Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 24
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Dagstund með sjúkrabílnum - Viðtöl við lækni og hjartasjúkl- inga nýkomna frá London Þaö hefur lengi verið draumur okkar hjá Vikur- fréttum, að fá að fylgjast með starfsmönnum við öryggisþjónustu og gefa um leið lesendum smá innsýn istarf þessara manna. En afýmsum ástæðum hefur ekkert orðið af þvi fyrr en nú, að okkur gafst kostur á að fara með sjúkrabil í útkall, og hér kemur árangurinn, en tekið skal fram strax, að bæði þeir sjúklingar sem rætt var við svo og aðrir málinu viö- komandi, gáfu fullt samþykki fyrir birtingu þessari. Hjartasjúklingar frá London Blaðamaöur var mættur á Slökkvistöðina í Keflavík kl. 16 á miðvikudag í síöustu viku, en skömmu síöar fór sjúkrabíllinn i ferð þá sem um ræðir, undir stjórn þeirra Lárusar Kristinsson- ar og Ingimars Guðnason- ar, en sá fyrrnefndi sá um aksturinn en Ingimar um sjúklingana. Var ferðinni heitiö upp á Keflavíkurflug- völl, en þangað var von á flugvél frá London með tvo sjúklinga, sem gengist höföu undir hjartaaðgerð ytra. Aðgerð sú sem hér um ræðir snerist um að flytja til bláæðar sem teknar eru úr fæti, nánar tiltekið ýmist hægri eða vinstri kálfa, og settar í stað ónýtra krans- æða við hjartað. Áður höfðu mennirnir gengist undir hjartaþræðingu hér heima. Skömmu eftir að sjúkra- bíllinn rann í hlað við Flug- stöðina, brautar megin, lenti TF-FLG, sem er Boeing 727 flugvél frá Flug- leiðum, sem fengið hefur nafnið Heimfari. Og eftirað sjúkingarnir, sem voru tveir að þessu sinni, höfðu gengið frá borði með að- stoð þeirra Lárusar og Ingimars, var haldið af stað til Reykjavíkur, en slíkir flutningar eru all tíðir, eða um 180 á ári. „Ekkert að óttast“ Voru sjúklingarnir all hressir þrátt fyrir flugið heim og féllust strax á að ræða við blaðamann um að- gerðina, aðdragandann og heimferðina, en þeir heita Ragnar Steinbergsson frá Akureyri og Sigurbjörn Jónsson úr Reykjavik. Sagði Ragnar að hjá sér hefði þetta tekið 9 daga, hann hefði verið skorinn upp 27. nóv. sl. og þegar viðtalið var tekið var 7. des- ember. ,,Það tel ég vera fljótt, og ef viðförum út í að- geröina sjálfa, þá veldur hún ekki neinum þjáning- um eða neinu sem þörf er að óttast. Maður er löngu sofnaður áður en komið er inn á skurðstofu og ég vaknaöi ekki fyrr en löngu eftir að ég kom inn á gjör- gæsludeild". Fyrir þá sjúklinga sem eftir eiga að fara í slíkar að- gerðirsögðu þeirfélagarað ekkert væri að óttast, nema þá helst að varast að vera i nokkurri spennu. Starfs- fólkið væri mjög vel þjálfað þannig að það útskýrði fyrir fólki áður á hverju það mætti eiga von þegar það vaknaði, og því gengur allt vel. Veran á gjörgæsludeild tæki síðan um einn sólar- hring, síðan fer hjúkrunar- fólkið með manni yfir á þá deild sem manni erætlað ai vera á og fylgist með manni annan sólarhring, en á þessu sjúkrahúsi sem við vorum eru eingöngu eins manns herbergi, en síðan tekur hin almenna sjúkra- þjónusta við. Um heimferðina er bara gott að segja, því Flugleiðir sjá yfirleitt til þess að maður fái fremstu sætin i vélunum, til að maður geti teygt úr fótunum, sem er mikið atriði vegna þess að ef sá fótur sem æðarnar eru / lok hverrar ferðar er bíllinn yfirfarinn fyrir þá næstu. HJÁ OKKUR FÆRÐU ALLAR NÝJU BÆKURNAR! GLEÐILEG JÓL við lestur góðra bóka. BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR - DAGLEGA í LEIÐINNI í 40 ÁR -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.