Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 33
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ en litla systir hans ætti aö leika apann. Elli dreif sig niður í kjallara. Hann horfði hugsi yfir draslið sem lá út um allt. Þetta get ég notað og þetta líka, hugsaði hann með sjálfum sér. Síðan tók hann til óspilltra málanna um að byggja leiksvið. Þeg- ar því var lokið kallaði hann á systur sína. Sko, litla mín. Þú mátt leika við mig í dag, ef ég má mála þig svarta í framan og klæða þig í apa- búning. Já, góði bróðir. Málaðu mig bara. Ég vil leika apann. Elli sótti máln- ingardós upp f hillu. Ooh, ekkert til af svartri máln- ingu. Jæja, ég nota bara þessa grænu. Æ, já, nú vantar apabúning. Já, mig vantar líka sundskýlu eins og Tarzan er í. Elli læddist upp á loft. Hann leit inn í fatahengið. Þarna var þessi fini apabún- ingur. Reyndar er þetta loð- kápan hennar mömmu. En hún notar þetta hvort eð er bara einu sinni á ári. Bara að fá þetta lánað smá stund. En sundskýla fannst hvergi. Reyndar var Tarzan í leður- sundskýlu. Þaðstenduralla vega í Tarzan-blaðinu sem hann afi gaf mér um jólin. Ella varð nú starsýnt á nýja leðursófasettið í stofunni. Hann læddist í kringum það. Ég gæti nú skorið smá pjötlu úr bakinu sem snýr upp að veggnum, hugsaði hann. Síðan skaust hann fram og náði sér í hníf, skar síðan stykki úr bakinu ásóf- anum. Elli flýtti sér síðan niður með búningana. Hann hengdi leðurpjötluna framan á magann á sér. Síðan klæddi hann litlu systur í loðfeldinn. Hann var alltof stór. Ég verð að stytta kápuna aðeins. Ég sauma það barasta á aftur með nýju saumavélinni hennar mömmu. Þá sést ekkert. Síðan klippti hann stórt stykki neðan af káp- unni. Jæja, systir, þá erum við tilbúin. Nei, annars, ég á eftir að mála þig í framan. Hann flýtti sér síðan að sulla málningu framan í systur sína. En þá skeði óhappið. Litla systir fór að hágrenja. Ég sé ekkert með augunum, grenjaði hún. Síðan hækkuðu öskrin í henni, þangað til mamma og pabbi komu hlaupandi niður í kjallara. Þau stóðu á miðju gólfinu og störðu steinhissa á börnin sín. Elli sá sér til skelfingarað pabbi hans fór að roðna og blána í framan. Elli færði sig til dyr- anna. Þegar hann var kom- inn upp aö þeim, stökk hann út og hljóp beint af augum eitthvað út í busk- ann. Þegar myrkrið var að skella á um kvöldið, lædd- ist Elli heim. Hann var orð- inn kaldur og svangur. Mamma, vældi hann inn um dyrnar. Mamma, má ég koma inn? Já, Elli minn. En nú þurfum viðpabbi þinnað tala alvarlega við þig. Elli gekk inn i stofu ásamt mömmu sinni. Jæja, Elías. Hvaða afsökun hefurðu nú, góði minn, drundi i pabba hans. Jæja, hvað með það, nú höfum við mamma þín ákveðið að senda þig i sveit til hans Láka frænda þíns. Þú ferð með rútunni um næstu helgi. Elli svitnaði. Hann í sveit. Það var bara staður fyrir villingana. Hann var sko enginn villingur. Hann hafði heldur aldrei farið í sveit áður. Og þar var allt fullt af villidýrum. Þar voru stór rándýr eins og hestar, belj- ur og kjúklingar. Svo voru kettir, hundarog rollulömb. Elli reyndi í flýti að rifja upp nöfnin á öllum þessum óargadýrum sem hann hafði lesið um í skólanum. Annars var þetta ágætt, hann væri þá laus við garg- ið í pabba og grenjið í litlu systur. Svo væri ofsalega gaman að fara í rútu. Kannski sæi hann ind/ána sem ætluðu að ráðast á rút- una. Eða voru indíánar bara til í bíó? Nei, annars, það voru örugglega indiánar á leiðinni upp í sveit. Hann var alveg handviss um það. Elli hljóp léttur i spori inn í herbergið sitt og byrjaði að pakka saman. 