Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 30

Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 30
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir „Hver er þessi Jesús?“ Nú þegar jólin nálgast er ekki úr vegi aö íhuga þessa spurningu. Á þessari miklu hátíð þar sem glingur og glys virðast vera aðals- Spjallað Elsku góði Guð. Á morg- un er aðfangadagur jóla og mamma sagöi i kvöld, að ég ætti að vera þæg og góð stúlka, fara snemma að hátta, þvi að á morgun fengi ég að vaka eins lengi og ég vildi. Ég sagði henni að ég væri svo spennt að fá alla jólapakkana, að ég gæti alls ekki sofnað. Veistu hvað hún sagöi þá? „Biddu til Guðs, þá sofnar þú strax". En nú er ég búin að fara mörgum sinnum með bænirnar minar og ég er sko alls ekki syfjuð. Kannski ættum viö bara að tala saman. Er þér sama þó ég liggi bara svona útaf i rúminu minu, þú skilur, það er svo erfitt að spenna greipar lengi, og ég ætla að tala við þig í alla nótt. Hefurðu tekið eftir því hve mamma er þreytt? Hún er ekki alltaf svona þreytt, en nú er hún búin að vaka svo lengi, hún er alltaf að sauma. Hefurðu séð nýja jólakjólinn minn? Finnst þér hann ekki fallegur? Ekki merki, er aðeins minnst á Jesúbarnið í jötunni, en Jesús er jú upphaflega aðal ástæða jólahátíöarinnar. Talaö er um hátíð barn- við Guð vildi ég vera strákur, eins og hann Daddi bróðir, uss, hann er alltaf bara í buxum. Svo fær hann nýja peysu, það er allt og sumt, en ég verð fín, svo fín i rauða kjólnum og hvítu skónum. Heyröu, annars, finnst þér Daddi bróöirekki veraheld- ur leiðinlegur strákur? Hann er alltaf með einhverja stæla. Hefuröu tekið eftir því, aö hann er alltaf að setja vatn í hárið á sér og greiða sér? Ég held að hann sé skotinn i henni Stínu. Oj, bara, hún er Ijót og svo er hún frek líka. En veistu hvað, góði Guð, að nú ætti ég að geta séð jólasveininn í nótt, þú veist, þennan sem seturallt- af gotteri i skóinn minn. Hann veit sko ekki, að ég er að tala við þig. Hefur þú séð hann? Já, auðvitað hefur þú séð hann, mamma segir að þú sjáir allt. Svo er nokkuð sem mig langar til að vita líka. Er það satt, að amma mín, sem er hjá þér núna, fái nýjan hvítan kjól, þegar jólin koma? Er hún í alvöru anna og Jesúbarnið, en Jesús var ekki alltaf barn, hann óx upp og varð full- tíða maður, hann gekk um, gerði gott og boðaði fagn- aöarerindið. Þeir sem segja að Jesús hafi verið góður maður og mikill siðapost- uli, en ekkert annað, eru í með vængi? Amma er svo ósköp góð - hún kemur alltaf á hverju kvöldi og sest hjá mér, þegar ég er sofnuð. En þaðer verst, að hún skuli aldrei koma þegar ég er vakandi, því þá fæ ég aldrei að sjá hana. Mamma og pabbi segja líka alltaf, að ég verði að flýta mér að sofna, annars verði ömmu minni kalt aðfljúgalengifyrirofan húsið okkar. Kannski fæ ég nú bæði að sjá ömmu og jólasveininn í nótt, þú verður að lofa að segja engum frá því að ég sé vakandi ennþá, lofaðu því, góði Guð. En heyröu, er hann afi alltaf hjáömmu þarna uppi? Það var skritið með hann afa. Þegar hann var hérna hjá okkur var hann alltaf að spyrja mömmu og pabba hver hún væri þessi kona, sem væri alltaf að flækjast inni í herberginu sínu. Ha, ha, veistu hver það var? Það var sko hún amma, konan, hans, en þau voru víst búin að vera gift í hundrað og eitthvaö ár, þau voru