Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 29

Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 29
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Frá Atvinnumála- nefnd Sandgerðis Vegna fréttar í naest síð- asta tölublaði þess efnis, að Atvinnumálanefnd Sand- gerðis hafi ekkert aðhafst í Sjávarborgarmálinu, þann- ig að Atvinnumálanefnd Suðurnesja hafi ekki getað tekið málið fyrir, hefur Gunnar Sigtryggsson í Sandgerði óskað eftir birt- ingu á svohljóðandi at- hugasemd: „Strax og við fréttum af málinu var í skyndi boðað- ur fundur í nefndinni þar sem mótmæli voru sam- þykkt og send sjávarút- vegsmálaráðherra í skeyti, þar sem við lögðum áherslu á að þetta skip fengi leyfi. Síðan tók ráðherrann þessa ákvörðun og í fram- haldi af því mætti ég, að beiðni sveitarstjóra, á fund Atvinnumálanefndar Suð- urnesja, og á þeim fundi var Ingólfi Falssyni, formanni Atvinnumálanefndar Suð- urnesja, falið að vinna að málinu. En ásamt honum vann ég einnig að því með viðræðum við ýmsa aðila". Nú skal fresta jólunum til 5. febrúar ísland er nú óðum að komast í hóp menningar- þjóða, því hingað til hefur það verið eitt af aðalsmerkj- um velstæðra vestrænna þjóða, að þegnarnir fái rétt á að nota krítarkort. Þetta virkar þannig, að þú sækir um þessi kort i banka eða sparisjóði og svo næst þegar þú þarft að borga eitt- hvað (nema í viðkomandi bönkum og sparisjóðum) þá borgar þú með plasti. Nú, þetta er menningar- spursmál sem sé komið til (slands og er þegar orðið mjög útbreitt, svo útbreitt, að þú telst ekki maður með mönnum eða kona með konum, ef þú hefur ekki plast til að borga með. Það (J^VISKA viMixm má til sanns vegar færa að þetta er ansi hagkvæmt, ég tala nú ekki um í jólamán- uðinum, þegar allir lifa um efni fram, því sjáðu til, ef þú verslar eftir ákveðinn tíma í jólamánuðinum þá borgar þú ekki fyrr en 5. febrúar. Það er sem sé búið að fresta jólunum fram yfir áramót, allavega því sem varðar peningahliðina. Þetta hefur vakið sérstaka ánægju hjá forstöðumönnum útláns- stofnana, því nú hafa þeir alveg losnað við þann gamla siö að þurfa að lána jólavíxla. Nú getur þú bara fengið þér plast, og ekki nóg með það, það er alveg vaxtalaust. Verslanirnar gefa afslátt til kortasamsteypanna svo þetta getur gengið þannig. Vöruverðið á ekki að hækka að sögn, en er það nú alveg víst að svo verði? Ekki er ég viss um það, ég áeftiraðsjá það. Það er ekki nóg að þú þykir einhver glópur ef þú ert ekki með plast upp á vasann, það gæti eins verið að þú þættir vafasamur karakter ef þú tekur upp gamla góða ávísanaheftið þitt og byrjar að skrifa út úr því. Það er kannski ekki skrítið, það hefur loðað við þau að menn hafi verið allt- of glaðir við að skrifa út úr þeim og jafnvel út úr ann- arra manna heftum. Þetta hefur gengið svo langt, að bensinstöð hér í nágrenn- inu hefur stillt innistæðu- lausum tékkum út í glugga hjá sér og boðið þá til sölu, ekki veit ég hvernig salan hefur gengið. Á þessu sést að það er miklu betra að eiga viðskipti við þá sem greiða í plasti, þú þarft ekki að eiga það á hættu að ein- hverjir verðlausir bréfsnepl- ar komi til baka innistæðu- lausir, en hvað skeður ef einhver misnotar kortiö, hver borgar brúsann af þeim skelli? Nú skal eyða um efni fram, enda jólin lofa og prisa. ( plasti greiöa pund og gramm, pantaöu Eurocard og Visa. P.S. Það verður gaman þegar krítarfyrirtækin verða orðin svo mörg að maður verður að fara með albúm á þykkt við fjölskyldualbúm út I búð. 147 ölvaðir ökumenn Það sem af er þessu ári og til sl. sunnudags, hefur lögregl- an i Keflavik tekiö 147 ökumenn grunaöa um ölvun viö akstur. Á myndinni hér aö ofan sést bifreiö eins þessarra ökumanna, en hann olli þriggja bila árekstri á Fitjum 1. des. sl. og mátti teljast heppinn aö sleppa meö fótbrot. - epj. Flestra leiðir liggja Tjarnargötu 3 BODUM kemur aftur um miðjan mánuðinn. Verö frá kr. 109 VISA EUROCARD ----------------------1 JÓLATRÉSSALAvpvi tp KIWANISKLÚBBSINS ÍIMAIIAI) Sala fer fram á sama stað, á íþrótta- vallarsvæöinu í Keflavík. Opið frá kl. 17-20 mánud.-fimmtud. og frá kl. 17-22 föstud.-sunnud. JÓLATRÉ - GRENI - KROSSAR BORÐSKRAUT - JÓLAPAPPÍR JÓLATRÉSFÆTUR J\_

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.