Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Sr. Björn Jónsson Jólin koma Les. Lúk. 2, 1-4 ,,Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og villtust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snœþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsóngvum hvert angur manns". Þannig heilsar Steinn Steinarr skáld þeirri hátíð sem nú er þegar farið að bjarma af, heilagri jóla- hátíð. Og áreiðanlega talar hann fyrir munn mfög margra, bæði á okkar landi og raunar miklu víðar, þegar hann segir að jólin séu hjartanu skyldust, standi mennlegu hjarta nœst, af öllum hátíðum ársins. Þessi sami skilningur kemur Ij'óst fram íhelgisögu einni, sem greinirfrá því, hvernig myrkrahófðinginn hugðist losna við jólahátíðina fyrir fullt og allt. „Takist mér ekki aðkomajólahátíðinnifyrirkattar- nef," sagði h'ann við sjálfan sig, ,,þá munu mennirnir að minnsta kosti einu sinni á ári finna til löngunar eftir Guði, og á meðan er ekki hægt að ganga á milli bols og höfuðs á kristindómnum á jörðinni". Hann lagðist djúpt og hugsaði lengi, og loksina taldi hann sig hafa lausnina í hendi sér. Hann hafði uppgötvað jólaannríkið. Það er eðlilegt og sjálfsagt að gera se'r einhvern dagamun í sambandi við helgihald jólanna. Enþað er ekki eins og það á að vera, efjólin okkar ná ekki lengra en til hins ytra undirbúnings, hversu ríkmann- legur sem hann kann að vera. Heyrt hefi ég sagt frá skírnarveislu, þar sem svo mjög var svallað, að barnið, litli skírnarþeginn, gleymdist gjörsamlega. Þegar móðirin loks rankaði við sér og fór að huga að því, þá var það illa á sig komið, úrgrátið, kalt og blautt, og nær dauða en lífi af hungri. Og einhvern tíma gerðist það viðjarðarför, aðlík- fylgdin gleymdi að taka kistuna með sér frá hús- kveðjunni til kirkjustaðarins, þar semjarðsetja átti, svo mjög höfðu ,,rausnarlegar" veitingar ímat - og þó einkum í drykk gert þá, sem hlut áttu að máli, ófæra um að gegna hlutverki sínu. Því miður gerist það alltof oft hjá okkur, að jólahátíðin er undirbúin af þvílíku ofurkappi, að við erum í raun og veru orðin ófær um að njóta þess sem við væntum okkur af hátíðinni, þegar hún gengur í garð, vegna lamandi þreytu og áhjákvæmilegrar streitu, sem undirbúningurinn hafði í för með sér. Og nú er það í síauknum mæli talið sjálfsagt og auglýst sem eitt afþví allra nauðsynlegasta, að inn- sigla jólafríið og þar með að fagna hátíðinni með neyslu áfengis, sem kallað er „jólaglögg". Eg veit ekki hvað þér finnst, lesandi góður, en min skoðun er sú, að það eitt, að tengja nafn hinnar helgu hátíðar neyslu áfengis í einni eða annarri mynd, gangi guðlasti næst. Og það skulum við öll muna, að það verður engum til gæfu, sem leyfir áfenginu að eitra „hátíðina, sem hjartanu er skyldust", heilaga jólahátíð. Þegar það bætist ofan áþástreitu, semsvo víða erfyrir, þá verður áreiðanlega harla takmark- aður tími afgangs til þess svo mikið sem að leiða hugann að honum, sem á jólunum fæddist, Frelsar- anum Jesú Kristi, sem þó er ávallt kjarni jólanna, markmið þeirra og eini tilgangur. Og nú eru jólin enn á ný i næstu nánd. Ætlar þú, vinur minn, að gefa þér lausan tauminn íhinugengd- arlausa undisbúningskapphlaupi, eins og þú hefur vafalaust oft gert á liðnum árum? Viltu ekki heldur spyrna viðfótum í þetta sinn, víkja af alfaravegi og nema staðar viðjötuna, þar sem Jesúbarnið, jólakon- ungurinn hvílir, vafinn reifum, vera hljóður frammi fyrir honum og leitast við að stilla huga þinn á þá bylgjulengd, sem nemur tóninn frá hæðum? Það er óendanlega mikið þýðingarmeira og bless- unarríkara en að stilla á Rás 2, sem margir hlusta á með velþóknun þessa dagana. Þegar Elía spámaður stóð forðum á Hóreb-fjalli til þess að mæta Guði, þá komu bæði stormur, j'arð- skjálfti og eldur. En Drottinn var þar ekki. Hann er ekki Guð hins blinda valds, eyðingar og tortímingar. En Drottinn kom - „og eftir eldinn kom blíður vindblær", segir íokkar helgu bók. Hann kom ívind- blænum blíða, afþví að hann er Guð kærleikans. Af því að hann elskaði mennina, þá „gafhann son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf'. Guð gefi þér, að sá blíði vindblœr, sem Drottinn birtist í, megi verða hlutskiptiþitt áþessumjólum, að kærleikur Guðs megifinna sérfarveg að hjartaþínu, svo að barnið heilaga megi eignast verðugan bústað þar. Þá eignast þú og lifir í sannleika. GLEÐILEG JÓLl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.