Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 45

Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 45
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ „Fiskurinn borinn heim á bakinu“ - Viðtal við Guðmund á Bala á Stafnesi Á Bala á Stafnesi búa hjónin Guörún Guömundsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson, en á Bala hafa þau átt heima siöan þau voru 12 ára gömul. Þau eru jafnaidrar, fædd áriö 1902, og fermingarsystkini, fermd á Útskálum 1916, en þau giftu sig 1925 og hafa siðan búiö að Bala, að undanskildum einum vetri er þau bjuggu i Keflavik. Þau eignuöust 8 börn og eru 7 þeirra á lifi og búa þau ýmist í Sandgerði eöa Keflavík, nema einn sonur þeirra sem býr í foreldrahúsum. Þann tíma sem Guðrún og Guömundur hafa búið á Bala hefur oft veriö mikiö um að vera þar, enda var þar bæði stundaöur landbúnaöur og sjósókn og þá um leiö fiskverkun, en aö auki hefur Guömundur starfaö i sóknarnefnd Hvalsneskirkju um 25 ára skeið. í lok fyrstu viku á aöventu heimsótti blaóamaður Vikur-frétta Guömund og tók hann tali, og eins og sjá má á árangrinum sem hér birtist, haföi hann frá ýmsu fróðlegu að segja. ,,Brau6strit var margfalt meira áður fyrr," segir Guðmundur á Bala. Gengu daglega að Útskálum viku fyrir fermingu ,,Ég er fæddur föstudag- inn fyrstan í vetri, sem bar þá upp á 30. október 1902, að Hrauni í Grindavík, en hingað kom ég 1914, er móðir mín lést," sagði Guð- mundur, er við spurðum hann hvenær hann væri fæddur. Ástæðan fyrir því að hann flutti að Bala þegar móðir hans lést var, að Daði Jónsson, sem síðar tók hann í fóstur, var kvæntur föðursystur hans og bjó að Bala. Áðuren hann flutti frá Grindavík gekk hann 2 vetur í skóla hjá Tómasi Snorrasyni. Guðrún er fædd 12. júní 1902 að Akrahóli í Stafnes- hverfi og eins og áðursegir eru þau fermingarsystkin, fermd að Útskálum 16. maí 1916. ,,En þannig hagaði til að við gengum til prests að Útskálum, og síðustu dag- ana fyrir fermingu gengum við daglega þangað ásamt fermingarsystkinum okkar frá Sandgerði, Garði, Kefla- vík og úr Höfnum. Veturinn 1936 bjuggu þau i Keflavík, vegna þess að ekki var bú- andi í gamla bænum og nú- verandi hús ekki byggt. En einmitt í þeirri ferð misstu þau eina dóttursínaí Ungó- brunanum í Keflavík. Erfiðari lífsbarátta Guðmundur sagði að lífsbaráttan hefði verið mjög erfið hér áður fyrr. ,,Ég held að fólk myndi bara ekki leggja það á sig sem við gerðum hér áður fyrr. Brauðstrit var margfalt meira þá en nú. Það þurfti oftast að bera á bakinu það sem ná þurfti í til heimilis- ins að vetrinum. Þá var til dæmis allt borið á bakinu inn að Sandgerði, og það var erfitt." Bæði landbúnaðar- og sjávarútvegs- bóndi ,,Já, við stunduðum þessi störf jafnhliða. Hér var róið á vertíðum bæði á opn- um bátum og áraskipum, svo eftir að vélar komu í bát- ana voru gerðir hér út vél- bátar, en útgerð hélst að einhverju marki til ársins 1947 hér a Stafnesi. Meðan árabátarnir voru, þá voru vanalega níu menn á hverju skipi og var meiri hluti þeirra heimamenn, en hér gengu oft 4 skip frá Staf- nesi í einu. Varð því oft líka að taka aðkomumenn til að manna skipin. Komu þeir alla leið norðan úr Húna- vatnssýslu og austan úr Skaftafellssýslu. Var oftast róið á morgn- ana þegar þannig útlit var, alveg í birtingu og oftast í landáttum. Voru níu menn á hverju skipi lengi framan af og þávarróið meðfjögurog hálft bjóð og voru 500 krókar á hverju bjóði. Sáu tveir menn um beitningu og var bjóðageymslan hér heima og þaðan þurfti að bera bjóðin niður að sjó og heim aftur á kvöldin. Sjómennirnir fengu kaffi á morgnana áðuren