Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 35
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ hefur alltaf átt sterk ítök í mér og hef ég starfað mikið með Leikfélagi Keflavíkur. Árið 1976 endurreistum við félagið eftir að það hafði legið niðri í 2 ár, og fluttum þá leikritið ,,Er á meðan er". Soffía Karls sagði mér að þetta verk hefði gengið frekar illa í Þjóöleikhúsinu og var ekki bjartsýn. Við héldum samt 10 sýningar og hættum fyrir fullu húsi og fengum mjög góða aðsókn. En vegna þess að þetta var 20 manna sýning var ekki hægt að halda áfram. Vinsælasta leikritið sem hér hefur verið flutt er þó Lína langsokkur." Nú hefur þú skrifað nokkrar bækur? ,,Jú, það hefur verið stórt áhugamál hjá mér. Oft hef ég íhugað þennan mikla tíma sem fer í félagsmál, og reynt að draga úr honum, en það er nú einu sinni þannig, að viljurðu verða rithöfundur, þá er nauðsyn- legt að vera í tengslum við mannlífið og það er best i gegnum félagsmál. Ég hef skrifað 8 bækur og eitt leik- rit, „Útkall í klúbbinn", sem Gunnar Eyjólfsson svið- setti. Fjallaði það um lífið á Keflavíkurflugvelli. Ekki ætla ég að fara að leggja neinn dóm á það, en ég fékk góða dóma hjá þekktu leiklistarfólki. Minn draum- ekki yfir neinu að kvarta, því bærinn hefur veitt vel til safnsins, enda er útlán á hvern íbúa um 10 bækur á ári, sem telst mjög gott. Hvað varðar húsnæði bóka- safnsins þá var það mikil bót þegar það flutti úr hinu þrönga húsnæði í barna- skólanum yfir í hús Björns heitins Sigurðssonar lækn- is. Það var þó að vísu ekki mjög heppilegt húsnæði, það er á 3 hæðum, enda fyrrum íbúðarhús og því talsvert trimm sem þessu fylgir. Núna erum við að knýja fast á dyr bæjar- stjórnar um að tekin verði ákvörðun um nýjan stað fyrir bókasafn og síðan verði farið að teikna. Ég hef vilyrði bæjarráðsmanna fyrir því, að staðarákvörð- un verði tekin innan skamms". Þú sem stórtemplar, hvaö finnst þér um tilkomu vín- veitingastaða í Keflavfk? ,,Ég er ekki hress yfir því. Menn sem þekkja þessi mál segja, að vinveitingastaðir séu jafnvel verri heldur en áfengisútsölur". En bjórinn, á að leyfa hann? ,,Kannanir hafa sýnt, að yngra fólk drekkur bjór og mín skoðun er sú, að áfengisneysla muni aukast „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér, aö, inn" verði kvikmyndað ..." Utkallíkiúbb- með tilkomu hans. Erlendis drekkur yngra og efna- minna fólk bjór. Ég hefði nú haldið, að ástandið hjá unglingum hér sé ekki það gott, að ástæða sé að bæta bjórnum við. Fyrir nokkrum árum sendi alþjóðaheil- brigðisstofnunin frá sér neyðaróp vegna áfengis- neyslu á vesturhveli jarðar um það, að þessar þjóðir yrðu að gera eitthvað til að draga úr áfengisneyslu. Ávarp þetta, sem stofnunin sendi frá sér, var svo harð- ort, að það hefði getað verið frá okkur templurum. Tvær af mestu vínneysluþjóðum vesturlanda tóku þessi að- vörunarorð mjög alvarlega og nú er svo komið, að það hef ur dregið úr neyslu bæði hjá Frökkum og Spánverj- um vegna aðgerða yfir- valda. Á sama tíma tók einn ráðherra sig til hér á landi og lengdi opnunartíma vín- veitingastaða, þvert ofan í vilja meirihluta Alþingis." Er ekki tilvalið að slá end- ann í viðtal þetta með því að þú segir okkur frá menntun þinni og uppruna? ,,Ég er ekki innfæddur Suðurnesjamaður, en hef þó samlagast furðu vel lífi hér. Ég er austfirðingur og sveitamaður að því leytinu til. Hef lítið sem ekkert farið á sjó og þarf ekki að fara nema niður á bryggju til að verða sjóveikur. Eg stund- aði nám við Menntaskól- ann í Reykjavík, en þegar ég átti eftir eitt ár í stúdents- próf þá veiktist ég og lauk aldrei menntaskólanámi. Seinna, þegar heilsan lag- aðist, þá hafði ég ekki áhuga á að Ijúka námi, hélt þess í stað til Frakklands og var skrifaður inn á einhverja útlendingadeild i Sorbonne og var að myndast viö að læra frönsku. Ég lifði eins og Fransari og drakk mitt rauðvín með mat. En þar sem ég var slæmur i maga þá ráðlögðu vinir mínir mér að fara á náttúrulækninga- fæði. Þetta gerði ég og tókst vel og þar byrjaði mín templaratíð. Þegar ég hætti að lifa á franska vísu átti ég alltaf ,,Eyddi afgangnum af yfirfærslunni i málverkabækur . töluvert eftir af yfirfærsl- unni, sem ég eyddi í kaup á málverkabókum. Þetta ár, sem ég var í Frakklandi, not- aði ég mikið til að skoða mannlífið. Fór í leikhús og kvikmyndahús og var í raun á þeysireið um borgina og hafði mjög gaman að. Það er hægt að sjá ákaflega mikið í Paris. Þetta er alls- herjarmiðstöð fyrir menn- íngu og list, og mjóg auð- velt að eyða tímanum þar. Eins og ég sagði áður, lauk ég ekki stúdentsprófi en hef verið að mennta mig í gegnum árin, meðal annars hefi ég sótt námskeið í Há- skólanum vegnastarfs míns sem bókavörður. Ég séekki eftir að hafa ekki lokið þvi prófi, þegar maður er kominn í ritstörf, þá felst menntun ekki í prófum," sagði Hilmar Jónsson að lokum. - pket. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd íbúða aldraða, f.h. Njarðvíkurbæjar, óskar eftir tilboðum í að fullgera íbúðir aldraðra að Vallarbraut 2, Njarðvík. Um er að ræða fullnaðarfrágang 8 íbúða fjölbýlishúss, sem nú er fokhelt og frá- gengið að utan. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Njarðvíkurbæjar, Fitjum, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 29. des. 1983 kl. 11 á sama stað. Framkvæmdanefnd íbúða aldraðra Njarðvík urer þóaðverkiðverðifilm- að, það færi betur þar, enda stutt og möguleikar í út- sendingu eru þarmeiri. Nú, ég hef verið að skrifa leikrit, sem fjallar um ævi Jóns Steingrímssonar, eldklerks. Á síðasta ári fékk ég i fyrsta sinn starfslaun þó ég hafi áður fengið ritlaun. Mér hefur miðað nokkuð vel áfram í sumar, en enn á ég mikið eftir." Hvað ertu búinn að starfa lengl sem bókavörður? „Ég er að verða með elstu forstööumönnum bóka- safna hér á landi, eða frá 1957, en þá var ég búinn að vera 2 ár í Reykjavik við sama starf." „Er bókalestur mikill hjá almenningi, og hvernig er búið að safninu? „Já, hann er það. ( upphafi var bókakostur safnsins lítill og lélegur, eða um 1600 bindi. í dag hef ég SW LJ Oskiim landsmönnum öllum gléðilegra jóla árs og f riðar. í^ökkum viðskiptin á liðnum runabótaf élag Islands Umboð KefJavíK - Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.