Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ VIKUR-fréttir Fitjanesti hættir rekstri um áramót: Skeljungur lokar á heimamenn 5 manns missa atvinnu sína af þeim sökum Olíufélagiö Skeljungur stendur nú í vegi fyrir því að hjón úr Keflavík, sem stund- að hafa verslunarreksturað Fitjum í Njarðvik sl. 1M> ár, fái að halda rekstri áfram. Fitjanesti i janúar 1967. - Nú gæti fariö svo að húsió verói rifið. Skeljungur á húsnæðið ásamt öðrum aðila og hafa þau hjón leigt umrætt hús- næði af þeim. Hefur þeim verið sagt upp leigusamn- ingi frá og með n.k. ára- mótum. Þannig liggur í málum, að þegar bygging Hagkaups stóð yfir og húsnæðis þess er Tomma-borgarar fengu til reksturs ásamt því sem Skeljungur ætlaði að flytja bensínsöluna þangað þegar Fitjanesti legöi upp laupana, þá gerðu fyrr- nefnd fyrirtæki samning við olíufélagið um að Fitjanesti hætti rekstri þegar Hag- kaupssvæöiö yrði tilbúiö. Ekki mætti rótgróin verslun heimamanna vera staðsett Við erum komin í jólaskap Það eru Sanrio-fígúrurnar líka, því viö tökum upp vörur með þeim daglega. Hittumst í Nepal. - Kveðja. Kittý, Twinstar og Melody. Verslunin NEPAL Hafnargötu 26 - Keflavfk - Sftni 3943 mn. U VERSLANIR OG FYRIRTÆKI Munið að panta snitturnar og brauðterturnar tímanlega. PANTANIR í síma 1777 fimmtudag og föstudag. vs Föstudagur 16. des. ^ DANSLEIKUR I; hefst kl. 22.30. 7-^ Mætum öll í stuði. Laugardagur 17. des. DANSLEIKUR Matur framreiddur 5^ frá kl. 20. tógt Mætum öll i /' stuði. ^H & nokkra metra frá svæðinu og draga úr umferð við hin nýju fyrirtæki sem aðkomu- aöilar standa að. Fitjanesti átti aö hætta rekstri 1. sept. sl., en þau hjón fengu uppsagnarbréf þann 1.júlísl.,ensíðanhafa þau fengið frest tvívegis en skulu nú burt um áramót. Sitja þau nú uppi meö lager fyrir 300 þúsund, sem ekki er seljanlegur, auk þess sem 5 manns missa atvinnu sína. Er það næsta f áránlegt að olíufélag skuli geta ráðið til um hverjir geti stundað hér verslunarrekstur og hverjir ekki, auk þess sem heima- fólki er visað frá til að koma aökomuaðila að. - pket. Spurningin: Áttu von á Grýlu eða Leppalúða í heimsókn? sj Æmímk A ¦ i Wf'' M,- Þorgeir Þorsteinsson: ,,Ef von er á þeim hjúun- um, vil ég helst fá þau bæði". Draumsýn Borgin sem aö brýst úr sæ búin dýrðarljóma, ber merki þess sem markar æ máttinn sælla hljóma. Höfgan mína hugur ber sem hvísl á milli stjarna. Á Ijóssins vængjum lengir mér viö lýrík Drottins barna. Þau leika blítt í Ijósi því sem stafir sólar veita. I værri trú ég vakna á ný og ollu illu neita. Fögnuður Þegar Ijósgeislar lauga og lifnar mitt hjarta, þá blómstra öll blóm i breiöunum mörgu og ilmur hver angar sem andvari aö vori. Þegar sólgullin stefna að sindrandi vængjum söngfugla snjalla á silfruöum hæðum, þá fluginu fagna fannhvitar álftir. Trú Hún eyöir beiskri angan og andar Ijúft á brá, ber vakinn koss á vangann og viljans duldu þrá. Hú eyðir beiskri angan og eitrið fellur frá. Bæn Gef mér gjöfult hjarta gæfuríka ást, trausta trú í anda tryggð i hverjum vanda von og viljans mátt. Óli Sæm. Suðurnesjamenn Verslið heima. Ellert Elriksson: ,,Já, ég ávonáþeim, þeg- ar krakkarnir verða óþekk- ir." Jóhann Lindal: „Ekki býst ég við þeim ágætu hjónum i heimsókn, en ég á von á öllum börnum þeirra (jólasveinunum). Stekkjastaur kom 12. des., en Kertasnikir, sá sið- asti, kemur á aðfangadag". Albert K. Sanders: ,,Ég vona ekki".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.