Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Side 3

Víkurfréttir - 15.12.1983, Side 3
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Sr. Björn Jónsson Jólin koma Les. Lúk. 2, 1-4 ,,Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og villtust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns". Þannig heilsar Steinn Steinarr skáld þeirri hátíð sem nú er þegar farið að bjarma af heilagri jóla- hátíð. Og áreiðanlega talar hann fyrir munn mjög margra, bœði á okkar landi og raunar miklu víðar, þegar hann segir að jólin séu hjartanu skyldust, standi mennlegu hjarta næst, af öllum hátíðum ársins. Þessi sami skilningur kemur Ijóst jram í helgisögu einni, sem greinir frá því, hvernig myrkrahöfðinginn hugðist losna við jólahátíðina fyrir fullt og allt. „ Takist mér ekki að koma jólahátíðinnifyrir kattar- nef“ sagði hann við sjálfan sig, ,,þá munu mennirnir að minnsta kosti einu sinni á ári finna til löngunar eftir Guði, og á meðan er ekki hægt að ganga á milli bols og höfuðs á kristindómnum á jörðinni". Hann lagðist djúpt og hugsaði lengi, og loksina taldi hann sig hafa lausnina í hendi sér. Hann hafði uppgötvað jólaannríkið. Það er eðlilegt og sjálfsagt að gera sér einhvern dagamun í sambandi við helgihald jólanna. En það er ekki eins og það á að vera, ef jó/in okkar ná ekki lengra en til hins ytra undirbúnings, hversu ríkmann- legur sem hann kann að vera. Heyrt hefi ég sagt frá skírnarveislu, þar sem svo mjög var svallað, að barnið, litli skírnarþeginn, gleymdist gjörsamlega. Þegar móðirin loks rankaði við sér og fór að huga að því, þá var það illa á sig komið, úrgrátið, kalt og blautt, og nær dauða en lífi af hungri. Og einhvern tíma gerðist það við jarðarför, að lík- fylgdin gleymdi að taka kistuna með sér frá hús- kveðjunni til kirkjustaðarins, þar sem jarðsetja átti, svo mjög höfðu ,, rausnarlegar“ veitingar í mat - og þó einkum í drykk gert þá, sem hlut áttu að máli, ófæra um að gegna hlutverki sínu. Því miður gerist það alltof oft hjá okkur, að jólahátíðin er undirbúin af þvílíku ofurkappi, að við erum í raun og veru orðin ófær um að njóta þess sem við væntum okkur af hátíðinni, þegar hún gengur í garð, vegna lamandi þreytu og áhjákvæmilegrar streitu, sem undirbúningurinn hafði í för með sér. Og nú er það í síauknum mæli talið sjálfsagt og auglýst sem eitt af því allra nauðsynlegasta, að inn- sigla jólafríið og þar með að fagna hátíðinni með neyslu áfengis, sem kallað er „jólaglögg". Eg veit ekki hvað þér finnst, lesandi góður, en mín skoðun er sú, að það eitt, að tengja nafn hinnar he/gu hátíðar neyslu áfengis í einni eða annarri mynd, gangi guðlasti næst. Og það skulum við öll muna, að það verður engum til gæfu, sem leyfir áfenginu að eitra „hátíðina, sem hjartanu er skyldust“, heilaga jólahátíð. Þegar það bætist ofan á þástreitu, sem svo víða er fyrir, þá verður áreiðanlega harla takmark- aður tími afgangs til þess svo mikið sem að leiða hugann að honum, sem á jólunum fæddist, Frelsar- anum Jesú Kristi, sem þó er ávallt kjarni jólanna, markmið þeirra og eini tilgangur. Og nú eru jólin enn á ný í næstu nánd. Ætlar þú, vinur minn, að gefa þér lausan tauminn í hinugengd- arlausa undisbúningskapphlaupi, eins og þú hefur vafalaust oft gert á liðnum árum? Viltu ekki heldur spyrna við fótum í þetta sinn, víkja af alfaravegi og nema staðar við jötuna, þar sem Jesúbarnið, jólakon- ungurinn hvílir, vafinn reifum, vera hljóður frammi fyrir honum og leitast við að stilla huga þinn á þá bylgjulengd, sem nemur tóninn frá hæðum? Það er óendanlega mikið þýðingarmeira og bless- unarríkara en að stilla á Rás 2, sem margir hlusta á með velþóknun þessa dagana. Þegar Elía spámaður stóð forðum á Hóreb-fjalli til þess að mæta Guði, þá komu bæði stormur, jarð- skjálfti og eldur. En Drottinn var þar ekki. Hann er ekki Guð hins blinda valds, eyðingar og tortímingar. En Drottinn kom - ,,og eftir eldinn kom blíður vindblær", segir í okkar helgu bók. Hann kom í vind- blænum blíða, af því að hann er Guð kærleikans. Af því að hann elskaði mennina, þá „gaf hann son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf'. Guð gefi þér, að sá blíði vindblær, sem Drottinn birtist í, megi verða h/utskiptiþitt áþessum jólum, að kærleikur Guðs megi finna sér farveg að hjarta þínu, svo að barnið heilaga megi eignast verðugan bústað þar. Þá eignast þú og lifir I sannleika. GLEÐILEG JÓL!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.