Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 19 Svipleiftur Suðurnesja Fyrir nokkru birti ég hér í blaðinu hlutverkaskrá og söngtexta úr reviunni Svip- leiftur Suðurnesja. Áður en lengra er haldið er rétt að raeða örlítið um þann texta, ,,BAKARINN ALLRA BRAUÐA" Bíóbragur Lag: Bom fadi rifati Bakarinn okkar bakaði bíó, bíó þetta stendur hér. Nú bakar hann aftur - Tríó-Bíó, úr Kalla, Frisa og sjálfum sér. Hundaþúfa heita skal, hollt er að koma í þennan sal. - Bom fa di rí fa di ral la la - Frissi þetta hugsar með hita: Hvað skal gera við þetta mál? Þarna fæ ég feitan bita, félaga og eina skál. Þá verður lífið leikur einn, aö leika sér er ei vandi neinn. - Bom.... Kalli var heldur súr á svipinn, svona til að byrja með. Hann var allur ofsa gripinn, og ei gat fylgi þessu léð. Hann vildi heldur svelta í hel, en éta illa bakaö mél. - Bom .... Frissi og Árni syngja saman, sælir um nýja bíóið, en það er sko ekki gaman, ef einn vantar í trióið. En þeim er það sjálfum samt í hag, ef syngja vilja þetta lag: Bom.... Bakarinn tekur snúðabakkann og labbar syngj- andi út hinum megin á sviðinu. Næst koma Ballvísur. Nú ball skulum halda, því ball er gott, á ballinu skulum við hafa það flott, þvi við höfum dömur að dansa við, já, dásamlegt verður þar kvenfólkið. Þar koma sportmenn og spekúlantar, sprúttsalar, formenn og bakarar, háttsettir drengir og delerantar, dragfínir kaupmenn og rakarar. Með hárfinar konur þeir koma hér. sem kunna á böllum að haga sér, í dragsíðum kjólum þær dansa inn, sem duftinu sópa um gólflötinn. Við skulum svo ekki segja meira, af sælu hver persóna verður rík. Það má oft broslega brandara heyra, af böllunum hérna í Keflavik. Fleiri söngtextar birtast siðar. Skúli Magnússon Fóstrur Staða forstöðumanns við dagheimilið og leikskólann við Tjarnargötu í Keflavík er laus til umsóknar. Áskilið er að umsækjendur hafi fóstru- menntun. Staðan veitist frá 1. jan. 1984. Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá fé- lagsmálafulltrúa, Hafnargötu 32, sími 92- 1555, frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast félagsmálafull- trúa fyrir 12. des. n.k. Félagsmálaráö Keflavikurbæjar sem birtist um daginn. Liðin eru 43 ár frá upp- færslu revíunnar í Ungó. Hætt er við að ýmsir þekki þvi ekki til þessararsýning- ar. Revýan var skopstæling á lífinu í Keflavík á þeim árum og söngtextarnir sömuleiðis. Undir skopinu leyndist stundum nokkur ádeila, en fáir fengust um það, jafnvel þó ýmsir væru nefndir með réttum nöfn- um. Samning revíanna Svipleiftur Suðurnesja (1940) og Draumalandið (1941) var engin tilviljun. Á pessum árum var blóma- tími reyíanna í reykjavík, og margir frá Suöurnesjum sáu þær revíur sem sýndar voru þar innfrá. Söngtextinn sem birtist siðast fjallar um verkfall hjá útgerðarmönnum i Kefla- vik. Ekki er ég viss um hvaða verkfall það var. Ef til vill deilur þær sem urðu hér á kreppuárunum þegar Verkalýðsfélagið var stofn- að. Aöalpersónan í kvæð- inu er ÓlafurThors, alþing- ismaður. Á þeim árum hjálpaði hann ýmsum sem hér stóðu í togaraútgerð, en gekk illa sökum kreppunn- ar. í textanum eru nefndir þrir útgerðarmenn: „Litli- Björn, Einar og Salli". Litla Björn þekki ég ekki, en Einar er trúlega Einar Guð- bergur og Salli Axel Pálsson. Forvitnilegt væri ef ein- hver gamall áhorfandi vildi senda blaðinu línur um þessar sýningar svo og skemmtanalíf í Keflavík á þessum árum styrjaldar og breskrar hersetu. Einnig væri fróðlegt ef hægt væri að birta Ijósmyndir frá upp- færslu revíanna beggja eða annarra leikrita frá þessum árum. Fátt af slíku er til á prenti. Saga skemmtanalífs er ekkisíðurathyglisverðentil dæmis þróun verklegra framkvæmda, verslunar og útgerðar. Allt er þetta hluti af mannlífinu. Allir punktar yrðu því vel þegnir, jafnvel þó mönnumfinnistþeirlétt- vægiríaugnablikinu. Heim- ildir um skemmtanalíf í Keflavík á þessum árum eru ekki ýkja margar, þó enn sé á lífi fólk sem man þau ár. Þegar heildarsaga verður skráð koma slík atriði að góðum notum. Næsti söngtexti fjallar um Eyjólf Ásberg, sem rak hér brauðgerð og bió - Nýja Bíó. Meðhonum í bíórekstr- inum voru þeir Karl Guð- jónsson og Friörik Þor- steinsson. Karl er einn þeirra á lífi, og starfaði lengi á Keflavíkur-radiói. Textinn birtist orðréttur, en ég hef orðið að laga greinarmerki og bæta við kommum og fleiru slíku, sem þeir Ung- mennafélagar hugsuðu ekki alltaf um. Ég vona að greinarmerkin séu rétt. Jólablaðið kemur út 15. des. DAIWU v^EÍ^ «§^ Nú hafa |Suðurnesjabúar sína eigin Arnarflugsskrifstofu Nú geta allir feröalangar á Suðurnesjum sparaö sér sporin og fengiö feröa- upplýsingar og flugþjónustu á eigin skrifstofu á Keflavík- urflugvelli. Þar bókum viö flugfarseöla til allra heims- horna með ótal flugfél- ögum, seljum pakkaferðir Arnarflugs á hagstæðu heildarverði, og önnumst alla aðra almenna fyrir- greiðslu. Við erum Corda- tengd við umheiminn og tryggjum þannig fyrsta flokks þjónustu á auga- bragði. .sS? %æ m ass? Amsterdam Verö frá kr. 10.908. Kanaríeyjar Verö frá kr. 22.572. *% w8®iz£> Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG i\S±, Flugstöðinni ¦ herbergi 21, sími 92-2700 Prjónakonur athugið Lopavörumóttaka okkar er að Iðavöllum 14b. Kaupum hnepptar peysur í öllum stærðum. Móttakan verður opin sem hér segir: Frá kl. 9 - 12, miðvikudaginn 14. desember n.k. ISLENZKUR MARKADUR HF. RgrjMÆissr Félagsheimilið Stapi - Forstöðumaður Staða forstöðumanns við Félagsheimilið Stapa, Njarðvík, er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 11. desember. Nán- ari upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarstjóri Njarðvikur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.