svo gömul greyin. En pabbi sagði mér, að afi væri kalk- aður, en það hefi ég aldrei skilið, veist þú hvað það þýðir? Daddi bróðir segir, að það þýði ekki að segja svona litlum vitlausum 5 ára stelpum neitt, þær skilji aldrei neitt, en þú ert kannski til í að hvísla að mér hvað þýðir að vera kalk- aður. Svo er það nú með jóla- pakkana. Ég stalst til að líta á þá í dag, það er sko svaka hellingur inni i stofu, en ég veit bara ekkert hvaða pakka ég fæ, Daddi bróðir segir líka að ég sé vitlaus, af því að ég kann ekki að lesa. Hún Gunna frænka mín, sem er systir hennar mömmu og á ægilega Ijóta og leiðinlega stráka, var að passa mig um daginn og svo sagði hún okkur sögu. Þegar amma amma hennar, nei, það er ekki svona, það er eitthvað með langa ömmu, skilurðu, hún hefur víst verið svaka stór, þá var það svoleiðis að hún átti heima úti í sveit, langt, langt í burtu. Þá voru engir bílar til, ekki einu sinni Match- box, þú veist? Þá voru bara hestar. Átt þú hest? En það þurfti heldur ekki að setja bensín á hestana. Það hefði verið gott fyrir pabba minn að eigasvona hest, því hann er alltaf að skammast yfir því hve bensínið sé dýrt. En Gunna sagði líka frá því, þegar jólin komu þarna í sveitinni. Góði Guð, krakk- arnir í sveitinni fengu bara kerti í jólagjöf og svo ein jól, þegar pabþi þeirra átti voðalega mikið af pening- um, þá fengu þau spil. Ekki hefði ég viljað vera til þá, oj, bara spil og kerti. Finnst þér mikilli mótsögn viö sjálfa sig. Jesús sagði um sjálfan sig: ,,Ég og faðirinn erum eitt" og ,,svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glat- ist ekki, heldur hafi eilift líf“. þetta nú nógu gott, góði Guð? En svo sagði Gunna líka, að þau hefðu öll fengið að fara í kirkju, en það gerum við aldrei ájólunum. Pabbi og mamma fara aldrei með mig í kirkju, - þau eru samt ægilega góð - en hún hin amma mín, sem er ekki komin til þín ennþá, fer oft með mig í kirkju. Mér finnst svo gaman þegarallir syngja, hefur.þú komið í kirkju? Veistu, svo sagði Gunna, að þegar allir í sveitinni voru búnir að fá matinn sinn og kertin sín, þá voru sagðar sögur, og veistu hvernig sögur? Ég veit það, kannski veistu ekki allt . . . Það var um litla Jesúbarnið, þú veist fallega litla barnið, sem var í jötu. Mig langar svo til að fá svona lítið jólabarn. Ég hefi séð fullt af myndum af Jesú og svo veit ég líka að hann fór til þín og þú varst svo góður við hann. Gæti ég nokkuð fengið að tala við hann líka? En nú er Jesú- barnið orðið stórt barn, svona maður eins og pabbi, en svo er eitt hræðilegt, hann var festur upp á kross og svo bara dó hann. En hin amma mín sagði mér, að hann vildi bara deyja, svo okkur liði öllum vel hérna á jörðinni. En það skil ég nú bara ekki. Ég var að spyrja Dadda um Jesúbarnið, því nú er hann hjá einhverjum presti, en Daddi sagðist vera eitt- hvað vaxinn upp úr svona smábarnasögum. Þetta finnst mér Ijótt, já, Daddi bróðir er leiðinlegur, en stundum er hann ekki leið- inlegur, eða sjaldan. En góði Guð, af því við erum nú að tala saman og þú getur allt, það segir Gunna frænka, viltu þá ekki leyfa mér að kíkja aðeins inn til þín, bara smástund? Ég er búin að lofa að vera ósköp góð og prúð stúlka á morgun, ekki grenja, ekki væla, ekki öskra. Ég er allt- af að lofa mömmu ein- hverju. Ertu annars orðinn nokkuð