Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 36
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Mesta mein aldarinnar BAKKUS konungur í essinu sínu BAKKUS er harður hús- bóndi. BAKKUS klófestir hvern tiunda, sem bragðar áfengi, tekur hann í heljar- greipar og þjarmar svo að, að ef ekkert er að gert, má búast við að dauðinn taki við. Af hverju veröur hvertí- undi maöur, sem neytir áfengis, sjúkur? Vísinda- menn hafa árum saman reynt að finna skýringar, en enn sem komið er, er alls ó- vitað um orsakirþessasjúk- dóms. Allt byrjar þetta ósköp sakleysislega hjá flestum. Þorri manha neytir áfengra drykkjaog sleppur viðsjúk- dóminn, en BAKKUS spyr ekki um hver manneskjan er. Dæmin sýna, að allar gerðir einstaklingsins falla í greipar hans. BAKKUS spyr ekki um greind, gáfur, stöðu, viljastyrk né kyn- ferði. BAKKUS getur leikið sér að hinum ýmsu ein- staklingum árum saman og látið þá kveljast mismun- andi lengi. Einstaklingur- inn getur verið hófdrykkju- manneskja árum saman, en svo skyndilega missir hún tök á drykkju sinni án allra skýringa. Svo klókur er BAKKUS, aö ,,venjulegur" borgari getur árum saman tekið þátt í darraðardansi þessa mikla konungs, án þess að verða var við hvert stefnir. Þessi sami borgari getur í mörgum tilfellum stundað vinnu sína, átt sitt W'«/ Islenskir Aðalverktaka Keflavíkurflugvelli senda starfsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir. heimili og tekið þátt í dag- legu lífi, en eitthvað er að bresta. Nú drekkur hann ,,bara um helgar", föstu- dags- og laugardagskvöld og svo örlítið á sunnudegi. Hann reynir að vera í sæmi- legu lagi á mánudegi, því ennþá vill hann halda vinnu sinni. Þetta tekst í nokkurn tima, oft ótrúlega langan. En eitthvað er að og það er venjulega nánasta fjöl- skyldan og vinir, sem skynja breytingarnar. Oft- ast er það maki, foreldrar eða börn, sem færa þetta í tal, benda á að nú sé ekki allt með felldu. Drykkjumaðurinn bregst mjög ókvæða við og harð- neitar öllu. Þar næst reynir j hann að drekka ekki næstu helgi eða helgar, til að sanna fyrir sér og sinum nánustu, að ekkert sé að. Blekkingin byrjar [ sumum tilvikumgetursá hinn sami maður verið í heljargreipum BAKKUSAR í 30-40 ár, en maðurinn í næsta húsi þurfti ekki nema 5-10 ár til að komast í sama far. Heilsu þessara manna hrakar, en þeir skynja það engan veginn. Alls kyns sjúkdómar þjaka hann, en hann er hvort eð er orðinn svo kærulaus, að hann sinnir því ekki fremur en öðru. Fái þessi maður ekki hjálp, endar þetta bara á einn veg: DAUDI. Höfum við nokkurn tíma séð á prenti, að nokkur hafi látist af drykkjusýki? Nei, sjúk- dómur þessi, alkóhólismi, er alltaf stílfærður á eitt- hvað „fínna mál", en orsök- in er augljós. Aðalsmerki BAKKUSAR er blekking og lygi. Þessu sáir BAKKUS svo miskunn- arlaust í hinn sjúkaalkóhól- ista. Út á við getur hann virkað heilbrigður, hann blekkir umhverfi sitt. Hann afsakar drykkju sína með hinum ýmsu tilefnum í fyrstu, svo hættir hann því. Nú finnst honum drykkjan vera hluti af sínu lífi - OG SÉR EKKERT ATHUGA- VERT VIÐ ÞAÐ I FYRSTU, hann er bara að gera það sama og allir hinir. Hann gerir sér heldur enga grein fyrir því, að hann drekkur alltaf meira en flestir hinna. En innst inni veit hann nú, að eitthvað er að. Hann ger- ir örvæntingarfullar tilraun- ir til að hætta, minnka drykkjuna eða breyta henni. Hann fer að drekka létt vin í stað sterkra drykkja. Hann blekkir sig aftur, því eitt vínglas inni- heldur sama styrkleika