Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Körfuknattleikur - Úrvalsdeild Njarðvíkingar sigruðu villuvandræða ÍR-inga Óvíst er hvernig leik UMFN og (R hefði lyktað, ef ekki hefði komið til villu- vandræða (R-inganna. Þegar um 7 mín. voru til leiksloka fóru aðaldriffjaðr- irnar hjá (R, bræðurnir Hreinn og Gylfi Þorkels- synir út af með 5 villur og stuttu seinna Jón Jörunds, og má segja að þá hafi Njarðvíkingar endanlega gert út um leikinn, sem end- aði 82:77. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks og press- uðu þeir stíft fyrstu mínút- urnar, sem kom ÍR-ingum í opna skjöldu, og eftir rúm- lega tvær mín. var staðan 6:0 þeim ívil. ÍR-ingarvökn- uðu upp við vondan draum og tókst að komast betur inn í leikinn og um miðjan hálfleikinn komust þeirloks BæOi SuOurnesjaliOin sigruOu i ieikjum sinum um helgina. yfir, 16:14, en Njarðvíkingar héldu sínu frumkvæði áfram og voru yfir í hálfleik, 44:37. Hins vegar voru það |R- ingarsem mættu grimmirtil leiks íseinni hálfleikog með mikilli baráttu tókst þeim að komast yfir í annað sinn í leiknum, 52:48, en voru þó í vandræðum með villur. Þegar staðan var 61:60 fyrir Njarðvík, þurftu bræðurnir að víkja af leikvelli með stuttu millibili, eins og áður sagði, og án þeirra voru ÍR- ingar auðveld bráð fyrir Njarðvíkinga. Sigu þeir fram úr og náðu mesturr mun þegar 3 mín. voru eftir, 77:66, og þó svo að ÍR-ingar hafi barist af krafti allt fram á síðustu sekúndu, ógnuðu þeir aldrei sigri Njarðvík- inga og lokatölur urðu 82:77. Ungu strákarnir sýndu virkilega hvað í þeim býr í þessum leik og var mikið gaman aðsjátil þeirra, enda styrkjast þeir með hverjum leik. Einkum bar mikið á Kristni Jónssyni sem gerði marga góða hluti, en mætti þó vera nákvæmari í send- ingum sínum. Svolítið kæruleysi sem auðvelterað laga hjá þessum stóra og efnilega leikmanni, sem er aðeins 16 ára. Bakverðirnir Ástþór og Isak sýndu góðan leik, en lentu í villu- vandræðum er líða tók á leikinn. Annars sýndu allir ágætis leik þó vítahittni væri afburða léleg. Stig UMFN: Valur 31, Kristinn 22, Gunnar 14, Ingimar 8, Sturla 4, (sak 2, Ástþór 1. Stigahæstur iR-inganna var Gylfi Þorkelsson, skor- SAMKAUP Leikföng - Jólatré Jólatrésseríur - Gluggaseríur Aðventuljós GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. SAMKAUP Sími1540 UMFN - ÍR 82:77 á kostnað aði 18 stig. Átti hann einna bestan leik ásamt bróður sínum Hreini, en aðrir sýndu einnig ágætan leik. Áhorfendur voru hlægi- lega fáir miðað við það sem áður hefursést og hvort það er vegna hins nýja leik- skipulags eða einhvers annars, skal ósagt, en þessi óvenjulega fækkun á körfu- boltaleikjum almennt hefur vakið menn til umhugsunar og virðist áðurnefnd skýr- ing helst koma til greina sem orsakavaldurinn. - val. Banaslys á Reykjanes- braut Um kl. 16.45 sl. laugardag varð bílvelta af völdum hálku á Reykjanesbraut rétt innan við syðri Vogaafleggj- ara. Farþegi í bílnum, kona úr Reykjavík, fædd 1934, lést, en ökumaður slasað- ist lítils háttar. - epj. Innbrot og árekstrar I síðustu viku, frá mánu- degi til sunnudags, urðu 13 árekstrar í umdæmi lög- reglunnar í Keflavík. Á sama stað var lögregl- unni tilkynnt um tvö inn- brot. Hjá Netaverkstæði Suðurnesja var stolið lítils háttar af peningum, en leik- föngum hjá Tollvöru- geymslu Suðurnesja. Bæði þessi mál eru í rann- sókn. - epj. Ráðherra staðfestir nafngiftina Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu voru í fyrra sumar samþykkt í skólanefnd Keflavíkur ný nöfn fyrir Gagnfræðaskól- ann og báða barnaskólana í Keflavík. Átti Gagnfræða- skólinn að fá nafnið Holta- skóli, Barnaskólinn við Sól- vallagötu nafnið Myllu- bakkaskóli og gamli skól- inn við Skólaveg nafnið Framnesskóli. Nú hefur Ragnhildur Helgadóttir menntamála- réðherra, staðfest nöfnin Holtaskóli og Myllubakka- skóli, en hvað verður um nafn þriðja skólans er blað- inu ekki kunnugt um. - epj. Útey hf. slitið Ákveðið hefur verið að slíta hlutafélaginu Útey hf. í Keflavík, að því er fram kemur í nýlegu Lögbirtinga- blaði. Fyrirtækið gerði m.a. út m.b. Útey KE 116. - epj. Töskur, margar gerðir ápm*udl íími 2006 \a Sími Hringbraut 92 - Keflavfk EURO- CARD ÆFINGAGALLAR á alla fjölskylduna Adidas - New York - Henson Sjómenn Vanan netamann og matsvein vantar á 65 tonna trollbát eftir áramót. Upplýsingar I síma 6137 eftir kl. 20. Flestra leiðir liggja Tjarnargötu 3 Gott úrval lampa og kertaljósa. Verð frá 180 kr. VISA EUROCARD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.