lagt var af stað og eina flatköku með og meira fengu þeirekki, og aldrei var farið með bita á sjóinn fyrstu árin sem ég reri hérna á áraskipum. Það þótti lítillegt að þurfa að borða á sjó. Oftast stóð sjó- ferð yfir fram í dimmingu á kvöldin og þá var gert að aflanum niður frá áður en hann var borinn heim á bak- inu. Þá fyrst fengu menn kaffi og með því. Stóð aðgerð oft langan tíma og var þetta gert hvernig sem stóð á sjó þegar komið var að. Aflanum var skipt strax milli manna og var skipt í 11 staði, þannig að útgerðin fékk tvo hluti, en mann- skapurinn hina hlutina. Um landbúnaöinn sagði Guðmundur: „Hér hefur ekkert fé verið síðan 1949, að skorið var niður vegna mæðuveikinnar, einnig kom þá Varnarliðið og af- réttir okkar lentu undir varnarsvæðum og því misstum við þau. En kúabú- skapur varhérnatil 1967,en þá hætti ég öllum búskap." Söltuöum allan fisk sjálfir Meðan Guðmundur var með útgerð saltaði hann allan afla á Bala, líka meðan hann gerði út Skírni, en þá var aflinn fluttur frá Sand- gerði, en annars var hann lagður upp á Stafnesi. „Fyrst framan af var hann einnig vaskaður og þurrk- aður þar út frá og þvi ekk- ert flutt út öðruvísi en full verkað. Sá heimilisfólkið um verkunina, en eins og áður segir var fenginn að- komumannskapur til við- bótar á bátana. Fyrstu árin okkar hjónanna verkuðum við sjálf fiskinn með hey- skapnum hér á sumrin líka. Loftur Loftsson keypti fiskin hér á sumrin og sótti hann hingað frá Sandgerði, sama var um Ólaf Ófeigs- son í Keflavík og Ágúst Flygenring í Hafnarfirði. Þeirsóttu allanfisksem þeir keyptu af okkur. Ekki þurfti að pakkahonum, heldurvar hann fluttur laus.“ Gerðu út Skírni frá Sandgerði Um 5 ára skeið gerði Guðmundur út ásamt son- um sínum rúmlega20tonna bát sem bar nafnið Skírnir. Þessi bátur var upphaflega frá Isafirði og fluttur inn notaður af Bárði Jónssyni, skipasmið á Isafirði, 1917. Það vissi enginn hvað hann var raunverulega gamall. „Eins og ég hef áöur sagt hætti útgerð á vertíðum hér 1947, en eftir það hefur verið gert út á smábátum yfir sumarið og er enn, en ég er löngu hættur að róa, alla vega svona 20 ár síðan. En nú eru gerðir út hér á Stafnesi tveir dekkbátar. Á sonur minn annan bátinn og hefur hann byrjað róðra eftir tíðinni svona í mars- apríl, og enn hefur hann ekki sett á land.“ Bjuggu til eigin hafnarmannvirki ,,Þessar framkvæmdir hófust með því að hér var hlaðinn upp grjótgarður, dálítill veggur svona. Svo fórum við fram á það að við fengjum einhverja fjárveit- ingu til þess að gera hérna lendingarbætur, því aöstaðan var ómöguleg, allt varð að bera á bakinu. Stóð nokkuð lengi í stappi með þaö, en ég held að ég verði að segja, að Geir Gunnars- son alþingismaður, sem var formaður fjárveitinga- nefndar, hefur verið mjög jákvæöur í þessu hjá okkur, alveg framúrskarandi. Við fengum fjárveitingu þannig að við vinnum þetta og fer það upp í það sem hreppurinn átti að borga móti fjárveitingunni frá rík- inu. Þarf hreppurinn því ekkert að láta út í sam- bandi við þetta Þessi hafn- armannvirki eru í eigu land- eigenda hér á Stafnesi, þ.e. Bala, Stafnesi og Nýlendu. En þeir síðast nefndu hafa ekki haft aðstöðu til aö vinna að þessu og því hafa aðallega tveir menn, sonur minn Guðmundur, og Leif- ur Guðjónsson á Stafnesi, unnið að þessu, en ég hef aðeins aðstoðað þá. Er nú hægt að landa hér alveg niður í hálffallið, en ekki á fjöru. Er því feiknarlega mikil bót af þessu". , a KEFLA VÍKUR VERKTAKAR senda starfsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að liða. Bali á Stafnesi

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.