og einn einfaldur af sterkum drykk. Þá er næst að skella skuldinni á einhvern annan. Nú drekkur hann vegna þess, að „kerlingin" og krakkarnir eru vitlaus. Það er allt orðið svo erfitt í vinn- unni, allireru á móti honum og í æstu skapi, allir nema hann. Til þess að ,,slappa af" fær hann sér ,,einn". Jú, allt lagast á meðan hann drekkur, honum líður mjög vel, en dæmið snýst við, þegar af honum rennur. Vandamálin verða stærri og stærri, allt er ómögulegt, nema hann sjálfur. ,,Kerl- ingin" kann ekkert með peninga að fara - eyðir öllu, hann þarf flösku út á það. Ranghugmyndir eru farnar að þjaka hann. Hannerorð- inn tortrygginn, álítur alla vera að ofsækja sig - það eru allir á móti honum. Hann reynir að réttlæta sjálfan sig. Hann er mjög ó- öruggur með sig þessa fáu daga, sem hann drekkur ekki, á bágt með að taka ákvarðanir, vorkennir sjálf- um sér heil ósköp og hann er píslarvottur. Hann reynir nú að bæta ástand sitt og lofar fjölskyldunni öllu fögru. Fjölskyldan trúir þessu. Skömmu síðar ,,dettur" hann aftur, bregst sjálfum sérog fjölskyldunni og það verður feikna sprenging. Hann hefurein- angrast frá daglegu og eðli- legu lifi, vill helst vera einn eða rneð drykkjufélögum. Um leið og hann drekkur aftur fyllist hann öryggi, verðurstóri og mikli maður- inn, sem allt veit og allt getur. Ennþá afsakar hann sig. Dæmið gæti litið þannig út: ,,Ég mæti alltaf til vinnu - ég drekk ekki afrétt- ara - þetta væri allt í lagi, ef allir væru ekki á móti mér". Og áfram heldur hann. Blekkingar: Hann mætirað vísu til vinnu ennþá, en hver eru afköstin á vinnustað? Hann er mjög gleyminn er hér er komið, taugarnareru spenntar til hins ítrasta og það hallar undan fæti. Skapið er vægast sagt mjög bágborið. Afréttari erafrétt- ari daginn eftir. Algengur misskilningur er að afrétt- ari sé eingöngu afréttari sé hans neytt morguninn eftir. SÉ ÁFENGIS NEYTT DAG- INN EFTIR DRYKKJU Á HVAÐA TÍMA SEM ER, ER ÞAÐ AFRÉTTARI. Ástandið á heimilinu er vægast sagt mjög slæmt er hér er komið.. í flestum til- vikum standa maki, börn og foreldrar algjörlega ráða- laus, ringluð og tauga- trekkt. Örvæntingarfullar tilraunir eru gerðar til að „stöðva" drykkjuna, en allt versnar. Algeng viðbrögð hjá aðstandendum ert.d. að hella niður áfengi, fela það eða reyna að halda þeim sjúka frá drykkju með alls konar ráðum. Þetta er al- gjörlega tilgangslaust. ALKÓHÓLISTINN NÆR SÉR ALLTAF I ÁFENGI, EF HANN ÆTLAR OG ÞEGAR HANN ÞARFNAST ÞESS. Algjört vonleysi einkenn- ir nú alla fjölskylduna og enginn skilur upp né niður í þessu ófremdarástandi. Hótanir á báða bóga, kald- lyndi, vonleysi, kviði og e.t.v. vinnumissir. Á þessu stigi má búast við að fjöl- skyldan gefist upp, og hún yfirgefur hinn sjúka. Hann er einn og yfirgefinn, eng- inn skilur hann og allra síst hann sjálfur. Hann er ekki fær um að gera sér grein fyrir ástandi sínu. Ennþá síður skilur hann né nokkur annar, hvernig á því getur staðið. Hann verður að fá áfengi, öðruvísi getur hann ekki lifað. Hann er helsjúk- ur, fyrirlítur sjálfan sig. Annan daginn reynir hann að krafsa sig út úr ógöng- unum, en BAKKUS, besti vinur hans og um leið hel- viti hans, situr hjá og hlær. Er hægt að ætlast til að nokkur manneskja geti sett sig inn i slikt ástand? Hinn ægilegi vítahringur er í fullum gangi. Maðurinn, sem nokkrum árum áður gat neytt áfeng- is „eins og hinir", er nú kominn í þrot. Þeir dagar eru taldir, þegar hann gat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.