4. KAFLI Elli fer í sveit Mamma, má ég taka byssubeltið með mér? Það koma örugglega villidýr og indíánar og ég verð að verja mig. Nei, Elías, ekkert svo- leiðis meðferðis. OooH, þessar mömmur. Senda litla, saklausa drenginn sinn varnarlausan með rútu upp í sveit. Kannski er karl- inn á rútubilnum svo sterk- ur að hann geti hjálpað mér að lúskra á indíánunum. Elli minn, komdu nú. Rútan fer bráðum að koma. Elli stóð fyrir neðan inn- ganginn í rútuna. Mamma hans og litla systir stóðu við hlið hans. Jæja, Elli minn, nú er kveðjustundin runnin upp. Þú manst það nú að vera góður og þægur drengur í sveitinni í sumar. Já, mamma mín, sagði Elli. Mamma beygði sig niðurað Ella og smellti kossi á vanga hans. Elli sneri sér undan og þurrkaði sér um kinnina. Alltaf að kyssa mann fyrir framan annað fólk. Elli stökk síðan léttilega upp í rútuna, fann sér síðan sæti við glugga, aftarlega í rút- unni. Hann veifaði síðan til mömmu og litlu systur þegar rútan rann af stað. Jæja, Elías, nú ert þú einn á ferð og nú er bara að standa sig, hugsaði Elli með sjálf- um sér. Þegar rútan var komin langt út fyrir bæinn, fór Elli að skima eftir indiánum og öðrum villidýrum. En þetta var nú furðulegt. Engir indí- ánar á ferli. Það var nú kannski bara út af því, að það var ekkert myrkur úti. Svo var komin rigning. Indí- ánarnir vilja örugglega ekki vera úti í rigningu. Þá fer nefnilega öll indíánamáln- ingin af þeim. Þaðerekkert gott að vera að mála sig aftur og aftur til þessað láta rigninguna þvo það af sér. Eftir þessar vangaveltur fór Elli að geispa. Síðan sofn- aði hann og svaf eins og steinn þangað til rútan stoppaði. Stór og þrekinn maður kom upp í rútuna. Hann leit yfir farþegana í rútunni. Elli leit líka í kringum sig. Allt gamalt fólk, engir krakkar. En þá er ýtt við honum. Maðurinn stóð fyrir framan hann. Ert þu Elías? Ha, já, sagði Elli. Ég er hann Láki frændi þinn. Komdu nú með mér svo ég geti kynnt þig fyrir heimilisfólkinu á bænum, þar sem verður hjá okkur í sumar. 5. KAFLI Sveitalífiö Elli hafði komið sér fyrir í herberginu sínu, sem var uppi á háalofti. Hann var að hugsa um ferðina frá bið- stöðinni þar sem hann fór úr rútunni. Það var nú meiri druslan sem hann Láki átti. Ekkert hús yfir bílnum. Enda hafði Láki kallað faratækið traktor. Þeir eru notaðir við heyskapinn, hafði hann líka sagt. Ætli það sé vont skap að vera i heyiskapi? Kannski eru allir sem búa í sveit í heyskapi í staðinn fyrir að í kaup- staðnum fara allir í fýlu þegar ég geri eitthvað af mér. Jæja, hugsaði Elli með sér, best að koma sér út og skoða fólkið á bænum. Elli gekk um hlaöið á bæn- um og leit í kringum sig. Erða nú, hnussaði í honum. Algjörir sauðir þessir bændur. Nota svona stórt hús undir gamalt gras. Þegar pabbi slær blettinn heima, lætur hann rusla- kallana hirða grasið. Nei, annars, kannski kemur ruslabíllinn bara einu sinni á ári í sveitina, svo það þarf að geyma það einhvers staöar. Elli hnyklaði auga- brýrnar og varð hugsi á svip. Ég gæti nú kennt þeim gott ráð. Heima stelst ég stundum