Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 39

Víkurfréttir - 15.12.1983, Page 39
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ K - KAUPMAÐURINN: „Aðra hverja viku tilboð, - og þau munu verða ótrúlega hagstæð" - segir Jónas í Nonna & Bubba í samtali við Víkur- fréttir um sameiginlegt átak kaupmanna Jónas Ragnarsson, kaupmaður Kaupmenn á suðvestur- horni landsins hafa nú kynnt stofnun samtaka, K-KAUPMAÐURINN heita þau og hafa það að mark- miði að vinna saman að ýmsum málum, sem snerta báða aðila, viðskiptavininn og kaupmanninn. VlKUR-fréttir höfðu fregnir af því að einn helsti hvatamaðurinn að stofnun samtakanna og öllum und- irbúningi tilboða þeirra K- kaupmanna, væri Jónas Ragnarsson, kaupmaður í Nonna & Bubba Blaðiðtók Jónas tali og innti hann eftir ýmsu af því sem samtökin hyggjast beita sér fyrir í framtíðinni. ,,Til að byrja með verðum við saman með auglýsingar á samtökunum og verslun- um innan þeirra. Við köllum okkur ..stærsta stórmarkað landsins'' og tel ég það með réttu gert. Nú, við verðum með sameiginleg innkaup 45 kaupmenn eða fleiri og höfum við náð umtalsverð- um árangri í þessum efnum, náð að gera sérlega hag- stæða samninga við ýmsa þá aðila sem birgja okkur upp af vörum. Aðra hverja viku munum við gera við- skiptavinum okkar heyrin- kunn tilboð okkar, - og þau munu verða ótrúlega hag- stæð, því get ég lofað". Þetta er þá væntanlega til að mæta þeirri samkeppni, sem stóru markaðirnir veita kaupmanninum? ,,Ja, það er nú svo með mig, að éghefekkiorðiðvar við þessa miklu samkeppni við markaðina. Það væri frekar að ég væri í sam- keppni við aðra kaupmenn hér í nándinni. Missi ég við- skiptavin, sem gerist bless- unarlega sjaldan, þá er það sú samkeppni, ekki mark- aðirnir. Og reyndar óttast ég þá ekki svo mjög. Þeir eru að sjálfsögðu tímanna tákn og fátt nema gott um þá að segja. Hins vegar er það eðli allrar góðrar kaup- mennsku að reyna að færa viðskiptavininum lifsbjörg- ina á sem viðráðanlegustu verði. Það segir sig sjálft, að það er ekki okkar hagur að halda vöruverði háu þannig að enginn fái notið vörunn- ar. Við viljum fá hana úr hill- unum sem fyrst". Nú er á döfinni mikil breyting, frjáls verðlagning. Þýðir þetta ekki að matvara hlaupi upp úr öllu valdi i verði? ,,Nei, ég held þvert á móti að í þessari miklu sam- keppni sem er á markaðn- um mun þetta verða við- skiptavinum til hagsbóta fyrst og fremst. Ég er og hef alltaf verið fylgjandi þvi að verðlagið sé frjálst. Það mun koma á daginn að það verður öllum til góða''. Svo við vikjum aftur aö til- boðum ykkar K-kaup- manna. Nú eru tilboðin bundin við nokkrar tegund- ir vara vikulega. Verður ekki einhver munur á verðlagi einstakra vörutegunda milli verslana eftir sem áður? Eða öllu heldur, verður ekki áframhald á samkeppni kaupmanna? „Jú, mikil ósköp. Við gerum okkur allir fulla grein fyrir þessu. Við erum í sam- keppni. Hins vegar sjáum við hag viðskiptavina betur borgið með samstarfi við sameiginleg innkaup og auglýsingar. Samkeppnin heldur hins vegar áfram milli kaupmanna. Þaðerog hlýtur að verða aðalsmerki kaupmanna að keppa sín á milli”. Að lokum. Er ætlunin að útvikka þetta samstarf kaupmanna? „Það kemur fyllilega til greina. Samstarf sem þetta er að fyrimynd kaupmanna á Norðurlöndum þar sem það hefur gengið mjög vel um fjölmargra ára skeið Við sem að þessu stondum erum allir félagar i Kaup- mannasamtokum íslands og annað hvort mundu þau samtók eða K-samtökin fara út í áframhaldandi að- gerðir. Um þetta er of snemmt aö fullyrða nokk- uð. Fyrst i stað leggjum við alla aherslu á tilboðsmalin okkar og munum gera allt sem hægt er til að ná mður vöruverði í verslunum okk- ar. Aðalatriöið tel ég að kaupmenn munu standa styrkari fótum á eftir, - og viðskiptavinir okkar njóta þess i leiðinni". - J.B.P. ■....... TAKAGILDI í DAG í þessum verslunum á Suðurnesjum: Nonni & Bubbi, Keflavík Víkurbær, Keflavík Brekkubúðin, Keflavík Kostur, Keflavík Skiphóll, Sandgerði Þorláksbúð, Garði Bragakjör, Grindavík Vogabær, Vogum og ná yfir eftirtalda vöruflokka: VERÐ: Þetta er aðalsmerki K-verslana R-epli Kókómalt T.V. Sukkulíki Kerti WC-pappír Cfí o- o tf) fD (O V

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.