Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 14

Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 14
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir kvæöur, að maður fékk oft að fylgjast með meðhöndl- un á því fólki sem maður kom með, og sú meðhöndl- un læknanna kenndi manni mest og best. Eitt það fyrsta sem ég lenti í var slys hér á Hring- brautinni, þar sem maöur var svo illa farinn, að maður sér ekki verra eftir umferð- arslys, og því gefur þetta manni góða innsýn, ef maður þolir að sjá það, hverju maðurmáeigavon á. Þetta varö til þess að maður vildi fylgjast betur með og þar sem Kristján var einn, nýtti hann þá aðstoð sem á framfæri var og því fékk maður að sjá það sem hann var að gera, og það varð manni góður skóli." Hvaö hefur þú tekið þátt í mörgum sjúkrafiutningum frá upphafi? ,,Ja, ég veit það ekki, ætli það hafi ekki verið að jafn- aði um 500 á ári, þar til við urðum þrír i starfinu, en þá dreifðust flutningarnir á fleir menn og þá hafa komið 3-400 flutningar á hvern á ári, þannig að á 13 árum ætti þetta að vera nálægt 6500 flutningum." Ef við tölum um versta flutninginn, hver var hann? „Jú, það hafa komið upp slæmir flutningar í ófærð, t.d. tók einu sinni ferð af slysstað á Vogastapa og inn á Slysavarðstofu fjóra og hálfan tíma. Það var að vísu ekki mikið slys í þvi tilfelli, en samt voru þeir fjórir og öllum hrúgað inn í sjúkra- bílinn bæði liggjandi, sitj- andi og standandi. Þetta var í norð-austan skafrenningi og mikilli ófærð. Nú náttúrlega versti flutn- ingurinn sem ég hef lent í var þessi eini sem plataði okkur á leiðinni og dó, við höfum verið það heppnir í þessu að við höfum ekki misst mann fyrren ásiðasta ári. Hér var um að ræða hjartasjúkling og vorum við komnir inn á Miklatorg þegar honum versnaði skyndilega, en þá var stutt eftir því hann átti að fara á Landakot. Við vorum í tal- stöðvarsambandi við lækna sem biðu eftir honum niðri, en það dugði ekki til, þó enginn tími hafi farið til spillis, þetta er því sá flutn- ingursem verðureftirminni- legastur." Fáið þið nægjanlega til- litssemi frá vegfarendum þegar þið akið með blikk- Ijós? „Það er nokkuð misjafnt. Vandaðar jólagjafi Herraúr, dömuúr, vasaúr, hálsúr, skólaúr, vekjaraklukkur, eldhúsklukkur, skákklukkur, loftvogir, skartgripakassar, barnahnífapör, silfurhringir, silfureyrnalokkar, silfurfestar, gullhringir, gullhálsmen, gulllokkar, gull- festar, demantshringir, demantshálsmen, demantslokkar. GEORG V. HANNAH Úr og skartgripir Hafnargötu 49 - Keflavík - Sími 1557 ^\Vl\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\Vl\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\y § \ Suðurnesjamenn Konur - Karlar Enn aukum við úrvalið af snyrtivörunum. Nú getum við boðið hinar heimsþekktu vörur frá guerlain Berta Guðjónsdóttir snyrtifræðingur, aðstoðar og leiðbeinir á laugardögum. VERIÐ VELKOMIN í APÓTEKIÐ. Apótek Keflavíkur í : r/ ’ Suma daga sjá ökumenn okkur langar leiöir og víkja vel fyrir manni, en aðra daga er maður kominn alveg að bílunum án þess að þeir gefi möguleika. Hitt finnst mér þó hættulegra, þetta með bílana sem koma á móti, þvi þeir hljóta alltaf að sjá blikkljósin, en oft er það þannig að þeir víkja allt í einu þegar við erum að mætast, og þá kemur sá næsti og ætlar fram úr, þetta er það hættulegasta á Reykjanesbrautinni í sam- bandi við þennan hraða akstur." „Manstu eftir sérstökum dæmum um slæm við- brögð? „Já, í einu tilfelli t.d. vor- um við á leið inn eftir með hjartasjúkling, og þegarvið vorum komnir að Kópa- vogsbrúnum ókum við fram á göngu frá hernámsand- stæðingum og virtist hóp- urinn skipta sér i tvo hópa, annars vegar þeir sem vildu hleypa okkur framhjá og hinir sem hreyfðu sig hvergi. Þarna voru til staðar lögreglumenn úr Kópavogi og Hafnarfirði, en þaðgekk samt ekki og þetta tafði okkur um dýrmætt kortér þar til við komumst inn á Reykjanesbrautina. I öðru tilfelli vorum við með konu sem hafði verulegar blæð- ingar og því lá henni á að komast undir læknishend- ur. Það var geysileg hálka og því fannst mér ekki vit í að aka meira en á 50-60 km hraða, því ef eitthvað bját- aði á gerði maður ekkert á meiri hraða. Við vorum með Ijósin á og vonuðum að menn gæfu okkur meiri möguleika á að vera inn á veginum. Þegar við komum í Kúagerði kemur bíll á mikl- um hraðaafturundirsjúkra- bílinn og framúr, og þegar hann er að verða kominn með hægra framhornið fram fyrirsjúkrabilinn, kem- ur bíll á móti, þannig að ég varð að leggja á sjúkrabíl- inn út í kantinn til að forða árekstri. Hann hélt síðan áfram og ég gat ekki stillt mig um að hafa samband við lögregl- una í Hafnarfirði út af þessu. Nú, maðurinn brást hinn versti við og átti ekki orð til að lýsa yfir vanþókn- un sinni á því að vera að aka eftir Réykjanesbrautinni á 50-60 km hraða á rauðum Ijósum og draga þannig niður umferðina. Sá tók því ekki tillit til aðstæðna." Að lokum sagðist Lárus vilja brýna það fyrir vegfar- endum að sýna fulla tillits- semi i umferðinni, því jafn- vel þó ekki sé verið með blikkandi Ijós gæti þeim legið á. Sem dæmi þar um sagði hann að einu sinni hefðu þeir verið á leið i Reykjavík með hjartasjúkl- ing sem var mjög illa farinn. Hann bað um að ekki yrði ekið með blikkljós eða sírenu, en þar sem mjög mikil umferð var notaði ökumaður blikkljósin. Þeg- ar komið var inn í Kúagerði sá hinn sjúki glampa af Ijós- unum í hrauninu. „Við höf- um sennilega aldrei verið nærri því að drepa sjúkling úr hræðslu," sagði Lárus, ,,því sjúklingurinn tók þessu þannig, að úr því farið væri að aka á Ijósum væri hann nánast dauð- vona.“ Hér með Ijúkum við við- tali við Lárus A. Kristinsson, sem hefur í því gefið okkur aðeins innsýn í starf sjúkraflutningsmanns. Þó hann hafi eflaust frá meiru að segja, þá látum við hér staðar numið að sinni, en minnum vegfarendur jafn- framt á að sýna sjúkrabiln- um og öðrum neyðarþjón- ustutækjum fulla tillits- semi. - epj. GLEÐILEG JÓL Fengsælt komandi ár Þökkum viöskiptin. Þeir sem ætla aö fá felld net hjá okkur fyrir komandi vertíð, hafið samband sem fyrst. NETANAUST Iðavöllum 2 - Keflavík - Simi 3275

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.