Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 22
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Skákþing Keflavíkur: Helgi Jónatansson sigraði Hraðskákmót verður á 2. í jólum Svo sem frá var greint í síðasta tbl. Víkurfrétta þá urðu þeir jafnir, Helgi Jónatansson og Pálmar Breiðfjörð. Þeir tefldu því tveggja skáka einvígi um tit- ilinn og urðu úrslit þau að Helgi sigraði með 1 1/2 : 1/2. Gísli Torfason hafnaði í 3 sæti. (verðlaun fékk Helgi veglegan bikar sem Hagkaup gaf. Reglulegar æfingar eru nú hafnar í húsnæði versl- unarmannafélagsins við Hafnargötu (fyrir ofan Hljómval). Æfingar eru á þriðjudagskvöldum og hefj- ast kl. 20. Einnig verða ungl- ingaæfingar, en óákveð- ið er hvar og hvenær. Næsta mót verður Hraðskákmót Keflavíkur 1983. Það verður haldið annan í jólum 26.des. og hefst kl.14. Á mótið eru allir Suðurnesjamenn velkomnir. Pálmar Breiófjörð (t.v.) og Helgi Jónatansson Karlakór Keflavíkur 30 ára Sl. laugardag hélt Karla- kór Keflavíkur afmælistón- leika í Félagsbíói í tilefni af 30 ára afmæli kórsins, sem var l.des., en kórinn var stofnaður l.desember 1953. Á tónleikum kórsins komu 5 einsöngvarar fram ásamt kvartett, kórinn söng undir stjórn Steinars Guðmundssonar, Steinar er Keflvíkingur, fæddur árið 1957, undirleikari varRagn- heiöur Skúladóttir. Undir- tektir voru mjög góðar og varð kórinn og einsöngvar- ar að syngja mörg aukalög. Eftir tónleikana var farið í félagsheimili kórsins. Þar hélt formaður hans stutta ræðu og lýsti víxlu efri hæð- arinnar en hún er nú full frá gengin. Um kvöldið var haldið afmælishóf í Stapa í Njarðvík, þar af henti formaður kórsins Jóhann Líndal forseta bæjarstjórn- ar Keflavíkur, Tómasi Tómassyni gjafabréf með eftirfarandi ávarpsorðum: Allt frá stofnun Karlakórs Keflavikur árið 1953 hafa þeir ágætu menn, sem skipað hafa stjórn Keflavík- urbæjar, sýnt karlakórnum sérstaka ræktarsemi, hlýhug og góöa fyrir- greiðslu á margvíslegan GJAFAVÖRUR í ÚRVALI að ógleymdu öllu jólasælgœtinu. - ÚRVAL AF MARGS KONAR JÓLAVÖRUM - Verslunin LYNGHOLT Hafnargötu 37 - Keflavík Krakkar - notið gangbrautaljósin hátt, ekki síst eftir að hafist var handa um byggingu félagsheimilisins að Vestur- braut 17 árið 1967. Nú þegar áhugi vaknaði hjá tveimur ungum mönnum um að hefja rekstur í húsinu, og Keflavíkurbær hefur samþykkt að gerast eignaraðili að húsinu á móti karlakórnum, tilkynnist það hér með að áalmennum fél- agsfundi, sem haldinn var hjá karlakórnum í fyrra mánuði var samþykkt að gefa Keflavíkurbæ neðri hæð hússins. Það sem um er að ræða er nánar tiltekið neðri hæö hússins að Vesturbraut 17, 678 ferm. og 2960 rúmm., þaö er 78% af húsinu öllu. Samkomusalir og hliðarsal- ir eru uppsteyptir.ófrá- gengnir, en eldhús, geymslur, forstofa ásamt salnum tilbúið undirtréverk og málningu. Efri hæð hússins verður áfram í eign Karlakórs Keflavíkur ásamt stigahúsi að vestanveröu og hálfu stigahúsi að austanverðu. Karlakórinn hefur aðgang og afnot af kjallara undir leiksviði. Skilmálar voru fyrir gjöfinni. í ræðu formanns sagði hann m.a.: ,,Það voru þáttaskil í sögu kórsins þann 26.maí 1976, þegar Bergsteinn heitinn Sigurðsson tók fyrstu skóflustunguna að félags- heimilinu að Vesturbraut 17. Byggingarsaga hússins verður ekki rakin hér, aðeins drepið á það helsta. Allir félagar á hverjum tíma hafa lagt eitthvað að mörkum en mismunandi mikið, bæöi vinnu og fjármuni, beint eða óbeint, unnið hefur verið við bygg- inguna yf ir 40 þúsund vinnu stundir í sjálfboðavinnu. Það svarar til þess að hver félagi hafi unnið að meðal- tall 18 vinnuvikursamfleitt." Margar ræður voru fluttar og bárust kórnum peninga- gjafir frá ýmsum velunnur- um hans. -JL. Móðir í Keflavík hafði samband við blaðið og bað að koma því á framfæri að brýna fyrir börnum að nota gangbrautaljósin, þar sem þau eru. Hún hefði orðið vitni að því að börn gengju þar yfir án þess að nota Ijós- in og af því gæti skapast hætta þegar ökumenn sæju ekki Ijós til að stöðva. Ekki formaður Missögn var í síðasta tbl. í frásögn af föndurdegi í Garði. Þar var sagt að Mar- grét Jóhannsdóttir væri for- maður Foreldra- og kenn- arafélagsins, en svo er ekki, heldur var hún umsjónar- kona föndurdagsins. For- maður félagsins er hins vegar Sigrún Árnadóttir. Sólbaðsstofan PERLA Hafnargötu 32 Keflavík - Sími 2390 Sólbaðsstofan Þórustíg 1 - Njarðvík Sími 1243 Opið á báðum stöðum sem hér segir: mánud.-föstud. kl. 7-23 laugardaga og sunnudaga kl. 9-21 Gefðu 12 tíma i sólarlampa. Tilvalin jólagjöf. Munið Slendertone- tækið, það gefur árangur. VERIÐ VELKOMIN.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.