Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 28

Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 28
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir BARNASAGA: Sagan af Ella ómögulega I. KAFLI Matartími Elli, Elli, komdu inn að borða, var kallað. Oooo, alltaf að koma inn að borða, heyrðist tautað á bak við bílskúrinn. Það er eins og fullorðið fólk sé með matartima á heilanum. Ætli það sé með graut i staðinn fyrir heila? Þessar hugsanir og aðrar álíka uitu um i kollinum á honum Ella, þegar hann rölti fyrir hús- hornið og inn í garðinn. Sterk lykt af soðnum salt- fisk og hamsatólg fyllti ganginn. Oj barasta, manni verður nú barasta flökurt, hugsaði Elli um leið og hann fór úr moldugum strigaskónum. Það er eins og saltfiskur sé það eina sem selt er í matarbúðun- um. Ég veit barastaekki um neitt sem er eins vont og þessi eilífðar saltfiskur. En ég segi bara, laugardagur er alltaf saltfiskur og meiri og meiri saltfiskur. Jæja, Elli minn. Sestu nú við matarborðið og fáðu þér að borða. Nei, heyrðu mig nú, Elías. Viltu hætta að toga í hárið á systur þinni. Já, og láttu hamsatólgina vera. Já, varaðu þig. Elías, sjáðu hvað þú hefur gert. Hellt tólginni yfir allt matar- borðið. Nú kalla ég á hann pabba þinn og læt hann taka þig í gegn fyrir óþekkt- ina í þér Komdu þér inn í herbergið þitt og það nú á stundinni. Ooh, þessi drengur, hann á eftir að gera mig gráhærða ein- hvern daginn, stundi mamma hans Ella um leið og hún gerði heiðarlega til- raun til að hreinsa hamsa- tólgina upp af matarborð- inu. Elli labbaði hljóðlega inn í herbegið sitt og lokaði hurðinni hljóðlega á eftir sér. Þá setti hann upp ánægjubros. Þarna slapp ég við að borða saltfiskinn, hugsaði hann og brosti síðan ennþá meira. 2. KAFLI Veiðiferð Heyrðu, pabbi, má ég fá lánaða veiðistöngina þína? Elli stóð við sófann þar sem pabbi hans lá og fékk sér síðdegisblundinn. Pabbi, má ég það? Ha, pabbi, gerðu það. Já, já, taktu hana, umlaði pabbi upp úr svefninum. Hann tautaði síðan eitthvað um að það væri aldrei friður í þessu húsi fyrir gargi og góli og eilífri heimtufrekju í krakkaskömmunum. Síðan bylti hann sér á hina hlið- ina og sveif inn i drauma- heiminn á ný. Elli skaust sem örskot niður i kjallara og dró fram veiðistöng. Ætli ég megi fá þessa? hugsaöi hann. Eða þessa þarna, og starði upp á hillu þar sem önnur stöng lá. Já, auðvitað hlýtur það að vera hún. Þetta er eld- gömul veiðistöng sem hann afi átti. Elli teygði sig upp á hillu og tók stöngina. Hann týndi síöan nokkrar veiði- flugur, sökkur og öngla úr veiöiboxi pabba síns. Síðan stakk hann laumulega vasa- hníf sem lá í veiðiboxinu, í buxnavasa sinn. Ja, maður verður að geta skorið niður beitu, hugsaði Elli ibygginn Elli tók síðan stefnuna niður á bryggju. Þegar þangað var komið, var nú farið að huga að veiðitækj- unum. Ætli það sé ekki best að setja eins og tvær veiði- flugur og tvo öngla á í einu? Auðvitað hef ég sökkur á líka. Nei, ég setallaönglana á í einu. Þá hlýt ég að fiska meira. Elli framkvæmdi þetta með hraði og renndi síðan færinu í sjóinn. Hann dorgaði síðan en aldrei beit neinn fiskur á. Elli ákvað þá að láta færið síga til botns. Síðan kippti hann snöggt