Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 39
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ K - KAUPMAÐURINN: „Aðra hverja viku tilboð, - og þau munu verða ótrúlega hagstæð" - segir Jónas í Nonna & Bubba í samtali við Víkur- fréttir um sameiginlegt átak kaupmanna Kaupmenn á suðvestur- horni landsins hafa nú kynnt stofnun samtaka, K-KAUPMAÐURINN heita þau og hafa það að mark- miði að vinna saman að ýmsum málum, sem snerta báða aðila, viðskiptavininn og kaupmanninn. VlKUR-fréttir höfðu fregnir af pví að einn helsti hvatamaðurinn að stofnun samtakanna og öllum und- irbúningi tilboða þeirra K- kaupmanna, væri Jónas Ragnarsson, kaupmaður í Nonna & Bubba. Blaðið tók Jónas tali og innti hann eftir ýmsu af því sem samtökin hyggjast beita sér fyrir í framtíðinni. ,,Til að byrja með verðum við saman með auglýsingar á samtökunum og verslun- um innan þeirra. Við köllum okkur ,,stærsta stórmarkað landsins" og tel ég það með réttu gert. Nú, við verðum með sameiginleg innkaup 45 kaupmenn eða fleiri og höfum við náð umtalsverð- um árangri iþessumefnum, náð að gera sérlega hag- stæða samninga við ýmsa þá aðila sem birgja okkur upp af vörum. Aðra hverja viku munum við gera við- skiptavinum okkar heyrin- kunn tilboð okkar, - og þau munu verða ótrúlega hag- stæð, því get ég lofað". Þetta er þá væntanlega til aö mæta þeirri samkeppni, sem stóru markaðirnir veita kaupmanninum? ,,Ja, það er nú svo með mig, að ég hef ekki orðið var við þessa miklu samkeppni við markaðina. Það væri frekar að ég væri i sam- keppni við aöra kaupmenn hér í nándinni. Missi ég við- skiptavin, sem gerist bless- unarlega sjaldan, þá er það sú samkeppni, ekki mark- aðirnir. Og reyndar óttast ég þá ekki svo mjög. Þeir eru að sjálfsögðu tímanna tákn og fátt nema gott um þá að segja. Hins vegar er það eðli allrar góðrar kaup- mennsku að reyna að færa viðskiptavininum lífsbjörg- ina á sem viðráðanlegustu verði. Það segir sig sjálft, að það er ekki okkar hagur að halda vöruverði háu þannig að enginn fái notið vörunn- ar. Við viljum fáhanaúrhill- unum sem fyrst". Nú er á döfinni mikil breyting, frjáls verólagning. Þýöir þetta ekki aö matvara hlaupi upp úr öllu valdi i verði? ,,Nei, ég held þvert á móti að i þessari miklu sam- keppni sem er á markaðn- um mun þetta verða við- skiptavinum til hagsbóta fyrst og fremst. Ég er og hef alltaf verið fylgjandi því að verðlagið sé frjálst. Það mun koma á daginn að það verður öllum til góða". Svo við vikjum aftur að til- boöum ykkar K-kaup- manna. Nú eru tilboðin bundin viö nokkrar tegund- ir vara vikulega. Verður ekki einhver munur á verðlagi einstakra vðrutegunda milli verslana eftir sem áður? Eða öllu heldur, verður ekki áframhald á samkeppni kaupmanna? Jónas Ragnarsson, kaupmaöur ,,Jú, mikil ósköp. Við gerum okkur allir fullagrein fyrir þessu. Við erum í sam- keppni. Hins vegar sjáum við hag viðskiptavina betur borgið með samstarfi við sameiginleg innkaup og auglýsingar. Samkeppnin heldur hins vegar áfram milli kaupmanna. Það er og hlýtur að verða aðalsmerki kaupmanna að keppa sín á milli". Að lokum. Er ætlunin að útvikka þetta samstarf kaupmanna? ,,Það kemur fyllilega til greina. Samstarf sem þetta er að fyrimynd kaupmanna á Norðurlöndum þar sem það hefur gengið mjög vel um fjölmargra ára skeið Við sem að þessu stöndum erum allir félagar i Kaup- mannasamtökum íslands og annað hvort mundu þau samtök eða K-samtökin fara út í áframhaldandi aö- gerðir. Um þetta er of snemmt aö fullyrða nokk- uð. Fyrst i stað leggjum við alla aherslu á tilboðsmalm okkar og munum gera allt sem hægt er til að ná niður vöruverði í verslunum okk- ar. Aðalatnðið tel ég að kaupmenn munu standa styrkari fótum á eftir, - og viðskiptavinir okkar njóta þess i leiðinm". - J.B.P. 0Q\H TAKA GILDI í DAG í þessum verslunum á Suðurnesjum: Nonni & Bubbi, Keflavík Víkurbær, Keflavík Brekkubúðin, Keflavík Kostur, Keflavík Skiphóll, Sandgerði Þorláksbúð, Garði Bragakjör, Grindavik Vogabær, Vogum Þetta er aðalsmerki K-verslana - og ná yfir eftirtalda vöruflokka: VERÐ R-epli Kókómalt T.V. Sukkulíki Kerti WC-pappír co o-o (D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.