Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 31

Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 31
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Þrautir - leikir - skrýtlur Skemmtilegur leikur Klippið pappakassa þannig til, að hann myndi fjögur hvöss horn, eins og greinilega kemur fram á myndinni. Klippið síðan pappahringi, sem þið notið til þess að kasta. Að þessu loknu skrifið þið stigatölur á hvert horn kassans og að því loknu getur leikurinn hafist. Góða skemmtun. Katta- hljómlist Hvarflar það nokkurn tíma að þér, þegar þú horfir á Tomma og Jenna, að mýs geti sungið? Senni- lega eru það fáir, sem vita að mýs gefa frá sér hljóð, sem minna á söng kanarí- fugla. Tónarnir eru þó svo háir, að venjulega er ógerningur fyrir fólk að heyra þá. Agœtur sjónauki Er unnt að búa til sjón- auka, sem hefur hvorki lins- ur né stækkunargler? Vissulega. Finndu þér þunnan pappa og vefðu hon- um saman eins og sést á myndinni. Kíktu síðan í gegnum hann með öðru auga og þú verður sennilega öldungis hissa, þegar þú sérð hlutina skýrar en ella þrátt fyrir allt. Hver skoraði mark? Reykjavíkurmóti í knattspyrnu er lokið — Islands- mótið er hafið og ekki er að efa, að mörg mörk verða skoruð í sumar. A myndinni sjáið þið fjóra leikmenn, sem fagna marki. En hver þeirra skoraði? Þú getur fundið það með því að fylgja strikun- um frá leikmönn- unum. Vinna fgrir „svífandi menní( Eiffelturninn í París, sem allur er byggður úr járni og var tækniundur síns tíma, var vígður 31. mars 1889. Turninn er nákvæmlega 300,65 metr- ar á hæð nema í frosti, því að kuldinn lætur málminn „hlaupa". Sólin getur hins vegar látið málminn þenjast út, og munurinn á hæð turnsins getur verið allt að 18 cm. Sjöunda hvert ár er turninn málaður og þá eykst þyngd hans um 45 tonn. Það er þyngd máln- ingarinnar, 33.753 lítra, sem 30 „svífandi menn“ eru átta mánuði að bera á turninn. HVERNIG? Drengurinn og hundurinn hafa ákveðið með sér, að beinið á ekki að liggja á milli þeirra lengur. En — þeir hafa líka ákveðið, að hvorugur þeirra má snerta það, sparka því eða koma við það á annan hátt. Hvernig eiga þeir að fara að því að breyta því að beinið liggi á milli þeirra? j9<J QIA JBQIiq |i; Q|UI»q ja 9^ ‘uinuiq 9 BUiQuq qia ;s22a| ‘2|6 Juæj Jío ddn jnpua^s BJjiacJ jcuuy lusnnq

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.