leiður á að tala við mig? Nú líður mér svo feikna vel, ég geispa og geispa. Mér er alveg sama um allar jólagjafirnar, ef þú vilt bara blessa mig - amma segir alltaf, Guö blessi þig, barnið mitt. Veistu hvað ég sé núna, Ijós, fallegt Ijós, ég held að það sé kertaljós. Það kemur nær og nær og veistu hvað, hún amma mín er að koma til mín, já, nú brosir hún til mín og hún er með vængi, silfurvængi. Góði Guð, þakka þér fyrir samtalið, ég ætla alltaf að tala við þig á hverju kvöldi, en ekki segja neinum, góða nótt, góði Guð, og gleði- lega hátíð. Með öðrum orðum segist Jesús vera jafn Guði og talar um sig sem endur- lausnara frá synd og dauða, til lífs. Ef Jesús var ekki sá sem hann sagðist vera, var hann mesti lygari og svikari sem uppi hefur verið, og þá var hann alls ekki góður. Þá hafa milljónir manna, alveg frá dögum Jesú til dagsins í dag, fylgt honum að ástæðulausu. En Guði sé lof. nJesús er Kristur, sonur hins lifanda Guðs“, eins og Pétur játar í Matt. 16,16. En til hvers var Jesús að fæð- ast inn í þennan heim og lifa hér á meðal mannanna barna? Þessu svarar Páll postuli í I. Tím. 1,15. ,,Það orð er satt, og í alla staði þess vert aö við því sé tekið, að Krist- ur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn“. Svo ég haldi áfram að vitnaí Pál postula, hann sem í fyrstu var einn mesti óvinur kirkju Krists, en varð síðan einn mesti boðberi fagnað- arerindisins, en í Róm. 3,23 segir hann: ,,því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð". ( Róm. 6,23 segir hann „því að laun syndar- innar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir sam- félagið við Krist Jesú, Drott- in vorn“. Róm. 5,8 „En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum". Pétur postuli segir í I. Pét. 3,18 „því að Kristurleiö líka einu sinni fyrir syndir, rétt- látur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt oss til Guðs". A krossinum tók Jesús á sig hegninguna sem við höfum til unnið, dauðann, sem er laun synd- arinnar, þar leið hann rétt- látur fyrir rangláta og án syndar, gat dauðinn ekki haldið honum, en kraftur Guðs reisti hann upp á þriðja degi. Þess vegna segir Jesús í Jóh. 14,6 „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“. Hann segir líka í Jóh. 10,14-15 „Ég ergóði hirðir- inn og þekki mína, og mínir þekkja mig, eins og faðir- inn þekkir mig þekki ég þekki föðurinn, og ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina". Þetta er í fáum orðum ástæðan fyrir því að við höldum jól, því að Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn, við getum það ekki sjálf. „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans". Jóh. 1,12. Þetta er fagnaðarerindið í stuttu máli, og er það engum kristnum manni óviðkomandi, heldur ætti það að vera okkur hvatning til að lifa í nánu „persónu- legu" samfélagi við Drottin okkar og frelsara, því að „Jesús er Kristur sonur hins lifandi Guðs" og hann lifir enn ídag. Guð gefi þér gleðilega jólahátíð, Jesú Kristi til dýrðar. ÞRÍR JÓLASVEINAR Hér standa þrí: jólasveinar. Þeir eru númeraöir, og spurningin er: Hver þeirra kemst til hússins, nr. 1, nr. 2 eða nr. 3. Þvottahús Keflavíkur óskar viðskiptavinum sinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu. Kleó Tómas Ibsen

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.