Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 25
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ teknar úr er mjög boginn á leiðinni, er hætt við bjúg. Því verður hann að vera sem útréttastur á leiðinni og þannig er það fram yfir þann tíma sem sú hætta er liðin hjá.“ Um sársauka af þessu sögðu þeir að hann væri ekki til staðar en smá vanlíðan á 3. degi, nema þá ef aukaverkanir komi. Að lokum spurði blaða- maður að því hvort aðdrag- andi fyrir svona agerðir væri langur, þ.e. frá því að pantað væri frá (slandi, og var svarið 2-3 mánuðir, þ.e. frá því að þeir fóru í þræð- ingu. Að lokum sögðu þeir félagar að þeir sem ættu eftir að fara í slíkar aðgeröir þyrftu ekki að vera neitt smeykir, því ekkert væri að óttast, þetta hefði frekar gengið betur en þeir áttu von á heldur en hitt. Til að þreyta ekki sjúkl- ingana höfðum við spjallið ekki lengra, en viðtalið var tekið meðan sjúkrabíllinn ók inn Reykjanesbraut, en ferðinni lauk á Landsspítal- anum, en þar lögðust þeir inn á hjartadeild. Þegar Lárus og Ingimar höfðu komið þeim upp á deildina sem er á 4. hæð, var þessu verkefni lokið. Slys í Njarövík Til að nýta ferðina sem best var komið við í Blóð- bankanum á heimleiðinni og tekið blóð sem Sjúkra- húsinu í Keflavík vantaði, og síðan haldið heim á leið. Þegar við vorum staddir á móts við Straumsvík kom kall frá lögreglunni i Kefla- vík í gegnum talstöð, um slys við Biðskýlið í Njarð- vík, og því voru blikkljós og aðvörunarmerki sett á fullt og gefið i. En þrátt fyrir greinileg merki um hvað væri á ferðinni var bílstjóri á litlum bíl, sem var einnig á suðurleið, ekkert á því að hleypa okkur fram úr. Svo þegar umræddur bíl- stjóri gaf loks tækifæri til framúraksturs, kom til- kynning frá lögreglunni um að ekki væri þörf á sjúkra- bíl og því var drepið á öllum aðvörunarljósum og hraði bílsins lækkaður. En hvað skyldi blessaður ökumaður litla bilsins hafa haldið, loks þegar hann var búinn að hleypa sjúkrabílnum fram úr? Barn aö kafna En ekki lauk heimferðinni áður en aftur kom tilkynn- ing, en þá vorum við staddir á Vogastapa, og nú var til- kynnt um að barn væri að kafna í húsi í Keflavík og jafnframt heyrðist í talstöð- inni að læknir væri einnig á leiðinni á staðinn, og þvivar allt sett i gang á ný og ekið sem leið liggur i gegnum Njarðvík, niður Hafnargötu og að viðkomandi húsi. Eftir að laufblað hafði verið losað úr hálsi barnsins, sem var á 3. ári, var það flutt upp á sjúkrahús og lagt þar inn. Dýrmætur tími sparast Eftir þennan flutning ræddum við við Jón A. Jó- hannsson, heilsugæslu- lækni, en hann kom einnig á staðinn. Sagði hann að meira hefði færst í vöxt að undanförnu að læknar kæmu á staðinn um leið og sjúkrabíll, einnig kæmi það stundum fyrir að læknir fylgdi sjúklingum áfram á sjúkrahús, t.d. til Reykja- víkur. ,,Með tilkomu talstöðva í læknabíla getum við haft samband við sjúkrabíl eða skiptiborðið á sjúkrahús- inu, til að spyrjast fyrir um ýmislegt eða jafnvel ráð- leggja um aðgerðir. Með þvi sparast oft dýrmætur tími," sagði Jón. „Þessi sjúkrabíll er bylting, hann er það hár og vel búinn tækjum, að oft má veita fyrstu hjálp hér inni í bílnum, og það er oft betra að athafna sig hér heldur en inni í þröngum íbúðum". Útkallinu lokiö Að þessu loknu var farið uppáslökkvistöð, en útkall- Frá vinstri: Lárus, Sigurbjörn, Ftagnar og Ingimar inu lauk um kl. 20, eða4klst eftir að það hófst, og það endaði með skýrslugerð sem þeir félagar Lárus og Ingimar þurfa að gera að loknu hverju útkalli. Þó vel hafi tekist til að þessu sinni, er vert að hafa það í huga, að þann tíma sem sjúkrabíllinn varí flutn- ingunum, stóð ónotaður annar sjúkrabill, vegna þess að fleiri menn eru ekki á vakt í einu en tveir, og því hefði getað farið svo að slys eða annar flutningur hefði komið upp á og ekki verið hægt aö sinna. Þessi mál verður að athuga fljótlega, því eins og sjá má þarf ekki mikið út af að bera til að ekki sé hægt að sinna út- köllum. Jón A. Jónsson, heilsugæslulæknir Að endingu vill blaðið þakka þeim Lárusi og Ingi- marfyrirgóðaaðstoð, en án þeirrar aðstoðar hefði margt ekki tekist með þess- um hætti. Einnig vil ég þakka þeim sjúklingum Ragnari og Sigurbirni fyrir þolinmæðina, en einsog sjá má af meðfylgjandi mynd- um hafa þeir oft oröið varir við flass-glampann i þess- ari ferð. - epj. LIÐSBÚNINGAR Arsenal - Liverpool Man. Utd. - Stuttgart Stærðir: 26-34. TÖSKUR í STÍL. TILVALIN JÓLAGJÖF EURO- CARD VÖNDUÐ GLERAUGNAHULSTUR úr leðri. - Mikið úrval. j Einnig sauma-stækkunargler og jf gleraugnakeðjur. % GLGRfíUGNRVGRSLUN KGFLfíVÍKUR HfíFNfíRGOTU 27, 230 KOlfíVIH SÍMI 3811
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.