Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 19
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Körfuknattleikur - Úrvalsdeild Njarðvíkingar sigruðu villuvandræða ÍR-inga Óvíst er hvernig leik UMFN og (R hefði lyktað, ef ekki hefði komið til villu- vandræða (R-inganna. Þegar um 7 mín. voru til leiksloka fóru aðaldriffjaðr- irnar hjá (R, bræðurnir Hreinn og Gylfi Þorkels- synir út af með 5 villur og stuttu seinna Jón Jörunds, og má segja að þá hafi Njarðvíkingar endanlega gert út um leikinn, sem end- aði 82:77. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks og press- uðu þeir stíft fyrstu mínút- urnar, sem kom ÍR-ingum í opna skjöldu, og eftir rúm- lega tvær mín. var staðan 6:0 þeim ívil. ÍR-ingarvökn- uðu upp við vondan draum og tókst að komast betur inn í leikinn og um miðjan hálfleikinn komust þeirloks BæOi SuOurnesjaliOin sigruOu i ieikjum sinum um helgina. yfir, 16:14, en Njarðvíkingar héldu sínu frumkvæði áfram og voru yfir í hálfleik, 44:37. Hins vegar voru það |R- ingarsem mættu grimmirtil leiks íseinni hálfleikog með mikilli baráttu tókst þeim að komast yfir í annað sinn í leiknum, 52:48, en voru þó í vandræðum með villur. Þegar staðan var 61:60 fyrir Njarðvík, þurftu bræðurnir að víkja af leikvelli með stuttu millibili, eins og áður sagði, og án þeirra voru ÍR- ingar auðveld bráð fyrir Njarðvíkinga. Sigu þeir fram úr og náðu mesturr mun þegar 3 mín. voru eftir, 77:66, og þó svo að ÍR-ingar hafi barist af krafti allt fram á síðustu sekúndu, ógnuðu þeir aldrei sigri Njarðvík- inga og lokatölur urðu 82:77. Ungu strákarnir sýndu virkilega hvað í þeim býr í þessum leik og var mikið gaman aðsjátil þeirra, enda styrkjast þeir með hverjum leik. Einkum bar mikið á Kristni Jónssyni sem gerði marga góða hluti, en mætti þó vera nákvæmari í send- ingum sínum. Svolítið kæruleysi sem auðvelterað laga hjá þessum stóra og efnilega leikmanni, sem er aðeins 16 ára. Bakverðirnir Ástþór og Isak sýndu góðan leik, en lentu í villu- vandræðum er líða tók á leikinn. Annars sýndu allir ágætis leik þó vítahittni væri afburða léleg. Stig UMFN: Valur 31, Kristinn 22, Gunnar 14, Ingimar 8, Sturla 4, (sak 2, Ástþór 1. Stigahæstur iR-inganna var Gylfi Þorkelsson, skor- SAMKAUP Leikföng - Jólatré Jólatrésseríur - Gluggaseríur Aðventuljós GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. SAMKAUP Sími1540 UMFN - ÍR 82:77 á kostnað aði 18 stig. Átti hann einna bestan leik ásamt bróður sínum Hreini, en aðrir sýndu einnig ágætan leik. Áhorfendur voru hlægi- lega fáir miðað við það sem áður hefursést og hvort það er vegna hins nýja leik- skipulags eða einhvers annars, skal ósagt, en þessi óvenjulega fækkun á körfu- boltaleikjum almennt hefur vakið menn til umhugsunar og virðist áðurnefnd skýr- ing helst koma til greina sem orsakavaldurinn. - val. Banaslys á Reykjanes- braut Um kl. 16.45 sl. laugardag varð bílvelta af völdum hálku á Reykjanesbraut rétt innan við syðri Vogaafleggj- ara. Farþegi í bílnum, kona úr Reykjavík, fædd 1934, lést, en ökumaður slasað- ist lítils háttar. - epj. Innbrot og árekstrar I síðustu viku, frá mánu- degi til sunnudags, urðu 13 árekstrar í umdæmi lög- reglunnar í Keflavík. Á sama stað var lögregl- unni tilkynnt um tvö inn- brot. Hjá Netaverkstæði Suðurnesja var stolið lítils háttar af peningum, en leik- föngum hjá Tollvöru- geymslu Suðurnesja. Bæði þessi mál eru í rann- sókn. - epj. Ráðherra staðfestir nafngiftina Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu voru í fyrra sumar samþykkt í skólanefnd Keflavíkur ný nöfn fyrir Gagnfræðaskól- ann og báða barnaskólana í Keflavík. Átti Gagnfræða- skólinn að fá nafnið Holta- skóli, Barnaskólinn við Sól- vallagötu nafnið Myllu- bakkaskóli og gamli skól- inn við Skólaveg nafnið Framnesskóli. Nú hefur Ragnhildur Helgadóttir menntamála- réðherra, staðfest nöfnin Holtaskóli og Myllubakka- skóli, en hvað verður um nafn þriðja skólans er blað- inu ekki kunnugt um. - epj. Útey hf. slitið Ákveðið hefur verið að slíta hlutafélaginu Útey hf. í Keflavík, að því er fram kemur í nýlegu Lögbirtinga- blaði. Fyrirtækið gerði m.a. út m.b. Útey KE 116. - epj. Töskur, margar gerðir ápm*udl íími 2006 \a Sími Hringbraut 92 - Keflavfk EURO- CARD ÆFINGAGALLAR á alla fjölskylduna Adidas - New York - Henson Sjómenn Vanan netamann og matsvein vantar á 65 tonna trollbát eftir áramót. Upplýsingar I síma 6137 eftir kl. 20. Flestra leiðir liggja Tjarnargötu 3 Gott úrval lampa og kertaljósa. Verð frá 180 kr. VISA EUROCARD

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.