til að kveikja í gömlu grasi. Ég kveiki bara í draslinu fyrir hann Láka frænda. Elli trítlaði síðan inn í bæinn og beint í eld- húsið. Hann skimaði í kring- um sig. Þarna var eldspýtu- stokkur. Elli greip stokkinn af borðinu og þaut út. Hann tók strikið beint að húsinu, sem varfulltaf heyi. Allt í einu heyrði hann mik- inn hávaða. Hann leit við. Kom ekki stærðarinnar belja með horn á höfðinu á harða hlaupum til hans. Þegar beljan var að komast að honum þá beygði hún hausinn og síðan fann Elli hvernig hann tókst á loft og sveif í stórum boga inn um stóra lúgu á heyhúsinu og lenti mjúklega í heyinu fyrir innan. Hann nuddaði var- lega á sér afturendann. Jú, hann var ekki slasaður, en mjög aumur. Allt í einu heyrði hann þrusk í heyinu við hliðina á sér. Þá sá hann sér til skelfingar að eitthvað loðið villidýr var að búa sig undir að ráðast á hann. Elli tók undir sig stökk og sveif út úr húsinu. Þar sá hann Láka frænda sinn koma labbandi. Láki, Láki, beljan og villidýrið i heyhúsinu eru að reyna að drepa mig. Ha, hvað segirðu, Elli minn, sagði Láki glottandi. Belja, villidýr og heyhús? Nei, Elli minn, í sveitinni köllum við þetta naut, hund og hlöðu. Skyndilega sá Láki eld- spýtustokkinn í sveittri hendi Ella. Hvað ætlar þú að gera við þetta, Elli minn? Eg, ég ætlaði bara að brenna þetta gamla gras fyrir þig svo þú þyrftir ekki að nota þetta stóra hús fyrir það. Þá þurfa ruslakallarnir ekki að koma og taka þetta i burtu fyrir þig. Nú skellihló Láki. Elli, þú þarft nú greini- lega að fá tilsögn í sveita- mennsku. Næstu daga fylgdi Elli Láka um allt og lærði heil- mikið um sveitamennsku. Hann fékk til dæmis að vita það, aö grasið er geymt í hlöðunni svo kindurnar, hestarnirog kýrnarhafieitt- hvað að borða á veturna. Síðan leið sumarið stórá- fallalaust frá sjónarhóli Ella, en Láki frændi var nú ekk- ert að æsa sig upp yfir svona smáhlutum eins og að traktorinn færi hjálpar- laust af stað og ofan í áveituskurð. Eða þótt belj- urnar hefðu verið reknar svo hratt heim eitt kvöldið, að oll mjólkin hafði lekið úr þeim. Eða þegar Elli gleymdi að loka hliðinu eitt kvöldið og um morguninn var allur matjurtagarðurinn upp étinn. Svona mætti lengi telja. En nú kom að því að Elli færi heim. Láki fylgdi Ella að rútunni. Þegar Elli steig upp í rútuna sagði Láki frændi hans við hann: ,,Jæja, félagi, nú hefur þú verið hjá mér eitt sumar. Hvað segir þú um að koma aftur næsta sumar? Júhú, hrópaði Elli upp. Má ég bara ekki koma strax? Eða á morgun, þá losna ég við að fara í skólann? Nei, Elli, þú átt að fara í skóla í vetur, en þegar þú kemur næsta vor máttu velja þér lamb til að eiga. En bara ef þú lofar mér því að vera góður drengur í vetur og láta asnaprikin þín vera i vetur. Já, ég lofa þvi, sagði Elli hátíðlega. Síðan rann rútan af stað og það siðasta sem Elli sá af sveit- inni var Láki frændi, sem veifaði á eftir rútunni. Endir. Elli Sendum öllum Suðurnesjabúum bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viöskiptin á árinu. TOMMAHAMBORGARAR Hafnargötu 54 - Keflavík NJARÐVÍK Útsvör og aðstöðugjöld 5. og síöasti gjalddagi útsvara og aðstöðu- gjalda var 1. desember sl. ATH: 30. desember er eindagi 5. greiöslu útsvara og aðstöðugjalda. Bæjarsjóður - Innheimta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.