGN Sími 2009 3|3[3[B[3[3|d|d[3f3|3[3f3[3[3f3[3f3|d|df3|3f3f3[3[3[i átti þáverandi formaður fé- lagsins, Eyþór Þórðarson, frumkvæði að verkinu árið 1970. Hann varð síðan for- maður nefndar sem kjörin var til að hrinda því í fram- kvæmd. Guðni Magnússon var ráðinn til að annast söfnun og skráningu ævi- skráa allra iönaðarmanna á Suöurnesjum sem hægt væri að afla upþlýsinga um, hvaða iðngrein sem þeir hafa lagt stund á. Tókst það nánast fyllilega. ( ritinu eru alls um 950æviágrip. Þarað auki er skrá um iðnnema um áramótin 1979-80, en þá var söfnun æviskráa lokið þótt útgáfan hafi af ýmsum ástæðum dregist þar til nú. Þess má geta að myndaöfl- un gekk svo vel, að í myndir af öllum náðist nema fimm. öll sérgreinafélög iðnað- armanna á Suðurnesjum hafa tekið þátt í gerð verks- ins: Iðnsveinafélagið, Meistarafélag bygginga- manna, M úrarafélagiö, Múrarameistarfélagið, Raf- iðnaðarfélagði og Rafverk- takafélagið. - Aflað hefur verið upplýsinga um iðnað- armenn á Suðurnesjum eins langt aftur og heimildir endast. Elstur þeirra sem sögur fara af að hafi stund- að iðn á Suðurnesjum var Guðni Sigurðsson, sem uppi var á 19. öld. Hann var sýslumaður um skeiö en lagði síðan stund á skipa- smíðar. Guðni var merkis- maður og varð hann fyrstur manna til að gegnaembætti landfógeta, var settur til að gegna því umskeið, áðuren Skúli Magnússon tók við því. Bókarauki fylgir iðnaðar- mannatalinu sjálfu. Er þar fyrst þáttur eftir Eyþór Þórðarson, sem nefnist Iðn- ir og handíðir á liðinni tíð á Suðurnesjum. Þá er starfs- saga Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, sem Andrés Kristjánsson hefur ritað. Félagið, sem áður hét Iðn- aðarmannafélag Keflavík- ur, verður fimmtíu ára á næsta ári. Loks er í ritinu aö finna upplýsingar um sér- greinafélög innan iðnaðar- manna á þessu svæði. Ölvun og innbrot Aðsögn lögreglunnar var mikil ölvun aðfaranótt sl. föstudags. Þurfti lögregl- an all oft að hafa afskipti af ölvuðu fólki þá nótt. Með til- komu opins vinveitinga- húss hefði orðið mikil aukn- ing hjá lögreglunni vegna ölvunar. Af öðrum lögreglufrétt- um um sl. helgi var það helst, að aðfaranótt sunnu- fagsins var framið innbrot í bensínstöð Esso í Garði og voru þar gómaðir 2 inn- brotsþjófar á staðnum. epj. 0UDNT ■*QflCSS(. Myndir eru fjölmargar í ritinu, auk mynda af ein- stökum mönnum eru margar hópmyndir í bókar- auka. Flestar myndir í verk- inu hefur Heimir Stígsson Ijósmyndari í Keflavík, tekið. lönaðarmannatal Suöur- nesja er sérstætt í hópi stéttatala sem út hafa verið gefin á landi hér. Aldrei hafa fjölmennari og marg- greindri starfsstétt í einum landshluta verið gerð slík skil. Ritið er ekki einasta upplýsinganáma um iðnað- armenn á þessu landssvæði heldur er þaðog veigamikið framlag til almennrar persónusögu og mann- fræði á Suðurnesjum, því hér eru nefndir til sögu fjöldamargir Suðurnesja- menn úr ýmsum stéttum og frá mörgum byggðarlög- um. - Guðni Magnússon rekur í formála tilurð ritsins og gerir grein fyrir því að öllu leyti. Hann vekur at- hygli á því að bókin sé ,,ekki bundin við eina iðngrein, svo sem húsasmíði, rafvirkj- un o.s.frv. Hins vegarer hún bundin við afmarkað svæði, þ.e. Reykjanesskagann sunnan Hafnarfjarðar. En menn komaogfaraog verð- ur því oft álitamál hvorttaka á með þennan eða hinn sem skamman tima hefur dvalið á svæðinu." Iðnaðarmannatal Suður- nesja er hátt í 600 blaðsíð- ur. Hún er unnin hjá Prent- smiðjunni Odda. Áskrifendur geta vitjað bókarinnar hjá iðnfélögum í Keflavik. BLÓMAFRÆFLAR Þelr elnu réttu sem bera árangur og gefa þér lífskraft. 30 og 90 töflur í pakka. Sölustaður: Vesturgata 15, Keflavík, sími 3445. Sendum heim og í póst- kröfu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.