Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 8. desember 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Halnargötu 32, II. hæð. - Simi 1717. Nýtt björgunarskýli vígt í Vogum Sl. laugardag vígði Björg- unarsveitin Skyggnir í Vog- um, nýtt björgunarskýli í Vogum. Sveitin er rúmlega árs gömul, stofnuð i ágúst i fyrra og er formaður hennar Oddur Ólafsson. Sagði hann í viðtali við blaðið, að björgunarskýli þetta vaeri gamalt bátaskýli sem þeir hefðu keypt og endurbyggt og yrði í fram- tíðinni bæði notað sem fé- lagsmiðstöð fyrir fundi og aðra starfsemi sveitarinnar, auk þess sem bíll sveitar- innar og önnur tæki yrðu geymd þarna. f björgunarsveitinni eru 17 meðlimir og hafa þeir aðallega tekið þátt i aðstoð á Reykjanesbrautinni á þessum tíma og ems inni á Strönd vegna veðurs. Hann sagðist einmitt búast við að Oddur Ólafsson, formaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis. aðalstarf þeirra í framtíð- inni yrði aðstoð við fólk á Reykjanesbraut í ófærð yfir vetrarmánuðina, og þá að- allega á Strandarheiði. Er húsið aðallega endur- byggt á síðustu tveimur mánuðum og hefur sveitin fjármagnað húsið fyrireigið fé, en þess aflar hún með merkjasölu, auk þess sem hún verður með flugelda- sölu nú um áramótin. - epj. Björgunarskýlið og bifreið Skyggnis i Vogum. Ekki byggt samkvæmt samþ. teikningum Svohljóöandi bréf hefur verið sent til allra bygginga- nefnda á svæði Brunavarna Suðurnesja: „Áfundi hjástjórn Bruna- varna Suðurnesja 14. nóv. sl. var meðal annars fjallað um eldvarnaeftirlit. Þarkom í Ijós að mikil vinna liggur í þvi að fá framgengt þeim kröfum um eldvarnarmál, sem eru á samþykktum teikningum. Stjórn Brunavarna Suð- urnesja fól formanni og slökkviliðsstjóra að rita bygginganefnd bréf um þessi mál. Þar sem nokkuð hefur borið á því að byggingar sem samþykktar hafa verið af bygginanefnd og eld- AUGLÝSENDUR, ath. Jólablað Víkur-frétta kemur út 15. des. Verið tímanlega með auglýsingarnar. Síðasta blað ársins kemur síðan út þann 22. desember. varnaeftirliti, hafaekki verið byggðar samkvæmt sam- þykktum teikningum, viljum við taka eftirfarandi fram: Við viljum leggja áherslu á það að byggingaeftirlit Eins og áður hefur komið fram hefur verið gefin út ný samræmd reglugerð varð- andi hundahald á Suður- nesjum. Áðuren reglugerð- in öðlaðist gildi var hún tekin fyrir í öllum sveitarfé- lögunum og þ.á.m. í Höfn- um, og þar var hún sam- þykkt með meirihluta. Síðan bar það við nú ný- lega, að hundur í eigu odd- vitans á staðnum var tek- inn, skv. reglugerðinni, og þá varð uppi fótur og fit og málið tekið aftur upp í sveit- arstjórn og nú samþ. að bann um lausa hunda skyldi verði aukið og þeim meist- urum sem eru með viðkom- andi byggingu verði gerð grein fyrir ábyrgð sinni. Við lítum svo á að það sé alfarið byggingaeftirlits að sjá um að byggt sé eftir samþykkt- um teikningu. Sama gildir um þreytingar á eldri hús- um, svo og um breytta starf- semi.“ - epj. ekki gilda í Höfnum. Er þetta nokkuð furðuleg sam- þykkt, því sveitarstjórnir geta ekki breytt reglugerð- um sem viðkomandi ráðu- neyti hefur sett. Þá vekur það ekki síður furðu að þetta iitla sveitar- félag, Hafnir, sem senni- lega græðir mest á núver- andi samstarfi innan SSS, borgar minnst, en fær þó sömu þjónustu og aðrir, skuli gera tilraun til slíkra sérákvæða, jafnvel þó það hafi í þessu tilfelli komið við einn sveitarstjórnarmeð- liminn. - epj. Hundarnir tóku völdin í Höfnum Einsi Júl.: Hættiraðsópa og er farinn að syngja á ný. Keflvíkingar stjórna dansi á tveim stærstu danshúsum borgarinnar Einar Júlíusson byrjaður að syngja á ný Keflvískir tónlistarmenn hafa sett stóran svip á skemmtistaði borgarinnar að undanförnu. Er hér átt við þá Gunnar Þórðarson, sem sér um tónlistarflutn- ing ásamt hljómsveit sinni á veitingahúsinu Broadway, og svo Magnús Kjartans- son, sem er í Súlnasal Hótel Sögu þar sem hann tók við eftir áratuga veru Ragnars Bjarnasonar. Sér hann þar um músíkina ásamt ný- stofnaðri hljómsveit, en í henni er meðal annarra Finnbogi bróðir hans. Eru þetta vissulega skrautfjaðrir í hatta þeirra Gunnars og Magnúsar, sem hafa skapað sér stóran sess í skemmtanalífi fólks und- anfarin 15-20 ár með hinum ýmsu hljómsveitum, ásamt plötuútgáfu og ýmsu fleiru. En það eru fleiri en Magnús og Gunnarsem eru á fullu. Enginn annar en Einar Júlíusson er byrjaður að syngja á ný með hljóm- sveitinni Pónik, sem hann gerði það gott með á árum áður. Ekki er að efa að margir hlakka til að heyra í Einari á nýjan leik. - pket. Maggi Kjartans: Syngur af krafti á Sögu. Spurningin: Hefur þú farið á miðilsfundi? Þorbjörg Þorgrímsdóttir: ,,Já, og fylgist með þess- um málum." Jón Böðvarsson: ,,Einu sinni, af þvi að mið- illinn var kunningi minn og leikbróðir í æsku, og ég fór af forvitni til að vita hvernig hann tæki sig út.“ Anna Emilsdóttin ,,Nei, það hef ég aldrei gert og hef ekki beinlínis áhuga fyrir þessum mál um.“ Gunnhildur Gunnarsdóttir: ,,Já, og ég hef gaman af að fylgjast með þessum málum."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.