Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 34
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir „Lifði eins og Fransari og drakk mitt rauðvín með mat" - segir Hilmar Jónsson, bókavörður og stórtemplar Hilmar Jónsson er vel kunnur Suðurnesjamönnum bæöi fyrir afskipti sin af fé- lagsmálum auk starfs sins sem bókavörður i Bókasafni Keflavikur, sem hann hefur gegnt í rúmlega 26 ár. Hilmar er ekki innfæddur Suðurnesjamaður eins og fram kemur sióar iþessu viötali, heldur Austfiróingur ogþvisveitamaóur, einsog hann segir sjálfur, sem veröur sjóveikur við það að fara út á bryggju. Framundan eru annatimar hjá Hilmari, þvi að á næsta ári eiga bæði Stórstúka íslands og barnastúkan Nýársstjarnan stórafmæli, en Hilmar er æðsti maður stórstúkunnar og gæslumaður hjá barnastúkunni. í viðtalinu hér á eftir kemur Hilmar inn á margt sem á daga hans hefur drigið og hófum við þennan formála þá ekki lengri og gefum stórtemþlar orðið, en fyrsta spurningin sem lögð var fyrir hann var um stofnun stúkunnar og starfsemi hennar. mikiö um leiklist og voru þá leikin 2eöa3leikritávegum hennar. Safnaöist þá tölu- ver&ur leiksjóður, sem renna átti til byggingar sjó- mannaheimilis. Á næstu árum dró mikið úrstarfinu, en 10 árum síðar kom mikill fjörkippur í stúkuna og upp úr 1960 var fjöldi fólks starf- andi. Árið 1967 var síðan Ungtemplarafélagið Árvak- ur stofnað og gengu þá margir unglingar úr stúk- unni yfir í Árvakur. Þetta félag var oft ansi líflegt og félagatal komst í 200. ( dag er félagiö því miður ekki starfandi. En stúkan Vík lifir að vísu ekki blómlegu lífi, en ég er að vona að hún sé að lifna við, því á síðasta út- breiðslufundi vartöluvertaf nýju fólki. „Fyrsta stúkan á (slandi er stofnuð árið 1884 og verður Góðteplarareglan því 100 ára í janúar n.k. Að vísu voru samtökin eða Stórstúkan, eins og hún heitir, stofnuötveimurárum seinna, en sjálf Góðtempl- arareglan er aldargömul og i tilefni af því undirbúum við afmæli og hátíöahöld sem standa mest allt næsta ár." Hvenœr var svo fyrsta stúkan stofnuö i Keflavik? „Hér áður fyrr var mikil stúkustarfsemi í byggðar- lögunum hér á Suðurnesj- um. Sú fullorðinsstúkasem er nú starfandi hér í Kefla- vík, er Stúkan Vík, og var hún stofnuð árið 1946. í kringum 1950varstarfstúk- unnar mjög blómlegt og Orðsending Þar sem við undirrituð hættum rekstri Brekkubúðarinnar 1. september sl., viljum við þakka ánægjuleg viðskipti síðastliðin 20 ár. Svo óskum við öllum gleöilegra jóla og alls góös á komandi árum. Um leið viljum við vona, að pið látið nýja eigandann, Gylfa Ármannsson, njótasömu viðskipta og vinsemdar. Lifið öll heil. Ingibjörg Ingimundardóttir og Jakob Indriðason, Tjarnargötu 31, Keflavík Flugliða braut Námsbraut í bóklegum greinum til atvinnu- flugprófs verður starfrækt við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja árið 1984, ef næg þátt- taka fæst. Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur, grunn- skólapróf og einkaflugmannspróf í bókleg- um greinum. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans eða til Flugmálastjórnar, Reykja- víkurflugvelli, í síðasta lagi 31. desember 1983. Pétur Einarsson flugmálastjóri Jón Böðvarsson skólameistari Barnastúkan Nýársstjarn- an var stofnuð 1. janúar 1904 og er því að verða 80 ára. Nýársstjarnan hefur verið stórveldi á sinu sviöi og jafnframt verið ein fjöl- mennasta barnastúkan á landinu. Systurnar frá Framnesi, Jónína og Guö- laug, voru lengi gæslu- menn, sú síðarnefnda í 49 ár. Áriö 1967 létu þær af störfum og tókum við þá fjögur viö, ég og séra Björn Jónsson, sem sáum um eldri deildina, og Aöalbjörg Guömundsdóttir og Óla Björk Halldórsdóttirsáu um þá yngri. Nú eru þau þrjú hætt afskiptum af þessum málum, enda búa bæði Að- albjörg og séra Björn ann- ars staðar. Ég stend því eins og er einn með barnastúk- una, en fæ þó góða aöstoð frá konu minni og annarri konu, sem ekki erástæöatil aö gleyma, þó ekki sé stúku- manneskja, en þaðerSoffía Karlsdóttir. Það hefurverið mikil leikstarfsemi hjá barnastúkunni öll þessi ár og til að mynda var viðtal við Gísla Alfreösson, þjóð- leikhússtjóra, i Vikunni fyrir skömmu. Þar getur hann þess, að hann hafi byrjaö sinn leiklistarferil hjá barna- stúkunni hérna, og þaö sama gerði Gunnar Eyjólfs- son. Hann steig sín fyrstu leiklistarspor hjá Framnes- systrum. Viö höfum reynt að viöhalda þessu starfi þó misjafnlega hafi gengiö, því við teljum að leiklist sé nauösynleg fyrir börn, þar læra þau aö tjá sig. Viö erum arlega með 2 skemmt- anir, þ.e. árshátíö og svo grímuball. Ekki alls fyrir .Leiklistin er nauósynleg fyrir börn," segir Hilmar löngu héldum við grímu- balliö í Gagnfræöaskólan- um og það er skemmst frá því að segja, aö húsfyllir varð, um 400 krakkar." Hvernig er þessum mál- um háttað i byggðarlögun- um hér i kring? „Garðurinn er eitt besta svæöiö, félagslega séð, sem sýnir sig best á leiklist- aráhuganum. Þar er bæði barnastúka og eldri stúka. I Sandgerði var starfandi stúka, en er ekki í dag. Þetta er fyrst og fremst spursmál um að fá gæslumenn". Hver eru helstu áhuga- mál þin, Hilmar? „Ég hef náttúrlega verið í þessu barnastarfi sem gæslumaöur barnastúk- unnar, og áður en ég varð yfirmaður Góðtemplara- hreyfingarinnar, sem heitir stórtemplar, þá var ég gæslumaður ungmenna- hreyfingarinnar á landinu eöa unglingareglunnar frá 1970-1980. Ég var einnig í íþróttum og þásérstaklega í handbolta. Þegar ég stofn- aði heimili þá dró ég mig í hlé frá íþróttum. Leiklistin TILKYNNING KEFLAVÍK - NJARÐVÍK - GRINDAVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglu- gerð nr. 16/1978, er hverjum og einum ó- heimilt að selja skotelda eöa annað þeim skylt nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeirsem hyggjaásölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu- þjóns í Keflavík, eigi síðar en 21. desember 1983. Að öðrum kosti verða umsóknimar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík. Lögreglustjórinn i Gullbringusýslu Bæjarfógetinn í Keflavik, Grindavík og Njarðvík Brunavarnir Suðurnesja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.