Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 37

Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 37
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ ákveðið sjálfur, hvort hann fékk sér 1-2 drykki og hsett svo. Nú getur hann alls ekki haett. Hann getur ekki hugsað sér lífið án áfengis. Hann er hrokafyllri en nokkru sinni fyrr. En aðrar drykkjuvenjur eru að ske. DRYKKJUÞOL- IÐ EYKST. Það segir, að í byrjun drykkju ,,fann hann léttilega á sér“ af 1-3 glös- um. Nú þarf hann marg- faldan skammt til þess að honum líði vel. Ein flaska dugar skammt. Útlitið fyrir þennan mann er svo sann- arlega ekki bjart. En ef hjálp berst honum á þessu stigi getur það bjargað honum. En til þess að HJÁLP komi hinum sjúka að gagni VERÐUR HANN SJÁLFUR AÐ ÓSKA HENNAR. ( flestum tilvikum verður hann að GERA ÞETTA FYRIR SJÁLFAN SIG, ekki fyrir einhverja aðra, því að það má gera ráð fyrir þvi að slíkt mistakist. Hann verður að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart áfenginu. Til þess að laskning takist, verður fyrst og fremst að koma til algjör hugarfarsbreyting og þá með aðstoð þeirra sem til þekkja. En eitt ber að hafa í huga. ALKÓHÓLISMI ER ÓLÆKNANDI SJÚKDÓM- UR en hins vegar sýna dæmin það, að hægt er að halda honum niðri með breyttu hugarfari. Ef hægt væri í dag að skýra frá því AF HVERJU ALKÓHÓL- ISMI stafaði, væri þetta kannski auðvelt vandamál. En enginn getur svarað því enn. Þó er vitað, að til þess að hægt sé að halda sjúk- dómi þessum ,,niðri“, getur alkóhólistinn aldrei framar neytt dropa af áfengi, því ef svo fer mun hann á ör- skömmum tíma aftur falla með miklum hraða í sama hyldýpið. Eina hjálpin sem alkóhól- istar geta fengið, er hjá rétt- um aðilum og samtökum, sem þekkja þessi mál af eigin reynslu. En fordómar láta ekki á sér standa. Þrátt fyrir mikla fræðslu um áfengisvanda- málið sl. ár, stendur ekki á almenningi að dæma, gagnrýna og litilsvirða hinn sjúka mann. Það stendur ekki álausninni hjáalmenn- ingi áþessu vandamáli. Allir virðast vita, hvað öðrum er fyrir bestu. Ýmsir telja sig þreytta á allri umræðu um áfengisvandamálið, fullir af hroka og fordómum. Svona lagað mundi sko ekki henda ÞÁ. En vandamálið er til staðar í ótal fjölskyld- um í kringum okkur. Fólk telur sig þreytt á þessu um- ræðuefni, kallar þetta jafn- vel kjaftæði, aumingjaskap, þolir ekki að heyra minnst á AA-samtökin né byggingu SÁÁ, en enginn veit hvern BAKKUS hefur i huga næst. Við verðum aö horfast í augu við það, að þetta vandamál getur hent HVERN OG EINN og trú- lega má búast við því, að margir verði þakklátir því fólki, sem svo ötullega hefur staðið saman um að veita aðstoð sína. Þúsundir fjölskyldna í landinu lifa nú aftur eðlilegu og heilbrigðu lífi eftir að hafa dansað darraðardans með hinum mikla konungi. Nú fer jólahátíð í hönd. Getur þú ímyndað þér, lesandi góður, að á meðan ÞÚ átt ekki við þessi vanda- mál að stríða, Guði sé lof, eru hundruðir fjölskyldna, sem lifa í angist vegna komu jólanna? Hátíð, sem ætti að vera hátið okkar allra, sameining fjölskyld- unnar, friðarhátíðin, er því miður oft erfiðasti tími fjöl- skyldunnar í næsta húsi. Þar er e.t.v. sjúkur maður, sjúk fjölskylda. Sjúkdóms- einkennin eru augljós, en fæstir skilja það og kalla það aumingjadóm. En hvers vegna - hvers vegna henti það þennan mann frekar en annan? Því miður getur enginn svarað þess- ari spurningu. K.S. SÍÐASTA BLAÐ ÁRSINS KEMUR ÚT 22. DESEMBER 1 J) .1 GLEDILEG JÓLJ GOTT OG FAHSÆL7' KOMASDI ÁR Þökkum uiðskiptin á liðna árinu. SAMVINNUBANKINN Útibú - Keflavík Sandhverfueldi á Reykjanesi? Fiskifélag (slands er nú að kanna möguleika á eldi sandhverfu hérlendis, og horfa menn til Sjóefna- vinnslunnar á Reykjanesi og þeirrar orku sem þar er að fá úr borholum, sem ákjósanlegan stað fyrir eldisstöð, að sögn Finn- boga Björnssonar, fram- kvæmdastjóra. Sandhverf- an er mjög dýr fiskur og eft- irsóttur, jafnvel talinn verð- mætari en lax. Sagði Finnbogi að þeir Fiskifélagsmen n hefðu leitað eftir heimild til til- rauna í máli þessu og fengu þeir jákvæðar undirtektir af hálfu Sjóefnavinnslunnar, en lengra er málið ekki komið ennþá. ( Þjóðviljan- um var fyrir stuttu rætt um málið og þá haft samband við Ingimar Jóhannsson hjá Fiskifélaginu, og eftir hon- um var haft að frumeldi sandhverfunnar væri mjög flókið og erfitt, en nú nýlega hefði náðst góður árangur i þeim efnum í fiskeldisstöð, sem Norðmenn reka í Skot- landi og menn væru nú bjartsýnni en áður á eldi Sandhverfunnar, þótt enn væru ýmis vandamál óleyst. Síðan sagði Ingimar í viðtalinu við Þjóðviljann: ,,Þetta er geysilega dýr fiskur, í sama verðflokki og laxinn og góður markaður fyrir hann í Evróþu. ( Bret- landi er notast við kælivatn frá kjarnorkuveri við eldið, en fiskurinn þarf að alst uþþ í 14 gráðu heitum sjó, en það gefur okkur hérlendis einmitt möguleika umfram aðrar nágrannaþjóðir að rækta þennan fisk vegna þeirra orkukosta sem við búum við, eins og á Reykja- nesi". Sandhverfa getur orðiö 12 kg að þyngd. Fiskurinn hefur lítið veiðst hér við land, en aðalheimkynni hans eru í austanverðu Atl- antshafi frá vesturströnd Noregs, Eystrasalti, við Bretlandseyjar og allt inn í Svartahaf. Er þetta feitur fiskur og bragðgóður og ekki síst verðmætur. Verður því gaman að fylgjast með því hvort vel tekst að nýta enn betur þau miklu auðæfi sem felast í hitanum á Reykjanesi hér rétt við bæj- ardyrnar. - epj. A \ /A nV K ö w> mm Sendum starfsmönn- um okkar, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Þökkum samstarfið á cirinu sem er að líða. DVERGHAMRAR KEFLAVÍKURFLUGVELLI Sjoefna- vinnslan hf. sendir starfsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og ngársóskir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.