Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 17
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 17 Ekki við eigendur að Frá fundi um leiktækjasali sakast í síöasta tölublaöi var sagt frá opnum fundi um leiktækjasali, sem félags- málaráð Keflavíkurbæjar gekkst fyrir. Þá var aðeins stiklað á stóru í umræðum frummælenda, en nú birtum við úrdrátt frá al- mennum umræðum: Gunnþór Kristjánsson er á móti spilasölunum sem eru hér í bæ. Taldi hann mikið af þeim peningum sem þar væri haft um hönd vera stolna eða illa fengna á margan annan hátt. Var hann undrandi á bæjaryfir- völdum að leyfa þetta og taldi að það væri það sama og að leyfa fjárhættuspil. örn Óskarsson kom með fyrirspurn, hafði heyrt að það væri ábyrgðarhluturað reka leiktækjasali og lang- aði til að vita hvort ekki væri einhver á fundinum sem ræki svona stað og gæti út- skýrt það frá öðru sjónar- horni. Hallgrimur Arthúrsson kvaðst reka svona stað og vildi sitja fyrir svörum, ef einhver vildi spyrja hann. Spurningum rigndi yfir hann úr öllum áttum um aldurstakmörk, reykingar, áfengi, eiturlyf og gæslu. Skúli Þ. Skúlason lýsti furðu sinni á þvi að bæjarbúar skyldu ráðast á eiganda spilasalarins eins um glæpamann væri að ræða. Sagði hann að það væri við einhvern annan að sakast en hann. Þá mætti reka þessa staði betur en gert væri. Margeir Ásgeirsson tal- aði út frá frétt um skrifstofu framtíðarinnar, en í frétta- auka útvarps kom fram frá þeim sem að sýningunni stóðu, að það væri nauð- synlegt fyrir börnin að kynnast tölvum og stunda tölvuleiki, komast í takt við tækið. Spurði hann hvernig ætti að kynna börnum tölvur. Jóhanni Geirdal fannst afstaöa til þessara tækja vera furðu neikvæð. Leik- tæki væru ekki senditæki djöfulsins. Tækin þyrftu ekki að veratil ills, þau væru notuð til þjálfunar i mörg- um skólum, s.s. flug- kennslu. Vildi hann flytja leiktækjakassanainn ískól- ana gegn hóflegu verði og banna öðrum að hafa slík tæki. Eftirlit yrði haft með hvaða prógrömm væru í gangi. Gunnþór Kristjánsson sagði aö ekki mætti rugla saman tölvu og tölvuspili. Meta ætti hvað mætti leyfa og hvað banna, - ekki flytja þetta inn í skólana. Guomundur Friðrik Ge- orgsson beindi spurningu sinni til Sigurðar Þorkels- sonar skólastjóra, af hverju væri fræðsla, og eitthvað um tölvur í skólanum. Siguröur Þorkelsson sagði að gera þyrfti ráðfyrir þessu á fjárhagsáætlun, en tölvur væru dýrar og ekki væri til fjármagn. Gunnþór Kristjánsson skoraði á þá sem reka svona Sandgerði: Eldur í vörubíl Laust fyrir kl. 15 á mið- vikudag í síðustu viku kom upp eldur í vörubifreið á móts við útibú Kaupfélags- ins í Sandgerði. Virtist sem eldurinn hafi komiö upp undir mælaborði bifreiðar- innar og magnaðist fljótt. Fljótlega barst að hjálp og var náö í slökkvitæki i Kaupfélagið, en þar sem ekki tókst aö ráða við eld- inn, var slökkviliðið í Sand- gerði kvatt út og réði það niðurlögum eldsins. Er bill- inn stórskemmdur eftir, eins og sést á meðfylgjandi mynd. - epj. SUÐURNESJAMENN VERLSUM HEIMA. staði að koma i pontu og verja það, af hverju þeir væru reknir svona. Helgi Hólm l'eit á þetta sem óæskilega samkeppni við íþróttafélögin, en skoraði á fólk að kynna sér tölvur í hvers konar mynd. Drifa Sigfúsdóttir sagöi að engin reglugerð hefði veriö sett um leiktækjasali í Keflavík. Vilhjálmur Skarphéðins- son vildi aö settar yröu mjög strangar reglur, hafa dyravörslu og láta sýna nafnskirteini. Eftirlit yrði frá ábyrgum aðilum. Einnig taldi hann að áfengisneysla færi fram á þessum stöðum. Tómas Tómasson sagöi að það yrði að vera hægt að framfylgja því sem sagt er. Nauðsynlegt væri að hafa samráð við nágrannasveit- arfélögin, þannig að sömu reglur giltu alls staðar, eftir- lit með gerð tækja og hvaða leikir væru þarframkvæmd- ir. Ekki væri rétt að tönlast á unglingavandamáli, því vandamálið væri hjá okkur, þeim eldri. Gunnþór Kristjánsson vildi að opnunartíminn yrði styttur og helst enginn. Sigurbjöm Björnsson kvaðst vera neikvæður gagnvart leiktækjasölum. Taldi hann að fólk væri ekki dómbært um salina ef þaö hefði ekki komið i þá. Hann taldi salina vera of lengi opna og að foreldrar væru of örlátir á peninga við börn sín. Skúli Þ. Skúlason skoraði á félagsmálaráð að leita til unglinganna varðandi samningu á reglugerð um leiktækjasali. Drífa Sigfúsdóttir þakk- aði fundarmönnum fyrir komuna og lýsti undrun sinni á því hve margir af yngri kynslóðinni gáfu sér tima til að sitja þennan fund. - epj. TILKYNNING KEFLAVÍK - NJARÐVÍK - GRINDAVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglu- gerö nr. 16/1978, er hverjum og einum ó- heimilt að selja skotelda eöa annaö þeim skylt nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeirsem hyggjaásölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu- þjóns í Keflavík, eigi síöar en 2Í. desember 1982. Að öðrum kosti verða umsóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík. Lögreglustjórinn i Gullbringusýslu Bæjarfógetinn i Keflavík, Grindavík og Njarðvik Brunavarnir Suðurnesja KEFLAVÍK Auglýsing um tímabundna um- ferðartakmörkun í Keflavík Frá fimmtudegi 8. desembertil laugardags 31. desember 1983, að báðum dögum með- töldum, er vöruferming og afferming bönn- uð á Hafnargötu á almennum afgreiðslu- tíma verslana. Á framangreindu tímabili veröa settar hömlur á umferö um Hafnargötu og naer- liggjandi götur, og annars staðar, sem þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnu- akstur eöa umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slikt til kynna. Keflavík, 1. desember 1983. Lögreglustjórinn i Keflavik NJARDVÍK Útsvör og aðstöðugjöld 5. og síðasti gjalddagi útsvara og aðstöðu- gjalda var 1. desember sl. ATH: 30. desember er eindagi 5. greiðslu útsvara og aðstöðugjalda. Bæjarsjóður - Innheimta

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.