i. En hvað var nú að? Allt fast. Hvurt þó í hoppandi, sagði Elli. Hann togaði og tosaði, en ekkert gekk. Nú tek ég tilhlaup og hleyp upp bryggjuna, og þá hlýtur færið að losna. Elli hljóþ af stað. Veiöistöngin bognaði meira og meira. Allt í einu hafði stríkkað svo mikið á linunni, að stöngin kipptist úr höndum Ella og sveif í stórum boga út í sjó. Og það sem verra var. Hún sökk til botns. Elli starði vonsvik- inn niður í sjóinn. Jæja, þá er þessi veiði- ferð búin, sagði Elli hnugg- inn við sjálfan sig. Ég hugsa bara að það hafi verið risa- hákarl sem beit á hjá mér. Þetta var svo rosa þungur og sterkur fiskur. Elli rölti heim á leið og hugsaði mikið um hvað nú yrði sagt við hann. Hann yrði nú aldeilis skammaður núna. Og þó, þetta var gömul veiðistöng. Gamalt úrelt drasl. Pabbi má bara vera ánægður að losna við drasl úr kjallaranum hjásér. Enda er hann alltaf að tala um að fara nú og henda þessu drasli sem er i kjall- aranum út í hafsauga. Þetta var þó alltaf til að hjálpa til. Þegar Elli hafði komist að þessari niðurstöðu varð hann glaður og ánægður. Þegar hann kom heim hljóp hann inn í stofu til pabba síns og vakti hann. Pabbi, pabbi, ég tók til i kjallaran- um fyrir þig. Ég tók gömlu veiðistöngina frá honum afa og henti henni út í hafs- auga eins og þú hefur verið að tala um að gera við gamla draslið i kjallaranum. Elli hafði varla lokið við að buna öllu þessu út úrsér, þegar hann sá hvernig pabbi hans roðnaði og föln- aði og lyftist síðan upp úr sófanum með ógurlegu stríðsöskri. Hvað sagðirðu, Elías? Hentirðu veiðistöng- inni frá honum afa þínum í sjóinn? Hver sagði að þú mættir fá hana lánaða? Þettá er erfðagripur, algjör dýrgripur, þessi veiðistöng. Óóóó, ææææ, nú er hún horfin. Hypjaðu þig inn í herbergið þitt og láttu ekki sjá þig meira í dag. Elli gekk niðurlútur inn í herbergið sitt. Þetta full- orðna fólk. Segir manni að maður megi fá veiðistöng- ina lánaða. Og ég sem fékk hákarl til að bíta á hjá mér. Annars getur hann pabbi öskrað alveg ógurlega hátt. Hann ætti nú barasta að leika Tarzan apabróður í bíómynd. Þá mætti ég kannski leika með honum. Elli ákvað síðan með sjálfum sér að hann skyldi verða leikari og leika með pabba sínum í Tarzan- mynd. 3. KAFLI Leikhúsið í kjallaranum Nú liðu nokkrir dagar í rólegheitum. Svo fékk Elli þá flugu í höfuðið að útbúa leiksvið í kjallaranum. Elli hafði ákveðið það, að nú ætti hann að leika Tarzan LÍFEYRISSJÓÐUR VERKALÝÐSFÉLAGA Á SUÐURNESJUM • STOFNAÐUR 1970 • AÐILDARFÉLÖG: Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Gerðahrepps, Iðnsveinafélag Suðurnesja, Vélstjórafélag Suðurnesja, Bifreiðastjórafélagið Keilir. • HLUTVERK: Tryggja sjóðfélögum, eftirlátnum mökum þeirra og börn- um eftirfarandi lífeyrir: Ellilífeyrir Örorkulífeyrir Makalífeyrir Barnalífeyrir Sjóðfélagar eiga rétt á verðtryggðum lánum, sem veitt eru samkvæmt sérstökum lánareglum. • STJÓRN SJÓÐSINS: Frá stéttarfélögunum, María G. Jónsdóttir og Halldór Pálsson Frá atvinnurekendum, Jón Ægir Ólafsson og Margeir Jónsson, formaður. • Skrifstofa sjóðsins er að Suðurgötu 7, Kef lavík - Opin frá kl. 9-16 mánudaga - föstudaga, sími 3803.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.